HÁRVÖRUR FYRIR FÍNGERT HÁR

HÁR

Ég verð að segja ykkur frá hárvörunum sem ég er búin að vera nota síðastliðna tvo mánuði. Ég er með mjög fíngert, viðkvæmt og líflaust hár og mér hefur alltaf fundist erfitt að finna hárvörur sem henta mínu hári. Ég er loksins búin að finna þær sem henta mér en þetta eru hárvörurnar frá MoroccanOil og Maria Nila, ég nota bæði merkin til skiptis.

 

*Vörurnar fékk greinahöfundur að gjöf 

 

MOROCCANOIL TEXTURE SPRAY

Þetta sprey er algjör snilld til þess að fá meiri lyftingu og áferð í hárið. Ég set þetta í hárið á mér á nánast hverjum einasta degi og finnst mér þá mun auðveldara að vinna með það. Það er engin lyfting í hárinu mínu og er þetta því algjör snilld í fíngert hár.

HYDRATION MASK LIGHT

Þótt ég elski að setja maska í andlitið á mér þá er oft einsog mér finnist miklu erfiðara að setja maska í hárið á mér. Mér finnst það alltaf svo mikið “vesen” en ekki með þessum maska því hann þarf bara að vera í hárinu í 5-7 mín og get ég því sett hármaskann í hárið á mér meðan ég er í sturtu. Maskinn nærir hárið mjög vel og ég elska líka hvað hárið verður ekkert oft þungt, heldur verður það bara silkimjúkt og get strax byrjað að vinna með það.

MOROCCANOIL DRY SHAMPOO í DARK TONES

Þetta þurrsjampó er eitt það besta sem ég hef prófað, það þyngir ekki hárið, hárið fær ekki svona hvíta “slíkju” eða verður grátt. Þurrsjampó-ið dregur í sig olíu án þess að þyngja það og gefur því lyftingu. Ég nota alltaf í dark tones því ég er með frekar dökka rót.

MOROCCANOIL TREATMENT OIL Í LIGHT

Þessa olíu kannast örugglega margir við en hún er ein af vinsælustu vörunum frá Moroccanoil og ekki af ástæðulausu. Hún nærir hárið, gefur því fallegan glans og án þess að þyngja hárið. Ég nota alltaf olíuna í light því ég er með fíngert hár og líka því að endarnir mínir eru ljósir.

MARIA NILA – HEAD & HEAL

Ég er búin að vera prófa sjampó og hárnæringu frá Maria Nila í nokkrar vikur núna og er mjög hrifin. Head & Heal er gott fyrir ársvörðinn og ég er búin að að heyra að þetta hjálpi hárinu líka að síkka. Þetta er mjög gott fyrir þá sem eru með þurran hársvörð eða exem. Ég breyti samt oft til þegar það kemur að sjampó-i og hárnæringu, þannig það er oft breytilegt hjá mér en ég mæli með þessu.

SUGARBEARHAIR

Síðast en alls ekki síst er það þetta hárvítamín frá Sugarbearhair en ef þið fylgist eitthvað með Kardashian fjölskyldunni, þá gerðu þær þetta vítamín mjög frægt á Instagram. Þetta eru vítamín bangsar sem þú borðar á hverjum degi eða sem sagt tvo á dag. Vítamínið á að hjálpa hárinu að vaxa og verða heilbrigðara. Ég var ekki alveg viss með þetta fyrst en ég er að klára skammt númer tvö og sé mikin mun á hárinu mínu. Hárið er að þykkjast jafnt og þétt og neglurnar mínar eru heilbrigðari. Síðan er þetta mjög gott á bragðið þannig ég gleymi aldrei að taka þetta á morgnana

 

 

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 


*Allar umfjallanir um vörur eða annað kemur frá mér sjálfri og gef ég alltaf hreinskilið svar

FRÍSKA UPP Á HÁRLITINN

HÁR

Mig langaði að deila með ykkur litanæringu sem ég er búin að vera nota í um það bil tvo mánuði núna. Þetta er litanæring frá Maria Nila og er æðisleg!

Ég var búin að sjá marga vera nota þessar næringar og þá aðallega sterku litina. Svo fór ég að skoða lita úrvalið betur og sá þá að það voru til allskonar litir, allt frá alveg ljósu í svart. Ég varð ótrúlega forvitin en var samt ekki viss hvaða litur myndi henta mínu hári eða mínum hárlit.

Ég fór í litun og ákvað að spyrja þær á hárgreiðslustofunni minni hvaða litur myndi fara mínu hári. Ég er með litað hár en fer aðeins í litun á sex mánaða fresti og stundum fæ ég bara smá leið á hárinu mínu og langar að fríska uppá litinn. Þær mældu með litnum Vanilla 10.32 fyrir mig, ég fór og keypti mér litinn og er ekkert smá ángæð.

Þetta frískar ótrúlega mikið uppá hárið og mér líður alltaf einsog ég sé nýkomin úr litun þegar ég nota þessa næringu. Hárið verður silkimjúlkt og fallegt.

 

Maria Nila er ótrúlega flott og gott merki

Ég set hárnæringuna í lófan og nudda síðan vel í hárið. Síðan leyfi ég þessu að vera í 15 – 20 mín en allar upplýsingar standa á umbúðunum.

Mér finnst æðislegt að geta frískað uppá hárlitinn minn fyrir sumarið eða bara fyrir eitthvað sérstakt tilefni

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup