.. smekkbuxur fyrir barnið

BARNAVÖRUR

Ég fór aðeins í Igló+Indi um daginn á Skólavörðustíg. Stelpurnar sem vinna þar eiga hrós skilið, buðust strax til að hjálpa mér inn með vagninn.. og á meðan ég skoðaði fötin léku þær við Snædísi. Nei, þetta er góð þjónusta.. ég veit ekki hversu oft ég hef labbað úr verslun án þess að skoða en núna var lítið mál að virða allt fyrir sér.

Ég keypti tvo pífuboli á hana fyrir næsta sumar, þeir voru á útsölu. Það er nóg til á útsölunni.. en ég rak svo augun í svakalega flottar smekkbuxur hjá þeim sem eru úr nýju línunni. Alveg er ég viss um að þær eigi eftir að seljast vel.. ég kaupi þær næst – ég var óvart búin að kaupa of mikið þennan daginn, þið kannist kannski við það :)

Efnið var svo geggjað.. hafiði ekki komið við bómularefni og bara ahhhmmmm.. langaði að koma lengur við það. Svo las ég aðeins um buxurnar en framleiðsluferlið er til fyrirmyndar. Buxurnar fást hér og eru til í þremur litum.

Annars sá ég líka þessi sett á síðunni þeirra sem eru væntanleg (ég veit þó ekki hvenær).. þau eru líka ótrúlega sæt! Það sést hreinlega á myndunum hve góðar þessar buxur eru. Stroff að neðan og hátt mitti klikkar ekki :)

FALLEGRI KAUP: EMPWR PEYSUR

FÓLKÍSLENSK HÖNNUNSMÁFÓLKIÐ

Vinir mínir hjá iglo+indi í samstarfi við UN Women á Íslandi hafa síðustu mánuði unnið að samstarfsverkefni sem nú hefur litið dagsins ljós. Empwr peysan fer í sölu á morgun (fimmtudag).

Peysan er hönnuð bæði fyrir börn og fullorðna og er þetta í fyrsta sinn sem iglo+indi gefur út flík fyrir fullorðna. Allur ágóði sölunnar rennur til reksturs griðastaða UN Women fyrir konur á flótta og er því málefnið virkilega mikilvægt.

Prentið á peysunum er unnið úr mynstri sprottið frá Kamerún þar sem UN Women starfrækja griðastaði fyrir konur á flótta. Þar hljóta konurnar áfallahjálp, nám, atvinnutækifæri, öryggi, kraft og von.

Pressið á play hér að neðan –

PIPAR\TBWA og DÓTTIR gáfu vinnu sína við undirbúning átaksins auk þess sem hljómsveitin East of my Youth lánaði átakinu lagið Stronger.

TEAM iglo+indi öll klædd í EMPWR peysur
Karitas Diðriksdóttir, Höskuldur, Baldvin, Viktoría, Indí og Helga Ólafsdóttir

 

Í tilefni verkefnisins verður slegið upp partýii á Geira Smart og í portinu (gamla Hjartagarðinum) ef veður leyfir. Þar verður peysan seld í fyrsta sinn. Meira: HÉR

Ég hvet sem flesta til að leggja málefninu lið og styðja þannig í leiðinni við bakið á konum á flótta.
Gangi ykkur vel iglo+indi og UN Women.

Áfram Ísland!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

LÍFIÐ

ALBASMÁFÓLKIÐ

Processed with VSCO with b1 preset

Processed with VSCO with c1 preset
Ég hef átt 8 dásamleg ár sem mamma hennar Ölbu. Sú lukka sem það var að fá þessa óvæntu gleðisprengju inn í lífið okkar á sínum tíma. Um helgina fögnuðum við með íslensku íþróttafjölskyldunni og mín dama dressaði sig upp í íslenskt frá toppi til táar í sænsku veðurblíðunni.

