fbpx

PERSÓNULEGT SKART

SAMSTARFSKART
*Armbandið  fékk ég í vinkonugjöf frá Helgu Sæunni

Persónulegt skart hefur verið mjög vinsælt að undanförnu, stafamen & stjörnumerki hafa t.d verið ótrúlega vinsæl hjá okkur í AndreA.   Það er bæði gaman að bera persónulegt skart og svo er það virkilega falleg gjöf til þeirra sem manni þykir vænt um.

Vinkona mín Helga Sæunn tók þessa persónulegu nálgun á næsta level þegar hún gaf mér silfur armband sem hún bjó til.  Hún var búin að grafa nöfnin okkar á armbandið;  Óli – Andrea – Magnús Andri – Ísabella María. (ég, maðurinn minn og börnin okkar).   Hún hefði ekki getað hitt meira í mark hjá mér.    Armbandið er hrátt og ójafnt og stafirnir hamraðir í einn af öðrum, persónulegt, handgert & ótrúlega kúl, ég elska það <3

Hægt er að hafa samband við Helgu hér: Made by me og panta.

Helga er einnig að gera hringa og fleira í þessum dúr (með nöfnunum ykkar á).  Helga er líka opin fyrir sérpöntunum en hún gerði td fyrir mig hálsmen þegar ég átti brúðkaupsafmæli með setningu sem hefur meiningu fyrir okkur “LoveLove” og brúðkaupsdeginum okkar 02.09.2005.
Þegar að nöfn barnanna eða eitthvað svona rosalega persónulegt er komið á skartið þá þykir manni sérstaklega vænt um það og geymir eins og gull (er samt silfur) um aldur og ævi.

LoveLove
Andrea

Instagram: @andreamagnus
Instagram: @andreabyandrea

ÁSTIN & LÍFIÐ

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Helga Sæunn

    9. September 2018

    Takk fyrir mig elsku yndislega vinkona min Andrea ❤️