fbpx

ÁSTIN & LÍFIÐ

BrúðkaupLÍFIÐ
Ástin & Lífið

Í dag 2. september eru þrettán ár síðan að ég giftist mínum heittelskaða en þar áður höfðum við verið kærustupar síðan ég var 18 ára eða samtals í 25 ár.  Fyrir 13 árum átti ég ekki Facebook, Instagram eða I phone, munið þið eftir því lífi ?  Myndirnar úr brúðkaupinu voru flestar teknar á filmu, eru framkallaðar og límdar í myndaalbúm… mér líður eins og risaeðlu hahaha


Við giftum okkur á Kúbu með okkar nánustu en það voru allir velkomnir sem langaði að skoða heiminn með okkur. Og áður en þú spyrð af hverju Kúba? þá veit ég það ekki, okkur langaði mikið að fara þangað, elskum tónlistina þaðan, vorum að læra salsa með kúbönskum kennara í Kramhúsinu (það hafði pottþétt áhrif) og bara almenn ævintýraþrá.

“Viltu giftast mér” ? Þessi stóra spurning og þetta risastóra “JÁ”

Það er allt fallegt við brúðkaup, en dagurinn verður einn eftirminnilegasti dagur í öllu lífinu, öllu er tjaldað til og undirbúningurinn er oft gríðarlegur og uppskeran eftir því.

En aftur að stóra JÁINU
Ég hef heyrt það svo ótal oft í gengum tíðina að það skipti ekki máli hvort maður sé giftur eða ekki en ég er ekki sammála því.  Það skiptir mig a.m.k máli og ég er ekki að tala um lagalegu praktísku hliðina, eða það að ganga með hringinn sem er algjört aukaatriði í stóra samhenginu, kjólinn, veisluna eða neitt slíkt. Heldur um skuldbindinguna og ákvörðunina, þegar þú færð þessa spurningu ertu tilbúin að segja JÁ ?  eða SÍ eins og ég gerði :)

Þetta stóra Já skipti mig miklu máli, ég þurfti ekki að hugsa mig um en ég tók risastóra ákvörðun innra með mér, eina bestu ákvörðun sem ég hef tekið á ævinni, þetta risastóra JÁ með öllu hjartanu.  
En með JÁINU fylgir neflilega endalaus vinna & virðing því að hjónabandið gengur ekki að sjálfu sér.  Þú velur hvort þú vökvar garðinn þinn og ræktar hann heima hjá þér eða annarsstaðar og grasið er sjaldnast grænna hinum megin við lækinn.
Það koma erfiðir tímar,  lífið er bara þannig.  Þið þurfið að skiptast á að vera sterki aðilinn.  Svo þurfum við líka að fá að vaxa og þroskast í sitthvoru lagi, eiga okkar áhugamál og líf sem einstaklingar.

Við erum svo heppin að fá að velja hvað við ætlum að fókusera á í fari hvor annars,  hvort að við ætlum að eyða tímanum í að pirra okkur á göllum makans eða fókusera á kostina ?

Svo er það bara þannig að lífið líður ótrúlega hratt, litli strákurinn minn sem er 6 ára á myndinni hér fyrir neðan verður TVÍTUGUR næst þegar hann á afmæli & barnið í bumbunni er 12 ára.   Munum að njóta, búum til tilefni, höldum upp á brúðkaupsafmælið, afmælið eða hvað sem það er.  Ekki bíða eftir að einhver bjóði þér í partý, ef þig langar í partý haltu partý. Og umfram allt í amstri dagsins ekki gleyma hvort öðru.
Lífið er núna  ♡

Ég ætla að fagna ástinni og lífinu í dag !

Lovelove 
Andrea

Instagram: @andreamagnus
Instagram: @andreabyandrea

DRESS: LOVELOVE OVERALL

Skrifa Innlegg