//

8 years with our favorite Alba. We had birthday nr.1 with the Icelandic family in Kristianstad yesterday and birthday
nr.2 is scheduled tomorrow. Alba dressed up in Icelandic design (iglo+indi) for the big day – good choice :)

Processed with VSCO with c1 preset

Processed with VSCO with c1 preset

Processed with VSCO with c1 preset

Processed with VSCO with c1 preset

Processed with VSCO with c1 preset
Síðustu árin höfum við keypt hinar sívinsælu stafablöðrur, að þessu sinni valdi Alba 8 upplásnar hvítar blöðrur, sem “réðust á hana”  í myndatökunni fyrir mömmuna.

//

Happy.

 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

TOPP15 hjá i+i

ALBASMÁFÓLKIÐ

Vinir mínir hjá iglo+indi báðu mig að velja mínar uppáhalds flíkur úr sumarlínu merkisins. Ég get með sönnu sagt að það var ekki auðvelt verk því það var um margt að velja. Við erum nokkuð tengd þessari línu eins og lesendur mínir vita en Alba okkar er ein af módelunum, sjá: HÉR

Topp 15 listinn inniheldur þær flíkur sem ég vil klæða mín börn í sumar. Allar eru þær frá SS17 línu merkisins. Þegar ég pæli í því þá er iglo+indi eina íslenska tískumerkið sem hannar vörulínur tímabilum – er það ekki rétt hjá mér? Þá meina ég vetur sumar vor og haust. Til fyrirmyndar á svo mörgum sviðum enda virkilega duglegar konur þar innanborðs.

//

One of my favorite brands in Iceland, iglo+indi, ask me to pick out my favorites. It was not a easy job but I decided to pick out the summer dress for my kids, 1 year old Manuel and 8 years old Alba. Hope you like it!

Finnið allar “mínar” vörur: HÉR

img_4158

 

xx,-EG-.

 

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

ALBA FYRIR i+i

LOOKBOOKSMÁFÓLKIÐ

English Version Below

Mömmuhjartað bráðnaði niður í gólf þegar ég fékk sendar þessar myndir af Ölbunni – yndislegar með meiru.
Alba elskaði þennan dag og var orðin stórvinkona ljósmyndarans, Søs Uldall-Ekman, og stílistans, Ernu Bergmann.

Ég var auðvitað búin að tala heilan helling um þessa töku en afþví að SS17 vörurnar voru að koma í verslanir þá finnst mér tilvalið að deila þessum “nýju” myndum hér á bloggið.

iiss17-lupins-1 iiss17-lupins-2 iiss17-lupins-3 iiss17-lupins-4 iiss17-lupins-5 iiss17-lupins-6 iiss17-lupins-7 iiss17-lupins-8

CAT crew fæst: HÉR

iiss17-lupins-9 iiss17-lupins-10 iiss17-lupins-11 iiss17-lupins-12 iiss17-lupins-13 iiss17-lupins-14

 

CAT pants fást: HÉR

iiss17-lupins-15 iiss17-lupins-16 iiss17-yellowdoor-1 iiss17-yellowdoor-2

SPOTS pullover fæst: HÉR

iiss17-yellowdoor-5 iiss17-yellowdoor-6 iiss17-yellowdoor-8 iiss17-yellowdoor-12

 

iglo+indi SS17

Fæst: HÉR

//

I just got these beautiful photos on my mail this morning, from i+i photoshoot last summer. Alba had a great time in front of the camera as you can see – the crew was her new best friends after this day. They had a great atmosphere on the set – kids get to be kids.
The clothes just hit the stores in Iceland and online: HERE i+i SS17

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

i+i lífið

INSTAGRAMLÍFIÐSMÁFÓLKIÐ

English Version Below

Ég tók yfir Instagram reikninginn hjá iglo+indi um helgina. Voru einhverjir sem fylgdust með mér? Smáfólkið mitt klæddist íslenskum uppáhalds fötum alla dagana og mamman var með vélina á lofti til að fanga augnablikin. Mér fannst henta að hafa þemað þannig að fylgjendur fengju að vera fluga á vegg í okkar lífi – passaði best mínum persónulega stíl og bloggi. Við skreyttum jólatréð (Alba skreytti jólatréð), kíktum á listasafn, á handboltaleik og fórum í okkar fínasta púss. Að gamni deili ég myndunum með ykkur hér að neðan – annars getið þið fylgt i+i: HÉR

