fbpx

IGLO+INDI NÝ VERSLUN Á GARÐATORGI

IGLO+INDIÍSLENSKT

IGLO+INDI er eitt fallegasta íslenska barnafatamerki sem til er.   Iglo+Indi eru nú komin aftur “heim” eða í Garðabæinn, Garðatorg 4.
Verslunin er afar glæsileg og fatnaðurinn er þannig að mig langaði “næstum” í barn no #3 til að geta farið þangað að versla en mín börn eru komin í fullorðinsstærðir sem er smá skellur.

Ég geri ráð fyrir að allar mömmur með lítil kríli elski að það séu nóg af bílastæðum fyrir utan verlsunina :)
Það er kósý stemning inni í verlsuninni & fatalínan í ár er sturluð, geggjaðir kjólar og leopard pelsar … mjög Helguleg lína sem ég elska…  Mig langaði meira að segja í einn kjól á mig … passa næstum í hann enda einn&ellefu  haha (sem er stundum kostur) en Helga gerir eina & eina flík í fullorðinsstærðum þannig að það kemur fyrir að það er eitthvað til á okkur mömmurnar líka :)

http://https://www.instagram.com/p/BkD2hlUgWAp/?taken-by=helga_olafsdottir
 Hér finnið þið Iglo+Indi á Instagram …

Til hamingu elsku Helga & Co ….

LoveLove
AndreA

Instagram: @andreamagnus
Instagram: @andreabyandrea

PARÍS

Skrifa Innlegg