fbpx

ÞRÍR UPPÁHALDS HLUTIR // GJAFALEIKUR

AndreASAMSTARF

9  ÁRA AFMÆLI  // GJAFALEIKUR

AndreA fagnar 9 árum ! Magnað hvað tíminn líður.

Í tilefni afmælisins ætla ég í samstarfi við AndreA að gefa veglega gjöf  HÉR  
Ég valdi þá þrjá hluti sem ég nota hvað mest og ætla gefa vinningshafanum þá.
Kimono – FANNY  leðurtaska & stafamen.


KIMONO:  Í lit og  sídd að eigin vali.
Þessa flík nota ég óendanlega mikið við allskonar tækifæri.  Kimono passar einhvern veginn við allt og er líka flottasti náttsloppur sem maður kemst í.  Ég nota kimono hversdags, spari, á ströndina og á veturnar fer ég í peysu og jakka yfir hann.  Kimono lífgar upp á lífið það er bara þannig :)

 


FANNY   leðurtaska í lit að eigin vali ….
Þessi taska er bara sú allra allra besta.  Ég er alltaf með hana, ég þarf ekki einu sinni að taka hana af mér þegar ég fer í bílbeltið,  ég er alltaf með tvær hendur lausar og svo er hún bara ótrúlega falleg og setur pínu punktinn yfir i-ið á dressið sem ég er í hverju sinni.


STAFAMEN:   stafurinn þinn & keðja í silfri eða 16 K gullhúðuðu silfri.  Persónulegt og fallegt skart sem passar við allt.


AFMÆLI … 

Við blásum að sjálfsögðu til afmælisveislu í versluninni – Norðurbakka 1 – Föstudaginn 2 nóvember frá kl 18-21 og þér er boðið ♡
Léttar veitingar, afmælisafsláttur og uppáhalds húðumhirðumerkið okkar BIOEFFECT verður á staðnum með húðmælingartæki sem mælir rakastig húðarinnar og dýpt á línum.
Allir sem versla fá gjöf frá BIOEFFECT.
Við erum búnar að vera á fullu að taka upp nýjar vörur fyrir afmælið,  vorum að fá dásamlegan jólailm frá DOFTA og tryllta vasa/kertastjaka frá RO.

 

See you friday 
LoveLove
AndreA

Instagram: @andreamagnus
Instagram: @andreabyandrea

 

 

 

 

 

STÖNDUM SAMAN

Skrifa Innlegg