fbpx

PARÍS

FERÐALÖGPARISTRAVEL
*Fatnaðurinn sem ég er í er frá mínu eigin  merki & verslun: AndreA

París París París … Hvað get ég sagt ykkur um París?  Well ég hef sennilega aldrei komið jafn oft til nokkurar borgar en ég hef unnið mikið og oft þar í gegnum árin.  Ég var bara alls ekki að fíla borgina fyrstu árin en hef svo sannarlega lært að meta hana og finnst ég alltaf vera að sjá nýjar hliðar á henni enda risastór og síbreytileg.  Ég var í París um síðustu helgi í vinnuferð þar sem við fengum einn dag frí og skoðuðum okkur um, sigldum um Signu og borðuðum góðan mat.


Ég & þessir gaurar fyrir aftan mig að reyna ná góðu skoti með þessum fáránlega fallega bakgrunni ;)



NOTRE DAME  …
Við fórum í bátinn eða ferjuna rétt hjá Notre Dame og sigldum niður Signu í 20 mínútur og fórum frá borði við Eiffel turninn og svo sömu leið til baka.  Bátarnir sigla þarna um eins og strætó þar sem að maður kaupir miða sem dugar allan daginn.  Mjög næs og sniðugur ferðamáti,  þeir koma á 12 mínútna fresti.

 


Þetta risastóra A – LoveLove it

Kjóllinn:  Ég fékk svo margar fyrirspurnir um hann … Hann er frá okkur í AndreA:  “MIAMI wrap dress”
MIAMI  er til í eldri útgáfunni núna í búðinni (þá ekki með pífu að neðan) í svörtu og dökkbláu  en nýja útgáfan með pífu eins og ég er í kemur í október.

MERCI er ótrúlega skemmtileg verslun sem ég mæli með að kíkja í,  þar fæst til dæmis okkar eigins 66°NORTH ásamt fallegum fatnaði, húsgögnum, skarti og öllu sem hugurinn girnist.  Virkilega gaman að skoða sig þarna um.


MOULIN ROUGE
Hér sjáið þið fullt af fólki reyna að ná hinni fullkomnu mynd með Rauðu millunni í bakgrunn :)

PINK MAMMA …. 
Ég verð að mæla með þessum ótrúlega flotta Ítalska stað sem opnaði nýlega í París.  Ég gerði tvær tilraunir til að fara þangað á þremur dögum, það tókst í seinna skiptið.  Það er ekki hægt að panta borð og löng röð myndast oft fyrir utan en biðin er alveg þess virði.  Staðurinn er ævintýralega flottur.  Ítalir kunna ekki bara að gera góðan mat heldur fékk ég loksins almennilegan cappucchino eða svona eins og við þekkjum hann hérna á Íslandi.  Annars lærði ég það í þessari ferð með hjálp Instagram vina að til að fá eitthvað sem líkist cappucchino þá er best að panta “Cafe Creme” annars þegar ég panta cappucchino í París fæ ég eitthvað sem líkist meira kakó með rjóma og það er meira að segja afgreitt með röri á mörgum stöðum (ég meina hver drekkur kaffi með röri?)  En aftur að PINK MAMMA eins og þið sjáið á myndunum er staðurinn sturlaður og stemmingin líka, það er upplifun að borða á svona stað. Ef þú fílar Ítalskan og ert í París… ekki missa af Pink mamma ♡

LoveLove
Andrea

Instagram: @andreamagnus 
Instagram: @andreabyandrea

PERSÓNULEGT SKART

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. sigridurr

    17. September 2018

    París er svo falleg borg – æðislegar myndir! xxxxx

  2. sigga vala

    19. September 2018

    Hæ skvís , á hvaða hóteli varstu ?

    Æðislegar myndir

    kv Sigga