fbpx

FRÍSKA UPP Á HÁRLITINN

HÁR

Mig langaði að deila með ykkur litanæringu sem ég er búin að vera nota í um það bil tvo mánuði núna. Þetta er litanæring frá Maria Nila og er æðisleg!

Ég var búin að sjá marga vera nota þessar næringar og þá aðallega sterku litina. Svo fór ég að skoða lita úrvalið betur og sá þá að það voru til allskonar litir, allt frá alveg ljósu í svart. Ég varð ótrúlega forvitin en var samt ekki viss hvaða litur myndi henta mínu hári eða mínum hárlit.

Ég fór í litun og ákvað að spyrja þær á hárgreiðslustofunni minni hvaða litur myndi fara mínu hári. Ég er með litað hár en fer aðeins í litun á sex mánaða fresti og stundum fæ ég bara smá leið á hárinu mínu og langar að fríska uppá litinn. Þær mældu með litnum Vanilla 10.32 fyrir mig, ég fór og keypti mér litinn og er ekkert smá ángæð.

Þetta frískar ótrúlega mikið uppá hárið og mér líður alltaf einsog ég sé nýkomin úr litun þegar ég nota þessa næringu. Hárið verður silkimjúlkt og fallegt.

 

Maria Nila er ótrúlega flott og gott merki

Ég set hárnæringuna í lófan og nudda síðan vel í hárið. Síðan leyfi ég þessu að vera í 15 – 20 mín en allar upplýsingar standa á umbúðunum.

Mér finnst æðislegt að geta frískað uppá hárlitinn minn fyrir sumarið eða bara fyrir eitthvað sérstakt tilefni

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

FÖRÐUN & DRESS HELGARINNAR

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

 1. Sigrún

  23. June 2017

  Mjög flott! En væri hægt að sjá fyrir mynd? :)

  • Guðrún Sørtveit

   23. June 2017

   Takk fyrir :-D Já ég skal reyna að setja inn svoleiðis mynd við tækifæri :-)