fbpx

CURRENT FAVORITES

MEÐGANGANSNYRTIVÖRUR

Mér datt í hug að taka saman smá lista yfir vörur sem eru í uppáhaldi hjá mér þessa dagana. Margt byrjaði ég að nota á meðgöngunni en annað er staðalbúnaður og hefur verið í notkun hjá mér mun lengur. Hér er blanda af alls kyns hlutum sem hjálpa mér að líða ferskri um þessar mundir – ekki veitir af á 28. viku og í svartamyrkrinu sem hefur tekið yfir hérna í Svíþjóð líkt og á Íslandi.

BIOEFFECT EGF Eye Serum – heldur mér ferskri á augnsvæðinu og er sérstaklega gott á morgnanna að mínu mati til að fríska mig við. Fæst hér.

GOSH Boombastic Mascara – til að virka enn ferskari um augun nota ég þennan maskara, þegar ég er í stuði til að mála mig. Mér finnst hann svo góður þar sem auðvelt er að vinna með hann og ‘layer-a’ hann. Fæst til dæmis í Hagkaup og Lyf&Heilsu.

Heimasloppur – mjög mikið notaður á meðgöngunni. Fæst hér.

Doomoo gjafapúði – ég er búin að sofa með þennan púða frá því á 22. viku sirka og ó guð! Þetta er svo þægilegur púði, bæði til að sofa með og hafa uppi í sófa til að styðja við bakið og sitja uppréttur. Ég sef með púðann milli lappanna og set hann svo aðeins undir bumbuna þannig að hún fái stuðning þar sem ég sef á hlið. Fæst hér.

Embryolisse Lait-Creme Concentré – vel þykkt andlitskrem sem hentar fullkomlega í kuldanum, sérstaklega fyrir þurra húð eins og mína. Ég kynntist þessu kremi hjá Fríðu Maríu og Guðbjörgu Huldísi make-up drottningum fyrir mörgum árum og þegar húðin fór að stríða mér um daginn mundi ég eftir því og pantaði það samstundis. Kuldinn á ekki roð í húðina mína núna. Fæst til dæmis hjá Nola.is.

Maria Nila Ocean Spray – ég er með mjög fíngert hár og náttúrulega slétt. Þetta spray gefur hárinu gott volume og ég nota það bæði í blautt hár og þurrt. Fæst hér.

Clarins Instant Light gloss – þetta gloss gerir mikið fyrir mig þegar ég þarf aðeins að fríska mig við. Fæst til dæmis í Hagkaup.

Clarins Huile “Tonic” – húðolía sem ég fékk að gjöf frá Clarins á Íslandi um daginn. Ég setti hana í story hjá mér og fékk mörg svör frá konum með reynslu af henni þar sem olían var lofsungin af þeim öllum. Ég verð að vera sammála þeim, þessi olía er algjörlega málið og sérstaklega á bumbuna. Að sjálfsögðu geri ég mér grein fyrir því að ég get borið á mig út í eitt en samt slitnað og það verður bara að koma í ljós – en að halda húðinni mjúkri og gefa henni raka lætur mér líða vel.

Andrea Röfn

NEW IN - THE PERFECT BOOTS

Skrifa Innlegg