fbpx

KONUR ERU KONUM BESTAR VIKAN !

Konur eru konum Bestar

Konur eru konum Bestar … pínulítil breyting á setningu en risastór breyting á hugafari <3

Verkefnið “Konur eru konum Bestar” á þessa viku, vonandi hefur það ekki farið framhjá neinum.
Við,  ég,  Elísabet Gunnars hér á Trendnet, Aldís Pásldóttir ljósmyndari & Rakel Tómasdóttir grafískur hönnuður og listamaður stöndum að verkefninu. // Þessir linkar eru á Instagram-ið okkar ef ykkur langar að vera með í beinni.
Þið getið lesið allt um “Konur eru konum Bestar”  verkefnið hér hjá Elísabetu Gunnars.
Vikan er búin að líða ótrúlega hratt enda í nógu að snúast.  Við höfum unnið að þessu verkefni í sitthvoru horninu lengi,  hver með sitt verkefni en allar sömu hugsjón.  Við hittumst svo loksins allar í gær  (Elísabet er komin heim frá útlöndum).  Það var ótrúlega gaman og við erum vel peppaðar fyrir föstudeginum.


Við erum svo óendanlega þakklátar fyrir allan stuðninginn, aðallega frá ykkur öllum sem viljið vera með okkur í liði <3
Við erum með #Konurerukonumbestar & getum ekki beðið eftir að sjá ykkur allar í ykkar bol.
INSTAGRAM LOVERS ATH… við erum með ótrúlega flott GIF á Instagram, sláðu inn “Konur” þá kemur það !
TAKK Sahara fyrir að gera það fyrir okkur ♡

Þið finnið okkur líka í nýjustu Vikunni sem kemur út í dag !  Þar sem engin önnur en Queen Camilla  prýðir forsíðuna … Hlakka til að lesa það viðtal við þessa frábæru konu.

Svona lítur bolurinn út í ár, ég eeeelska bakið á honum þar sem orðið KONA er skrifað á mörgum tungumálum.
Allir fá bolinn sinn í þessum fallega poka.
Bolurinn kemur í stærðum XS-S-M-L-XL og kostar 6.900 –
Í ár rennur allur ágóði af sölunni til menntunarsjóðs Mæðrastyrksnefndar ♡

“Konur eru konum Bestar” // Basic hvítur stuttermabolur með þessari Bestu setningu að framan, rugl flottu baki & risastórri meiningu & breyttu á hugarfari.
Þetta er frábær og hvetjandi setning, hún minnir okkur á að styðja og hjálpa hver annari, vera góðar fyrirmyndir fyrir dætur okkar og komandi kynslóðir.


Við vonumst til að sjá sem flestar á viðburðinum //  Konur eru konum Bestar Vol2
AndreA – Norðurbakki 1 – 220 HFJ
Föstudaginn 21.09.2018
Kl 17:00 – 20:00
Bolurinn verður einnig fáanlegur á AndreA.is  – Hann fer í loftið á sama tíma í takmörkuðu upplagi kl 17:00
       

LoveLove
AndreA

Instagram: @andreamagnus 
Instagram: @andreabyandrea

IGLO+INDI NÝ VERSLUN Á GARÐATORGI

Skrifa Innlegg