GLERAUGUN MÍN

ANDREA RÖFN
English below

Ég hef fengið ótrúlega margar spurningar út í gleraugun sem ég fékk mér í sumar. Spurningarnar hafa verið það margar að mér datt í hug að skella í færslu um þau, ef ske kynni að fleiri hefðu áhuga á því að vita meira. Gleraugun eru frá merkinu Paul Hueman og eru úr Glerauganu sem staðsett er í bláu húsunum við Faxafen og í Kringlunni. Ég mæli svo sannarlega með þeirri búð ef þið eruð í leit að gleraugum eða sólgleraugum, úrvalið er frábært og þjónustan er framúrskarandi.

Lately I’ve been asked a lot about my new glasses, so I thought I’d write a post about them in case someone else was interested in knowing more. The glasses are from Paul Hueman which is sold at Gleraugað, located in Faxafen and Kringlan. I highly recommend that store if you’re looking for glasses or sunglasses, they have a great selection and the service is outstanding.

Andrea Röfn

Fylgstu með mér á Instagram og Snapchat undir @andrearofn!

Mig vantar svo ný gleraugu…

AuguLífið Mitt

Vissuð þið að ég er gleraugnaglámur…? Eða ég er reyndar meiri linsuglámur því ég hef nánast notað linsur á hverjum degi síðan ég var 16 ára og ég bara á ekki einu sinni gleraugu sem henta sæmu sjóninni minni (-5.5) – já ég er staurblind og mér finnst hún vera að versna. En nú verð ég að fara að gera eitthvað í þessu – þetta gengur eiginlega ekki lengur svo ég er í alveg svakalegum geraugnapælingum.

Ég hef ekki gengið með gleraugu í öll þessi 10 ár og er alltaf á leiðinni að kaupa mér gleraugu en klára það aldrei. Ég kíki reglulega inní gleraugnaverslanir en finnst ég aldrei getað fundið neitt sem passar mér og vantar svo svakalega að fá þjónustu við að velja og mér finnst ég bara því miður ekki alveg hafa fengið hana nógu góða á þeim stöðum sem ég hef farið á.

Svo mig langar að leita til ykkar, hvert er best að fara, hvar er besta þjónustan, gott úrval og sanngjarnt verð – þið eruð að lesa skrif manneskju sem hefur ekki keypt gleraugu í 10 ár, þetta er smá skammarlegt en á milli þess sem ég tek úr mér linsurnar labba ég því um heimilið staurblind, það er svo sem aðallega á næturnar sem ég sé ekkert – getið rétt ímyndað ykkur hvernig næturgjafirnar ganga hér á þessu heimili ;)

Endilega látið í ykkur heyra, ég tek fagnandi á móti allri þeirri hjálp sem er í boði!

Erna Hrund
gleraugnaglámur :)

GLERAUGNALEITIN

Persónulegt

Ég er enn eina ferðina að leita mér að nýjum brillum. Það er þó ekki orðið svo langt síðan að ég fékk þau sem ég er með á mér núna en það eru Ray Ban í álumgjörð, ég hef haft mínar efasemdir um það val frá því að ég fékk þau í hendurnar en ég er vanari sjálfri mér með meiri umgjörð enda hef ég verið með þykkari plastumgjarðir síðustu 15 árin eða svo. Það er þó ekkert grín fyrir mig að velja umgjörð sem ég get ekki verið sátt með í nokkur ár því þetta er þvílíkur kostnaður þar sem ég er bæði með sjónskekkju og nokkuð háan styrk sem gerir glerin mjög dýr, og svo skipta gæðin mig miklu máli þegar kemur að gleraugnaumgjörðum sem kostar sitt en ég finn mikinn mun á endingu í þau skipti sem ég hef verið að spara smá. Dýrasta umgjörðin mín var sú síðasta, mjög falleg brún plastumgjörð frá Chanel og vá það sem þau gengu í gegnum en þau þoldu hreinlega endalaust hnjask í rúmlega 6 ár og þurftu mögulega 2x viðgerð (réttingu). En þau sem ég er með á mér núna voru þau ódýrustu hingað til en ég hef líka mjög oft farið með þau í viðgerð á einu ári. Að spara er nefnilega ekki alltaf besti kosturinn, eða ekki þegar kemur að hlut sem þarf að geta enst þér á hverjum einasta degi í nokkur ár. Ég er búin að liggja á vefsíðum með flottum umgjörðum og skoða í helstu verslununum hér heima, ég er með nokkur í huga en hér má sjá smá úrval af flottum gleraugum sem sem sýna hvað ég er að spá í.

Ég mæli með að nota google image search til að finna út frá hvaða framleiðanda gleraugun eru því ég man það því miður ekki 100%, með því er ekki erfitt að komast að hvaða verslanir selja frá þeim framleiðanda. Ég man hinsvegar að gleraugun sem fallega stelpan með krullurnar (sem er líka frænka mín:) eru Saint Laurent gleraugu frá Ég C, ég er einmitt með eina umgjörð frá þeim í huga. Sjáum hvernig gleraugnaleitin fer…

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421

HELGIN MÍN

Persónulegt

Helginni var eytt í ýmislegt skemmtilegt og annað ekki svo skemmtilegt, gleraugnaleit! Það er fátt sem mér finnst meira krefjandi en á sama tíma leiðinlegt, það er að finna mér ný gleraugu. Þau sem ég er með á mér núna eru límd með límbyssu á tveimur stöðum, speglavörnin er að flagna af og þau eru svo rispuð að ég sé ekki skýrt ennþá…það var því kominn tími á nýjar brillur:)

Eftir að hafa mátað u.þ.b. 300 umgjarðir fann ég þessi fjögur sem ég tók í heimlán og eftir að hafa rætt þau fram og tilbaka við fjölskylduna er ég loksins komin á niðurstöðu!
Screen Shot 2014-04-13 at 9.53.12 PM Screen Shot 2014-04-13 at 9.53.25 PM

Það er frekar mikill verðmunur á dýrustu og ódýrustu týpunni hér að ofan sem hafði að lokum mikið að segja þar sem að ég er að leggja fyrir komandi kostnaði með stækkandi fjölskyldu:) Svo eru þau sem ég er með núna líka frá Chanel svo það er fínt að breyta til. Já, Ray Baninn varð fyrir valinu!

Screen Shot 2014-04-13 at 9.53.37 PM

Helginni var svo lokið með yndislegri sunnudagsferð með fjölskyldunni á Þingvelli. Þessi snúður hér að ofan er í miklu uppáhaldi hjá mér en hann er sonur systur minnar:)

Á morgun verður líka frábær dagur, en þá kemur út í fyrsta skipti stækkað Nude Magazine með nýja kaflanum mínum:)

Vonandi var helgin ykkar góð!

-Svana