fbpx

DRAUMATASKA

AndreAbyAndreAÍSLENSKTSAMSTARFTíska
*Færslan er unnin í samstarfi við mitt eigið merki & verslun: AndreA

Draumataska♡

Töskur eru einn mikilvægasti og mest áberandi fylgihlutur sem við berum og notum alla daga ALLTAF eða það er a.m.k þannig hjá mér.  Það virðist vera þannig að því stærri tösku sem ég er með því meira af dóti er ég með? Ég einhvern veginn fylli þær alltaf.
Fyrsta taskan sem við gerðum hjá AndreA er umslag sem ég elska og er búin að nota endalaust, ég enda alltaf með hana þó að ég eigi fullt af öðrum valkostum.  Ástæðan er að hún er þunn, létt og aldrei fyrir mér.  Umslagið fær samt að víkja pínu núna fyrir nýjasta barninu sem er pínu að stela athyglinni en við gerðum í sumar nýja tösku sem er einmitt hugsuð sérstaklega til að nota “kross yfir axlir” eða um mittið þannig að þú þurfir ekki að halda á neinu og sért alltaf með tvær hendur lausar. (ég tek hana ekki einu sinni af þegar ég set á mig bílbeltið).
Við erum afar stolt af nýjustu töskunni og ég er að gefa eina í lit að eigin vali á Instagram.   Komdu þangað ef þig langar að taka þátt, ég dreg  laugardaginn 25.ágúst ♡

Eldri týpurnar fást að sjálfsögðu allar líka hjá okkur, leyfi hér að fylgja myndum af nokkrum þeirra …

Hér er hægt að skoða úrvalið: Andrea.is (nýjasta taskan kemur inn á næstu dögum) 

LoveLove
AndreA

INSTAGRAM: @andreamagnus
INSTAGRAM: @andreabyandrea

 

ÞRIÐJUDAGUR AF BESTU GERÐ

Skrifa Innlegg