Á ÓSKALISTANUM:CHLOÉ FAYE

Á ÓSKALISTANUMTÍSKAWANT

Þessi gullfallega taska frá Chloé er mjög ofarlega á óskalistanum en hún heitir Chloé Faye Shoulder bag – en ég á minni týpuna & dýrka hana. Taskan er í dýrari kantinum en hún kostar 1.450(181.409 kr) enda er hún vönduð & falleg!

This beautiful bag from Chloé is on my wishlist right now! This bag is called the Chloé Faye Shoulder bag. I own the small one & I love it. The bag costs 1.450, pricey yes, but the quality is very high. This bag is sooo perfect! 

x

Endilega fylgist með mér á Instagram: @sigridurr, & einnig á Snapchat undir nafninu siggamagga/ Follow me on Instagram @sigridurr & on Snapchat “siggamagga”img_9863

DIY:GUCCI SNYRTITASKA YFIR Í VESKI

DIYHUGMYNDIRLOOKNEW INTÍSKAUPPÁHALDS

Søndag vibes🥀

A post shared by Sigríður Margrét (@sigridurr) on

Um daginn var ég svo heppin að fá að velja mér fallegan hlut í kaupbæti í Magasin hér í Köben en ég valdi mér fallega GUCCI snyrtitösku sem ég ákvað að breyta síðar yfir í tösku! Ég & Gummi kíktum í saumabúð & kepytum við fallega gullkeðju í stíl við töskuna. Gummi hefur þekkingu á fatahönnun & saumaskapi (annað en ég..) þannig hann skellti gullkeðjunni á snyrtitöskuna fyrir mig & ég er sjúklega ánægð með útkomuna! Taskan er svört velvet með gulllituðum GUCCI stöfum að framan en taskan er mjög stílhrein & falleg.

Þetta er mjög sniðug hugmynd þar sem töskurnar frá GUCCI eru í dýrari kantinum – ég mun örugglega fara vinna með þessa hugmynd þar sem fullt af fallegum merkjum gefa oft út fallegar snyrtitöskur eins & merking GUCCI, YSL, Dior & margt fleira.

Endilega segið mér hvað ykkur finnst!!

I got this GUCCI beauty bag at Magasin in Copenhagen – I wanted to turn the beauty bag into purse! I bought a beautiful gold chain for the bag and I am really happy with the result! The beauty bag actually looks like a purse right now which is amazing!

I think I might do this again if I find another good looking beauty bag! A lot of expensive brands like; GUCCI, YSL, Dior & more make beautiful beauty bags that comes with their products.

Please tell me what you think of my transformation!!

x

Snyrtitaskan fyrir/The beauty bag before –  Ég setti gullkeðju á snyrtitöskuna & ég er ekkert smá ángæð með útkomuna/I put a gold chain on the GUCCI beauty bag & I am really happy with the result –
Endilega fylgist með mér á Instagram: @sigridurr, & einnig á Snapchat undir nafninu siggamagga

img_9863

WANT: GUCCI TASKA

INNBLÁSTURTÍSKAWANT

4e2ed6519f31812ea087362762e5b313

Ég er alveg fallin fyrir þessari tösku frá Gucci. En taskan heitir Dionysus GG Supreme & er frá Gucci. Mér finnst taskan gullfalleg & fullkomin fyrir veturinn. Taskan kostar hinsvegar 2.250 dollara eða 259.000 kr íslenskar. Þannig held ég verð aðeins að setja þessa tösku bara á óskalistann í þetta sinn og læt mig dreyma um hana.

x

c818b79c3c61781d0ced917330a43042Processed with VSCOcam with f2 preset6eb006ba63c765aa42ac80ecf1e4181976474211b5c7815e6262faf142db2d4c

Endilega fylgist með mér á Instagram: @sigridurr, & einnig á SnapChat undir nafninu siggamagga
sigridurr3

Nýjar gersemar

FallegtFylgihlutirIlmirÍslensk HönnunLífið MittNýtt í FataskápnumSS15

Það bætast reglulega nýjar gersemar við fataskápinn og fylgihlutina mína… Ég á ótrúlega bágt með mig í kringum fallega hönnun og það var ein af ástæðum þess sem ég varð að eignast eina af nýjustu hönnun vinkonu minnar Andreu Magnúsdóttur sem er stórglæsileg leðurtaska. Á sama tíma bættist við kimono og ilmur í safnið frá allra uppáhalds tískuhúsinu.

