ÞRIÐJUDAGUR AF BESTU GERÐ

LÍFIÐSAMSTARF
*Færslan er unnin í samstarfi við Apótekið/ okkur var boðið í “Afternoon tea”
Þriðjudagur er kannski ekki mest spennandi dagur vikunnar en fólk er oft mjög upptekið og búið að plana allar helgar langt fram í tímann, þá eru þriðjudagar fullkomnir til að hitta vinkonuhópinn og taka stöðuna.
Það er erfitt að finna tíma þar sem allir eru lausir, það varð þannig hjá okkur líka en það vantar tvær úr hópnum á myndina.

Síðdegiskaffi eða te er snilld, ekki á matmálstíma & ekki á vinnutíma.  Mér fannst ég sjálf varla ná þessu en fór samt og átti fáránlega gott síðdegi sem ég lifi á út vikuna.  Þetta er líka tímasetning sem ég mun klárlega nýta mér aftur, mér gekk óvenju vel að smala öllum saman.

Okkur var boðið á Apótekið í “Afternoon tea”,  þetta var upplifun, stemning, gaman og öðruvísi.  Teið sem við völdum var bleikt (sem er bónus) ávaxtate og ótrúlega gott (annars drekk ég ekki te eða jú núna) og maturinn upp á tíu, það voru bæði kökur sem voru ómótstæðilegar, brauð með laxi, vaffla með önd og fleira.

Æ hvað það er gott að brjóta upp rútínuna og hitta skemmtilegt fólk, hlæja og plana næstu partý.   Við gerum þetta nefnilega sjálf og enginn annar fyrir okkur, við verðum að vera dugleg að plana “hittinga”, leika og hafa gaman.  Ekki gleyma því  <3

Dagurinn minn endaði ekki hér,  ég fór í 4 ára afmæli hjá bróðurdóttur minni og þaðan á magnaða, sturlaða, ógleymanlega tónleika Arcade Fire í Laugardalshöllinni.  VÁ hvað þau eru góð.


Aldís Páls égErna HrundBrynja DanKolbrún Pálína (á myndina vantar Söru Regins & Hrefnu Dan ) = #Stjórnin


Já krakkar það þarf að æfa þetta líka #DELIALLICHALLENGE

Ein glöð kona á leiðinni heim eftir gott hláturskast og gleði með frábærum vinkonum.

Kimono: @andreabyandrea
Buxur: AndreA væntanlegar
Skór: Mads Norgaard

xxx
Andrea

INSTAGRAM: @andreamagnus
INSTAGRAM: @andreabyandrea

KAUPMANNAHÖFN / MÆLI MEÐ ...

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Hrefna Dan

    22. August 2018

    Ég er farin að telja niður dagana í næsta hitting… 30. sept komdu fljótt! <3