fbpx

GLERAUGNALEITIN

Persónulegt

Ég er enn eina ferðina að leita mér að nýjum brillum. Það er þó ekki orðið svo langt síðan að ég fékk þau sem ég er með á mér núna en það eru Ray Ban í álumgjörð, ég hef haft mínar efasemdir um það val frá því að ég fékk þau í hendurnar en ég er vanari sjálfri mér með meiri umgjörð enda hef ég verið með þykkari plastumgjarðir síðustu 15 árin eða svo. Það er þó ekkert grín fyrir mig að velja umgjörð sem ég get ekki verið sátt með í nokkur ár því þetta er þvílíkur kostnaður þar sem ég er bæði með sjónskekkju og nokkuð háan styrk sem gerir glerin mjög dýr, og svo skipta gæðin mig miklu máli þegar kemur að gleraugnaumgjörðum sem kostar sitt en ég finn mikinn mun á endingu í þau skipti sem ég hef verið að spara smá. Dýrasta umgjörðin mín var sú síðasta, mjög falleg brún plastumgjörð frá Chanel og vá það sem þau gengu í gegnum en þau þoldu hreinlega endalaust hnjask í rúmlega 6 ár og þurftu mögulega 2x viðgerð (réttingu). En þau sem ég er með á mér núna voru þau ódýrustu hingað til en ég hef líka mjög oft farið með þau í viðgerð á einu ári. Að spara er nefnilega ekki alltaf besti kosturinn, eða ekki þegar kemur að hlut sem þarf að geta enst þér á hverjum einasta degi í nokkur ár. Ég er búin að liggja á vefsíðum með flottum umgjörðum og skoða í helstu verslununum hér heima, ég er með nokkur í huga en hér má sjá smá úrval af flottum gleraugum sem sem sýna hvað ég er að spá í.

Ég mæli með að nota google image search til að finna út frá hvaða framleiðanda gleraugun eru því ég man það því miður ekki 100%, með því er ekki erfitt að komast að hvaða verslanir selja frá þeim framleiðanda. Ég man hinsvegar að gleraugun sem fallega stelpan með krullurnar (sem er líka frænka mín:) eru Saint Laurent gleraugu frá Ég C, ég er einmitt með eina umgjörð frá þeim í huga. Sjáum hvernig gleraugnaleitin fer…

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421

NÝTT UPPÁHALD: INTERÍA

Skrifa Innlegg

7 Skilaboð

 1. María Rut Dýrfjörð

  4. June 2015

  Það er tvennt sem mér finnst erfitt að versla: skór og gleraugu. Ég er algjörlega sammála um að hafa gæði framar verðmiða í forgangi og er enn, eftir átta ára leit, gleraugnalaus og spreða í linsur mánaðarlega. Þessi póstur er spark í rassinn um að drífa í að finna gleraugu, margar flottar umgjarðir – hjartans þakkir :)

  • Svart á Hvítu

   4. June 2015

   Þetta er í alvöru það erfiðasta haha, en þú góð að vera svona lengi án gleraugna, ég gæti það ekki!

 2. Rósa

  4. June 2015

  Algjörlega sammála, að finna rétt gleraugu er eitt það erfiðasta sem ég geri! Ég ákvað einmitt að eyða meira í mín nýjustu þar sem þau gömlu voru ódýrari týpa og ég finn mikinn mun á gæðunum. Ég endaði á að fá mér lindberg gleraugu sem eru samt með umgjörð sem sérst og rammar andlitið fallega. Mæli með að skoða þau því þau eru létt og þæginleg og svo var mikið úrval í litum og lögum á umgjörðum

  • Svart á Hvítu

   4. June 2015

   Hef einmitt heyrt svo gott látið af Lindberg gleraugunum, valið stóð á sínum tíma á milli þeirra sem ég er með núna og lindberg… hefði átt að velja hin:)

   • Arna

    4. June 2015

    ég er einmitt líka með Lindberg og er með þau á andlitinu allan daginn allan ársins hring því ég get ekki notað linsur…og ég er mjög ánægð með mín gleraugu og búin að eiga þau í 4 ár og hef aldrei þurft að láta laga þau :) þannig Lindberg fá mín meðmæli :)

 3. Sigrún

  5. June 2015

  Mæli 100% með Lindberg!