fbpx

DRESS: LOVELOVE OVERALL

DRESSSAMFESTINGURSAMSTARF
*Færslan er unnin í samstarfi við mitt eigið merki & verslun: AndreA

DRESS …
Ég á það til að leggjast á sortir eða eiga svona “uppáhalds outfit” sem mig langar að fara í á hverjum einasta morgni þegar ég vakna.  Kannast þú við það ?
LoveLove samfestingurinn er einmitt þannig.  Hann er ekki bara cool heldur líka svo fáránlega þægilegur og ég elska að vera bara í einni flík, smá vesen þegar maður þarf að pissa en annars fullkomið dress.    Ég var í samfestingnum alla síðustu helgi og gott betur og  já ég hitti sama fólkið tvisvar, óvart haha :)  En ég er alltaf sáttust við mín kaup eða það sem ég hanna/sauma mér þegar ég nota fötin mín mikið, það eru bestu kaupin ;)

Planið var að vera með skvísulæti og fara út á rauðu pinnahælunum en ég skipti í hálfgerða “inniskó” áður en ég fór í afmæli til Mayu minnar (sem er með mér á myndinni hér fyrir neðan) Til hamingju með afmælið Maya.
Maya er í svörtum LoveLove samfesting og ég í grænum, hann er jafn flottur við hæla, inniskó & strigaskó … lovelove á það !

  LoveLove samfestingur: AndreA 
Rauðir hælar: Mads Norgaard
“Inniskór” : Steve Madden 
Strigaskór Mayu: ACNE (væntanlegir í GK Reykjavík)
Rauð taska: AndreA
Mayu taska: Gucci

LoveLove
AndreA

Instagram: @andreamagnus
Instagram @andreabyandrea

DRAUMATASKA

Skrifa Innlegg