fbpx

WISHLIST

ONLINE SHOPPINGÓSKALISTINNSNEAKERS

 

 

Ég tók saman lista af hlutum sem mér finnast fallegir þessa stundina. Það verður að viðurkennast að ég hef ekki verið sú metnaðarfyllsta í að setja saman outfit og stæla mig upp síðustu vikurnar, enda nóg að gera að hugsa um Aþenu Röfn og svo er líka skemmtilegra þessa dagana að dressa hana! En hérna eru nokkrir hlutir sem ég gæti hugsað mér að klæðast í sænska sumrinu.

Eyrnalokkar: Maria Black // Húrra Reykjavík – hér

Buxur: Acne Studioshér

T-shirt: Heron Preston // Húrra Reykjavík – hér

Gleraugu: Mig langar svo í ný gleraugu og þessi umgjörð er klassík frá Oliver Peoples. Ég hef ekki hugmynd um hvort hún fari mér en eitthvað í þessum dúr heillar mig þessa stundina. – hér

Skór: JW Anderson x Converse. Ég elska glimmer, ég elska Converse og ég elska neon. Þessir skór eru eiginlega hannaðir fyrir mig! – hér

Töskur: Simon Miller bucket bag – hér

Andrea Röfn

AÞENA RÖFN

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1