fbpx

HALLÓ HAUST DRESS

DRESSHAUSTSAMSTARFTíska
*Færslan er unnin í samstarfi við mitt eigið merki & verslun: AndreA

Halló haust … Haustið er uppáhalds tími margra en eiginlega ekki minn.  Mér þykir bara slatta erfitt að segja bless við sumarið hvað þá sumarið sem aldrei kom :(   En það er þó alltaf hægt að líta á björtu hliðarnar sem tengjast að sjálfsögðu fatnaði í mínu tilfelli.  Ég elska nefnilega yfirhafnir, kápur & úlpur.  Ég elska samt mest að vera sokkalaus í sandölum & kjól en kannski er það bara tilbreytingin sem er svo góð ?
En svona er þetta bara og ekkert við þessu að gera annað en að klæða sig vel og smæla framan í heiminn, hér eru nokkur dress sem ég er búin að vera nota undanfarið !

Ullarhattur – Leðurjakki og bolur: AndreA 
Leðurjakkann nota ég allt árið en á haustin & veturna nota ég hann oft sem “inni” flík, þ.e.a.s fer ekki endilega úr honum yfir daginn en fer í kápu eða úlpu yfir hann á meðan ég fer á milli staða.

Andrea: Kápa – Leðurjakki & taska:  AndreA Skór BilliBi  // GSskór 
Erna: Kápa Notes Du Nord / AndreA Buxur Oriblu Skór: Bianco 
Við Erna erum að sjálfsögðu báðar í KONUR ERU KONUM BESTAR BOL ♡

Kápa: Gyllti kötturinn // Ég kíki mjög oft þangað eftir bröns eða kaffi í miðbænum(opið á sunnudögum), gaman að gramsa eftir gersemum þar.

Úlpa: 66 Norður  // Dyngja í fullkomnum rauðum lit. / *Úlpuna fékk ég að gjöf.

Kápa: Frá uppáhalds danska merkinu mínu NOTES DU NORD fæst í AndreA

 

Þessi mynd fékk að fljóta með … ég bara eeeelska þetta bak á “Konur eru konum Bestar” bolnum 2018 árgerð !

LoveLove
AndreA

INSTAGRAM: @andreamagnus
INSTAGRAM: @andreabyandrea

KONUR ERU KONUM BESTAR VIKAN !

Skrifa Innlegg