Nú er tími barnanna og þessi jólin á ég tvö! Ég er enn að átta mig á þeirri staðreynd, 11 mánuðum síðar.

img_9918 img_9933 img_9954

Þessi jólaskyrta er ekki bara ætluð strákum. Alba elskar sína! Fæst: HÉR

img_9960 img_9958 img_9948
Puffin lover og stóra systir í slá frá síðustu jólum – sú kom aftur í sölu þessi jólin.

img_9987 img_9994 img_9997
Sundays ..

img_0014 img_0019 img_0032

Jólabörn ..

//

I had a takeover on the iglo+indi instagram this weekend. My plan was to show the followers a little piece of my life. Of course my children chose i+i clothes for this occasion :)

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

 

AÐVENTUGJÖF #3

SMÁFÓLKIÐ

UPPFÆRT

Enn á ný er ég þakklát fyrir random.org sem hjálpa mér að velja af handahófi lesendur til að gleðja hverju sinni. Þær lukkulegu að þessu sinni eru

Viktoria Kr Guðbjartsdóttir

 – FYRIR HANA
&Telma Björk Helgadótti – FYRIR HANN

vinsamlegast hafið samband á eg@trendnet.is fyrir frekari upplýsingar.

________

Gleðilegan þriðja í aðventu kæru lesendur. Mikið líður tíminn hratt!! Aðventusunnudagar bjóða uppá nýjar aðventugjafir – í þetta sinn fyrir smáfólkið okkar.

adventuleikur3
Á hverju ári launcha vinir mínir hjá iglo+indi sérstakri Holiday línu og í ár var engin undantekning á þeirri hefð. Flíkurnar eru vinsælar og rjúka fljótt út hverju sinni en ég fékk að taka frá mínar uppáhalds til að deila með ykkur og í framhaldinu gefa tveimur heppnum mömmum – “fyrir hann” og “fyrir hana”.

Stelpudressið er galakjóll með pilsi sem gaman er að snúa sér í.
Strákadressið er í þæginlegri deildinni með þessar mjúku aðsniðnu buxur og “Emil” skyrtu við.

Hér að neðan eru mínir molar á leið á jólaball gærdagsins. Sá minni í fyrsta sinn í skyrtu (ég bilast úr krúttleika) og sú eldri montin með sig í pallíettu og tjulli eins og það gerist hátíðlegast.

 

img_9663img_9664

 

Ertu stráka eða stelpu mamma/pabbi/amma/afi/frænka/frændi/vinkona/vinur? … Eða hvað sem er?
Hvort viltu gleðja stúlku eða dreng?

LEIKREGLUR

1. Skrifaðu komment á þessa færslu: “Fyrir hann” eða “Fyrir hana” ?
2. Smelltu á Facebook “Deila” hnappinn hér niðri til hægri.
3. Líkar ekki öllum við Elisabetgunnars á Facebook? (ekki skilyrði til að vinna)

Ég dreg út 2 heppna vinningshafa á miðvikudagskvöld (14.12.16) –

 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

IGLO+INDI 8 ÁRA

Íslensk hönnunPersónulegt

Við mæðginin kíktum í afmælisboð hjá Iglo+Indi í dag í tilefni 8 ára afmælis þeirra (vá). Ég er kannski ekki sú duglegasta að mæta á opnanir eða í boðsveislur, það er einfaldlega ekki “mitt thing”. En Iglo+Indi eru svo góðir vinir okkar hér á Trendnet að ég gat hreinlega ekki sleppt því að samgleðjast með þeim ásamt því að það var tilvalið að geta tekið Bjart Elías með mér í þetta skemmtilega boð. Bjartur skemmti sér síðan alveg konunglega, fékk krakka tattoo, blöðrur og kleinu með súkkulaði og glimmeri og vildi helst ekki fara heim. Hljóp síðan hlæjandi um Smáralindina með tvær blöðrur í bandi og enduðum síðan í feluleik í fatahengjum í ónefndum tískuverslunum. Gott að enda daginn á þessum nótum.

