fbpx

STÖNDUM SAMAN

LÍFIÐ

Október er senn á enda…  Bleikur október!

Mér finnst svo frábært að hafa þennan ágæta mánuð bleikan.
Ég á það til að ýta á undan mér eða gleyma að panta mér tíma hjá krabbameinsfélaginu en þegar sá bleiki mætir á svæðið og er út um allt þá eru engar afsakanir eftir,  það er bleikur dagur í skólanum hjá börnunum, bleikar vörur í verslunum & bleika slaufan sem fer ekki framhjá neinum.  Þá er ekki annað hægt en að muna að panta sér tíma.
Í ár varð ég líka vör við auglýsingu frá krabbameinsfélaginu á Instagram, þau senda bréf heim, samt vantar fullt af stelpum sem eru ekki að skila sér & þátttaka kvenna í skimun hefur minnkað.

Krabbameinsfélagið kallaði í ár eftir hjálp vinkonuhópa “STELPUR STÖNDUM SAMAN & VIRKJUM VINÁTTUNA”  þar sem heilu saumaklúbbarnir geta pantað  í einu & kannski aðallega að við pössum upp á hvor aðra og minnum hvor aðra á að panta tíma <3

SÍÐUSTU DAGAR ...

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1