Mér fannst þetta allt passa svo vel saman svo hér sjáið þið þrjár af mínum nýlegustu gersemum í fataskápnum, fylgihlutunum og ilmvatnshillunni…
gersemar

Taska: AndreA Boutique
Kimono: AndreA Boutique
Ilmur: Brit Rythm Florale frá Burberry

gersemar3

Ég hef sagt það svo oft áður að ég er farin að hljóma eins og rispuð plata en mér Burberry er mitt allra uppáhalds tískuhús og mér þykir þessi ilmur svo sannarlega endurspegla klassískar hliðar merkisins. Ilmurinn er nýr af nálinni hjá merkinu og ég fékk þennan til umfjöllunnar í nýjasta Reykjavík Makeup Journal sem þið fáið nú frítt í næstu verslun Hagkaup. Brit Rythm er ilmur sem kom fyrst á markaðinn fyrir ári síðan en Florale útgáfan er sett á markað núna fyrir sumarið en hann er frísklegri útgáfa og svona blómkenndari eins og nafnið gefur til kynna. Ilmurinn er rosalega ferskur og léttur og sumarlegur en sítróna, amber, jasmín og musk eru meðal tóna sem einkenna hann. Það er svo ofurskvísan Suki Waterhouse sem er andlit ilmsins. Mér finnst alltaf voða skemmtilegt þegar tískuhúsið notar þessar eðaldömur Bretlands í stórar herferðir hjá sér en í síðustu ilmvatnsherferð merkisins fyrir ilminn My Burberry eru það Kate Moss og Cara Delevigne sem sitja fyrir. Mæli með að þið skoðið þennan – ég elska glasið það er svo ekta Burberry!

Svo er það taskan… ég dýrka hana og hún er bara orðið veskið mitt. Ég er með allt það nauðsynlegasta í henni – símann, veskið, lyklana, hárteygjur, varasalva, heyrnatól fyrir tölvuna og tyggjó – fyrir mér eru þetta algjörlega ómissandi hlutir en svo er auðvitað alltaf eitthvað sem smyglar sér með sem er misgáfulegt. Kosturinn við að vera með svona litla tösku er að ég get ekki troðið endalaust í hana en ég á það til að vera með alls konar dót með mér sem ég þarf ekkert á að halda. Andrea sjálf sagði mér að hún er oft með þessa litlu bara í stærri tösku þar sem hún er með fleiri hluti sem fylgja manni oft en maður nennir ekki alltaf að dröslast með – svo kippir hún bara litlu töskunni upp með sér þegar hún þarf ekki á þeirri stóru að halda. Ég hef alveg tekið hana á orðinu og geri þetta sjálf. Taskan er alveg sjúklega flott, ég elska logoið utan á henni, það kom band með henni til að setja hana á öxlina en svo er líka band sem maður getur sett utan um úlnliðinn og þannig er ég sjálf mest með hana. Hún er fóðruð að innan með logoi merkisins og alls konar sniðugum hólfum. Ég kolféll alla vega fyrir þessari og splæsti henni á mig ekki fyrir svo löngu – ein bestu kaup sem ég hef gert en ég hef ekki farið útúr húsi án hennar síðasta mánuðinn!

gersemar2

Svo sjáið þið aðeins glitta í nýjasta kimonoinn – en eins mikið og ég elska Buberry þá get ég aldrei hamið mig þegar kemur að kimonounum frá henni Andreu minni – ég á þá nokkra og ég get með sanni sagt að ég mun ábyggilega aldrei eiga of marga! Þessi er talsvert ólíkari öðrum sem ég á frá Andreu en ermarnar eru aðeins styttri, hann er öðruvísi í sniðinu og það er kögur meðfram faldinum – hann er æði og ég þarf endilega að fara að græja dressfærslu þar sem sést betur í hann en þið sjáið glitta í hann HÉR.

Ég vona að vinnuvikan ykkar hafi byrjað vel – njótið vikunnar og vonum að sólargeislarnir fari að láta sjá sig betur :)

EH

Ilmvatnið sem ég skrifa um hér fékk ég sent sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á því og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.