fbpx

NÝ GLERAUGU & LOKSINS Á ÉG TIL SKIPTANNA ♡

Persónulegt

Ég elska að skoða falleg gleraugu og þar sem ég hef notað gleraugu frá því ég var lítið barn hef ég átt ansi margar umgjarðir og það er virkilega gaman að eiga þær allar enn í dag og sjá hvað tískan og tíðarandinn hefur breyst. Í dag elska ég að eiga stórar umgjarðir sem ramma augun vel inn og finnst mér persónulega mjög mikilvægt að umgjörðin skyggi ekki á augnhárin mín eða augnförðunina, sem gerist hjá mér með minni umgjarðir. Falleg gleraugu geta gert heilmikið fyrir sálina, og þrátt fyrir að ég geti vel séð án gleraugna þá kýs ég þau yfirleitt framyfir linsur því þau setja líka sterkan svip á andlitið og oft finnst mér ég hálf “ber” án þeirra. Það var löngu kominn tími á nýja umgjörð hjá mér fyrr í vor þar sem mín voru orðin ótrúlega rispuð og því farin að trufla sjónina vegna óskýrleika í glerjunum. Mig hefur dreymt um að eiga gleraugu til skiptanna í mjög mörg ár en aldrei látið það eftir mér þar sem glerin mín hafa yfirleitt kostað jafn mikið og umgjörðin.

Það vill svo til að frænka mín, Erla Magnúsdóttir ásamt eiginmanni sínum eiga gleraugnaverslunina ÉgC í Hamraborg en sú verslun er algjör demantur og þrátt fyrir að verslunin sé lítil er úrvalið ótrúlega gott og má þar finna merki eins og Marc Jacobs, Isabel Marant, Götti (mín gömlu voru frá því merki), Rag & Bone, Moschino, Hugo Boss, Jimmy Choo, David Beckham og fleiri og fleiri. Í dag verslar öll fjölskyldan mín hjá þeim og Erla hefur yfirumsjón um að allir séu með falleg gleraugu, hvort sem það var afi, mágur minn, mamma eða pabbi. Mamma valdi sér t.d. æðislega smart gleraugu með lituðu gleri á sama tíma og ég keypti mér mín.

Ég get svo innilega mælt með frá öllu mínu hjarta að fara í heimsókn til þeirra, en ég hef verslað í fjölmörgum verslunum, erlendis og hérlendis en aldrei fengið jafn faglega þjónustu, en ég fór einnig í sjónmælingu. Og fékk í fyrsta sinn t.d. að heyra allskyns fróðleik sem ég hef aldrei heyrt áður bæði varðandi sjónina mína / afhverju ég sé t.d. vel án gleraugna (er samt með háan styrk), og um gleraugnaumhirðu, afhverju á t.d. bara að þvo gleraugu með köldu vatni þar sem volgt / heitt vatn getur skemmt húðina á glerjunum. Áhugavert að fræðast um þetta eftir áratuga gleraugnanotkun en enginn söluaðili haft fyrir því að segja mér áður ♡

Gleraugun sem ég valdi mér voru bleik og falleg Marc Jacobs með gylltum örmum sem ég nota sem sparigleraugu, þau er mjög fínleg og létt og birta til andlitið, alveg æðisleg ef þið spurjið mig. Hin eru aðeins minna bleik … svona ljósgrá með fjólubláum undirtón og eru frá Isabel Marant. Þau eru klassískari og auðveldara að nota við allan fatnað, hverdags, íþrótta og sparifatnað. Til að toppa skemmtilegustu gleraugnakaup lífs míns valdi ég mér líka Isabel Marant sólgleraugu sem þið hafið líklega tekið eftir undanfarnar vikur á samfélagsmiðlum hjá mér – hrikalega flott stór svört gleraugu með “faded” glerjum.

Hér má sjá nokkrar myndir af gleraugunum ♡

Það vill svo til að ég virðist mest setja upp bleiku gleraugun þegar ég geri mig til og þessi gráu dagsdaglega og því minna af myndum af mér með þau:) Þarf að bæta úr því… en vá hvað ég elska að eiga gleraugu til skiptanna. Mæli með!

Ljósmyndari : Aldís Pálsdóttir

Ljósmyndari : Aldís Pálsdóttir

Færslan er ekki kostuð en ég nýt góðs af fjölskylduafslætti hjá ÉgC gleraugnaversluninni. 

Fyrir áhugasama þá er verslunin staðsett í Hamraborg 10, Kópavogi.

VERSLAÐ Í KAUPMANNAHÖFN : BEAU MARCHÉ

Skrifa Innlegg