fbpx

SMÁFÓLKIÐ: HAUST

ALBASMÁFÓLKIÐ

Það er mánudagur í dag og ég er ekki alveg tilbúin í nýja vinnuviku. Ég reyni þó að komast í gírinn með því að fletta í gegnum myndir frá stefnumóti helgarinnar við smáfólkið mitt. Við áttum ljúfar stundir þegar við heimsóttum gamlan hallargarð hér í nágrenni við heimili okkar. Ég var með myndivélina á lofti og náði að fanga falleg haustmóment sem ég deildi svo á Instagram í kjölfarið. Ég er í fyrsta sinn að gefa og gleðja á þeim ágæta miðli og er virkilega ánægð með þátttökuna. Kannski er þetta eitthvað sem maður á að gera meira af? Það er jú sælla að gefa en að þiggja og frábært að ég fái tækifæri á slíku.
Í þetta sinn eru það vinir okkar hjá iglo+indi sem gefa veglega inneign og það er greinilegt að ég er ekki ein um það að vera hrifin af þessu íslenska vörumerki sem gerir svo vel og stækkar hratt.

Ég elska að klæða mín börn í íslenskt þegar við búum erlendis. Ekki er það verra að flíkurnar frá iglo+indi eru framleiddar við bestu aðstæður með sjálfbærni að leiðarljósi. Allar flíkurnar eru úr lífrænni bómul sem börnin mín elska að klæðast – mjúkt og gott fyrir litla kroppa.
Kíkið endilega á Instagram myndina mína ef þið viljið taka þátt í leiknum. Ég dreg út heppinn fylgjanda á morgun, þriðjudag.

//

I had a weekend date with my kids while their dad was travelling with his teammates. I captured great autumn moments at a old castle garden close to our home which I shared with you on my Instagram account. I am, for the first time, hosting a give-away on my personal account and I am so pleased with all your comments – it’s always a pleasure to please others. The give-away is in cooperation with my friends at Iglo + Indi. It’s a big favourite in my children closet and I really love to dress them up in Icelandic design when living abroad. It’s also a big plus that their clothes are made from organic cotton and in their factories they ensure fair working conditions.

Please check out my Instagram account and leave a comment.

 

Alba er klædd í Black tulle dress og Lips sokka.
Manuel er í Caramel star samstæðudressi.
Fæst: HÉR
og frekari upplýsingar um leikinn: HÉR

Fallegi árstími og yndislegi staður.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

DRESS

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Rósa Margrét

    2. October 2017

    Æðislega falleg hönnun og fallegar myndir!