Ég skrifaði um smekkbuxurnar frá Igló+Indi (sjá hér) um daginn.. þær höfðu samband við mig frá búðinni og vildu endilega gefa mér eitt stykki. Þær eru í stærð 12-18 mánaða og eru enn aðeins of langar á Snædísi en það kemur ekki að sök þegar það er búið að bretta upp á skálmarnar. Þær eru æðislegar, og það sem er sérstaklega gott við þær eru smellurnar á innanverðum skálmunum.. ég á aðrar smekkbuxur án smellna og það þarf því alltaf að klæða hana úr buxunum. Hún var svo sæt í þeim í gær á afmælisdaginn sinn, en í gær var fyrsti afmælisdagurinn hennar.
Annars rakst ég á þessi sætu kanínueyru í Forever21… ég beið í fáranlega langri röð fyrir þau… ég gat hreinlega ekki sleppt þeim en fyrirmyndin hlýtur að vera kanínueyrun frá Maison Michel. Mig langar í fleiri týpur en það er til ógrynni af útgáfum á forever21.com.
Igló+Indí smekkbuxur: fást hér.
Kanínueyru: svipuð fást hér.
Skrifa Innlegg