fbpx

SUNNUDAGS

AndreAbyAndreADRESSSAMSTARF
*Færslan er unnin í samstarfi við mitt eigið merki & verslun: AndreA

Sunnudags dress  ♡

Já ég elska sunnudaga eins og sennilega allir…. Eftir að börnin mín urðu svona stór þá liggur við að ég þurfi að stilla klukku ef ég ætla að vakna snemma,  kona á mínum aldri þarf greinilega að hvíla lúin bein haha.   Sunnudagar eru eða ættu að vera heilagir eða a.m.k rólegir og notalegir, minn var akkúrat þannig…  Ég þurfti ekki að gera neitt sérstakt,  ég er þó aldrei lengi að finna mér verkefni og fór í að mynda nýja kjóla sem við vorum að fá frá París, hér er ég í einum þeirra en þetta er hnepptur skyrtukjóll í leopard printi.  Ég elska þessa afslöppuðu tísku, laus kjóll & strigaskór.  Til að mér verði ekki kalt þá fer ég í hjólabuxur (hnésíðar) undir kjóla og í úlpu eða kápu yfir leðurjakkann, ég gæti ekki hugsað mér þægilegra dress á þessum ágæta sunnudegi.

Kjóll & leðurjakki:  AndreA
Taska: Louis Vuitton, // pochette metis
Skór: Nike Air Max 97 (ég keypti mína í París en þeir fást bæði í Húrra Reykjavík  & í verslunum NTC  & Air hér á Íslandi.

LoveLove
AndreA

Instagram: @andreamagnus
Instagram: @andreabyandrea

 

 

SVONA EIGA PARTÝ AÐ VERA ... (myndir)

Skrifa Innlegg