fbpx

HELGIN MÍN

Persónulegt

Helginni var eytt í ýmislegt skemmtilegt og annað ekki svo skemmtilegt, gleraugnaleit! Það er fátt sem mér finnst meira krefjandi en á sama tíma leiðinlegt, það er að finna mér ný gleraugu. Þau sem ég er með á mér núna eru límd með límbyssu á tveimur stöðum, speglavörnin er að flagna af og þau eru svo rispuð að ég sé ekki skýrt ennþá…það var því kominn tími á nýjar brillur:)

Eftir að hafa mátað u.þ.b. 300 umgjarðir fann ég þessi fjögur sem ég tók í heimlán og eftir að hafa rætt þau fram og tilbaka við fjölskylduna er ég loksins komin á niðurstöðu!
Screen Shot 2014-04-13 at 9.53.12 PM Screen Shot 2014-04-13 at 9.53.25 PM

Það er frekar mikill verðmunur á dýrustu og ódýrustu týpunni hér að ofan sem hafði að lokum mikið að segja þar sem að ég er að leggja fyrir komandi kostnaði með stækkandi fjölskyldu:) Svo eru þau sem ég er með núna líka frá Chanel svo það er fínt að breyta til. Já, Ray Baninn varð fyrir valinu!

Screen Shot 2014-04-13 at 9.53.37 PM

Helginni var svo lokið með yndislegri sunnudagsferð með fjölskyldunni á Þingvelli. Þessi snúður hér að ofan er í miklu uppáhaldi hjá mér en hann er sonur systur minnar:)

Á morgun verður líka frábær dagur, en þá kemur út í fyrsta skipti stækkað Nude Magazine með nýja kaflanum mínum:)

Vonandi var helgin ykkar góð!

-Svana

MYND DAGSINS

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

 1. Helga Finns

  14. April 2014

  Mæli með leiser aðgerð allan daginn ef þú ert kandídat í það..þvílíkt frelsi að vakna og þurfa ekki að leita að gleraugunum eða troða linsum í þurr augun og geta sinnt barninu á nóttunni strax, geta já treyst bara á sjálfan sig en ekki aukahlut.

  • Svart á Hvítu

   14. April 2014

   Ég geri það 100% einn daginn, er einmitt kandídat í það. En ég sé alveg fullkomnlega án gleraugna þrátt fyrir að nota +3,5 og 5,0 svo þetta truflar mig ekki eins og flesta, verð bara þreytt í augunum eftir smá tíma. Svo ég ætla ekki alveg strax að spreða í þetta:)
   -Svana