*Greinahöfundur keypti tösku sjálf
Halló!
Ég keypti mér svo fallega tösku um daginn af íslenskri síðu sem heitir Bisou sem mig langaði svo að deila með ykkur. Þessi taska er ótrúlega falleg, klassísk og mikið notagildi í henni. Það er nefnilega hægt að skipta um ólar á töskunni og er þetta því eiginlega “tveir fyrir einn” taska. Taskan er líka í mjög þægilegri stærð, það kemst allt í hana en hún er alls ekki of stór. Punkturinn yfir i-ið er síðan ólin sem gerir töskuna svona fallega og getur gert mikið fyrir venjulegt dress. Ég er strax búin að ákveða að ég ætla kaupa mér fleiri ólar til skiptana sem gefur töskunni fleiri útlit og manni líður eins og maður sé með nýja tösku. Sama taskan en nýjar ólar – algjör snilld!
Ólin er ótrúlega falleg og hægt að kaupa í nokkrum litum
Þetta er hin ólin sem fylgdi með og gaman að geta skipt eftir dressi
Ég er í skýjunum með þessa tösku og mæli innilega með, mjög ánægð með þessi kaup!
Taskan fæst hér
Takk fyrir að lesa xx
Guðrún Helga Sørtveit
Skrifa Innlegg