fbpx

VIKAN 80 ÁRA

VIKAN

Vikan 80 ára ….

Ég var að koma heim úr áttræðisafmæli :)
Magnað að VIKAN sé orðin svona gömul en hún lítur bara nokkuð vel út miðað við aldur eins og Steingerður ritstjóri Vikunnar benti mér á í kvöld. Forsíðuna prýðir drottningin Birgitta Haukdal en myndin er tekin af vinkonu minni Aldísi Pálsdóttur ljósmyndara í fallegasta stiga landsins í Safnahúsinu.

Mynd: Aldís Pálsdóttir / Vikan
Mynd: Aldís Pálsdóttir / Vikan

Þegar ég var komin heim var ég hugsi yfir því hvernig líf tímarita og ljósmynda hefur breyst með allri tækninni, stafrænum myndavélum símum, instagram og öllu hinu.  Ég elska að eiga stund og lesa blöð, skoða myndir og fá innblástur en upplýsingaflæðið og hraðinn sem er á öllu í dag er rosalegur.  Það fer ekkert framhjá manni, endlaus píp og ding og maður má ekki missa af neinu.
Hvernig ætli  þetta hafi verið fyrir 60 árum ?

Ég gramsaði aðeins í skápunum mínum af því að ég mundi eftir því að við áttum þar gömul VIKU blöð,  þau eru frá árinu 1959  eða 59 ára gömul og kostuðu heilar 10 krónur í þá daga.  Ég er samt enginn safnari en tengdapabbi kom með þessi blöð hingað um daginn,  það er gaman að skoða, lesa, og sjá  auglýsingarnar.  Og já það hefur svo sannarlega mikið breyst.


Auglýsingarnar hafa breyst mikið í gegnum tíðina, ég leyfi hér nokkrum að fylgja. Mjög gott verð á eldavélum og ég ætti kannski að prófa coca cola með saumaskapnum ?

 


Afmælið var æðislegt og ég óska VIKUNNI og öllum sem þar vinna innilega til hamingju með daginn og dáist að þeim að koma með nýja Viku í hverri viku með áhugaverðum viðtölum og fallegum myndum.   Ég er ekki hlutlaus þar sem ég fylgist extra vel með Aldísi “minni” sem er með mér á myndunum hér fyrir ofan eða “PALDIS  ljósmyndari” en hún tekur mikið af myndunum fyrir blaðið og ég ætla að láta Instagram-ið hennar fylgja hér með.

 

LoveLove
Andrea

Instagram: @andreamagnus
Instagram: @andreabyandrea

 

SUNNUDAGS

Skrifa Innlegg