fbpx

HELGIN… LITLU HLUTIRNIR

AndreAHELGINIGLO+INDILÍFIÐREYKJAVÍK

*Fatnaðurinn sem ég er í er að hluta til frá mínu eigin merki/verslun: AndreA

Helgin …
Þegar það koma helgar með engin plön, engin partý, engin afmæli, enga vinnu, engin fótboltamót og bara ekkert að frétta…. Ég elska að eiga svoleiðis helgar, alla vega svona inn á milli :)
Sunnudagurinn var fallegur, ég fór í miðbæinn og rölti um, ég fór meira að segja niður að tjörn barnlaus og brauðlaus :)
Þetta verður svona þegar börnin eru orðin of upptekin til að leika við mömmu og pabba.   Miðborgin okkar er svo falleg og magnað að sjá allar breytingarnar, þetta er í alvöru fyrir úthverfispíu eins og mig eins og að fara til útlanda í einn dag.


Ég sver það…  þær voru báðar með haus :)

Eftir miðbæinn var kominn tími á börn …  Ég heimsótti þessar sjúklega sætu frænkur mínar (dætur bróður míns) sem eru heimsins mestu dúllur.  Ég fékk þessa frábæru hugmynd að reyna ná flottri mynd af þeim systrum…. Tveggja og fjögurra ára, hvernig gekk ?  Well,  þær snéru aldrei eins, voru aldrei í fókus, brostu aldrei á sama tíma eeen það var ótrúlega gaman hjá okkur sem skiptir auðvitað öllu.  Þær hoppuðu, dönsuðu og snéru sér í hringi, þær voru ekki lengi að spotta skóna mína og fengu að sjálfsögðu að prófa þá ;)

Kjólarnir þeirra eru frá Igló+Indí, hversu sætir ?

Ég fékk góða hjálp samt frá foreldrum þeirra eins og sést :)

Hvað gerðir þú  um helgina? Ekki neitt og það var akkúrat það sem ég þurfti,  stundum eru litlu hlutirnir mikilvægastir, eyða tíma með sínum nánustu , hlæja smá, horfa á lélega bíómynd já eða góða og bara njóta.  Það hafa verið svo óteljandi helgar og tímabil þar sem við erum í framkvæmdum, prófum, verkefnaskilum eða einhverju álíka,  þá dreymdi mig um svona helgi, þar sem akkúrat ekkert væri á dagskrá,  þegar svoleiðis helgar koma svo loksins þarf maður að minna sig á að svona helgi var einmitt á óskalistanum.

LoveLove
AndreA

Instagram: @andreamagnus
Instagram: @andreabyandrea

VIKAN 80 ÁRA

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1