Screen Shot 2016-09-29 at 21.22.3614536498_10155257939768332_850979372_o

Takk fyrir okkur í dag Iglo+Indi og hamingjuóskir með þennan risa stóra áfanga að verða 8 ára. Áfram íslensk hönnun!

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

IGLO+INDI: Suburban Adventures

ÍSLENSK HÖNNUNSMÁFÓLKIÐ

English Version Below

14193584_10154002691297568_1599659771_nSunnudagar eru betri en mánudagar (!)  … þessi mynd var tekin í góðu tómi á sólríkum sunnudegi hér heima. Mánudagurinn í dag er búinn að vera heldur erfiðari.

Góðan daginn! Þetta er mesti mánudagur sem ég hef átt í lengri tíma. Úff .. Hugsa að ég hlífi ykkur við atriðunum sem hafa átt sér stað á mínum bæ í dag. En það er lítið sem gengur upp. Smá eins og einhver sé að stríða mér (!) .. Þegar maður á svoleiðis daga þá er mikilvægt að búa til ljósari móment. Myndbandið hér að neðan býr til bros á andlitið – myndband sem fangaði mómentið “á bak við tjöldin” í myndatöku Iglo+Indi fyrir næsta sumar. Þar var ég með Ölbunni minni sem elskaði að módelast með frábæru fólki þennan íslenska sumardag. Hún situr líka mér við hlið “í þessum skrifuðu” og dillir sér við Glowie á repeat. Ef einhverjum langar að dilla sér og brosa , pressið þá á play –

 

Video by Ágústa Ýr
Music by Glowie – No Lie

 

//

Oh my … this Monday have not been the best one, but than you find things that make a smile on youre face – like this video above.
Iglo+Indi describe this collaction on this way:

For Spring/Summer 2017, iglo+indi draws inspiration from the suburban life in Iceland. The setting is a small town surrounded by nature. The kids wake up early, dressed in layers of clothes, a cat dress paired with bubblegum leggings and an oversized sweater from their big sister. They fill their backpacks with their favourite things, a favourite doll, a jar for bugs and butterflies and food to last the whole day. They put their little cat in the basket, jump on their bikes and off they go for exploration and new adventures, only to return home
under the midnight sun.

I feel it when I watch this backstage video, and dance to Glowie (icelandic singer) with minimi (Alba) , one of the models.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

IGLO+INDI NÆSTA SUMAR

INSPIRATIONÍSLENSK HÖNNUNSMÁFÓLKIÐ

English Version Below

Jibbý !! Ég hef sjaldan verið jafn spennt fyrir herferð hjá vinum mínum í Iglo+Indi. Í SS17 myndaþættinum má finna Ölbu meðal annarra yndislegra barna sem tóku þátt að þessu sinni. Myndirnar hafa hvergi verið birtar á Íslandi og því þykir mér frábært að fá tækifæri til að deila þeim með ykkur hér á blogginu.

Eins og áður halda þau lífleika í hönnun sinni sem endurspeglast í myndaþættinum. Litarvalið er einstaklega fallegt næsta sumar, pastel litir fara börnum svo vel eins og sést á myndunum. Það besta við myndatökurnar er að þær snúast um að börnin skemmti sér og ljósmyndarinn fangar stemninguna vel.
Ég er strax komin með nokkra hluti á minn óskalista.

Myndirnar eru æðislegar, ég hvet ykkur til að smella á þá fyrstu og fletta þannig í gegn…

 

Ljósmyndari: Søs Uldall-Ekman
Stílisti: Erna Bergmann
Hár: Theódóra Mjöll
Aðstoð: Sandra Vilborg Jónsdóttir

//

I love the new lookbook from one of my favorite children brands – Iglo+Indi.
The lookbook is for next summer and my little Alba participated this time. The photos capture the atmosphere on the set, the children are having fun in the sun!
I already have some items on my wishlist…

 xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR