fbpx

SVONA EIGA PARTÝ AÐ VERA … (myndir)

Konur eru konum BestarLÍFIÐ

WHAT A DAY // WHAT A NIGHT // WHAT A PARTY !

Við erum í gleðikasti eins og kannski sést á þessum myndum. Vá hvað við erum þakklátar ♡
“Konur eru konum Bestar” dagurinn var gjörsamlega sturlaður í alla staði og í allri meiningu orðsins.  Þið létuð ykkar ekki eftir liggja og komuð svo ótrúlega margar að fagna með okkur, eins var risa party í netheimum eða á Andrea.is þar sem að kerfið fór nánast á hliðina.  Við erum búnar að standa í ströngu í að pakka og senda alla þessa viku.  Bolurinn er uppseldur og allar pantanir klárar hér hjá okkur eða á leiðinni í pósti fyrir þær sem það kusu.

Aldís “okkar” Pálsdóttir sem er ein af mínum uppáhaldskonum í lífinu og partner í “Konur eru konum Bestar” tók þessar geggjuðu myndir eins og henni einni er lagið ♡


Svona lúkkar gleðikast :) … Aldís PálsAndreaRakel Tómasdóttir & Elísabet Gunnars

En aftur að partýinu,,,  það voru einhvernvegin allir glaðir og allir til í að vera með.  Svo margir sem studdu okkur á svo margan hátt,  við það að gefa eða raða í gjafpokana, gefa okkur  drykki, blóm, ís til að halda drykkjunum köldum, Omnom súkkulaði , GLAMOUR , Sjöstrand kaffi  & ESSIE naglalakk og fleira til að bjóða ykkur uppá eða hjálpuðu til á einhvern hátt.    TAKK

VINÁTTAN & LÍFIÐ
Það er svo magnað hvað lífið lokkar mann áfram.  Ég á svo mikið af mögnuðum konum í mínu lífi, konur sem ég passa uppá, reyni að hafa samband reglulega við alla, þeir sem þekkja mig vel og lítið vita að þeir geta átt von á símtali frá mér hvenær sem er þar sem ég vil bara taka stöðuna og athuga hvort að það sé ekki allt eins og það á að vera eða mögulega bjóða þeim í einhverskonar gleðskap :)  Ég þarf að heyra í og sjá fólkið mitt reglulega.
Mörgum af mínum vinkonum kynntist ég einmitt í vinnunni, á árunum sem ég vann hjá “Mama fashion” eða Svövu í sautján (love you)  En þar kynntumst einmitt ég Aldís og Elísabet ásamt fullt af fleiri góðum konum.  Við höfum einhvernvegin alltaf náð að halda sambandi og vinnum flestar ennþá við tísku á einhvern hátt.  Ég elska þessar stelpur og þessa tengingu <3


sorry áfram með partýið ….
Þið getið líka séð meira hér: Smartland // undir yfirskriftinni “Svava, Andrea & Bergljót standa saman”  En það er alveg hárrétt ;)

TAKK

LoveLove
AndreA

Instagram: @andreamagnus
Instagram: @andreabyandrea

HALLÓ HAUST DRESS

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð