MALMÖ: OUTFIT

FERÐALÖGLÍFIÐLOOKTÍSKA

Malmö💛| #Malmö

A post shared by Sigríður Margrét (@sigridurr) on

Dress póstur dagsins kemur frá Malmö en ég & Gummi eyddum þar síðustu helgi í þessari fallegu borg, meira um það hér!  Ég hef mikið verið að fjalla um fallega blazer-a ( sjá nánar hér ) en þetta fallega suit er frá H&M & hatturinn líka, bolurinn er frá Topshop & skórnir eru frá MANGO en það var einn af mínum æðislegum lesendum sem benti mér á skóna ( en ég fjallaði um svipaða skó frá Balenciaga hér ) Endilega smellið á hjartað ef ykkur líkar við outfit dagsins!

English version –
Today’s outfit post is from Malmö, but Gummi & I spent the weekend in this beautiful city, more about it here! But I’ve been looking all over the place for the perfect blazer ( see here ) but this beautiful suit is from H&M & the hat is also from H&M, the shirt is from Topshop & shoes are from MANGO but it was one of my wonderful readers who told me about those shoes, ( I talked about similar shoes from Balenciaga here ) Click on the heart if you like this outfit!

x

TOP 10 HAUST ESSENTIALS:

LISTIÓSKALISTINNTÍSKAWANT

Nú fer að styttast í haustið & er þá tímabært að henda í Top 10 Haust Essentials en að þessu sinni eru þær útvöldu vörur frá 66°Norður. Þar sem það rignir endalaust hér í Kaupmannahöfn er mikilvægt að eiga góðar vatnsheldar vörur en 66°Norður selur fullt af frábærum vatnsheldum & hlýjum flíkum. Ég er virkilega spennt fyrir vetrinum & verður gaman að sjá hvað rúllar út hjá 66°Norður. Hér er listi af mínum uppáhalds top 10 vörum frá 66°Norður sem eru sniðugar fyrir haustið –

Now that fall is just around the corner I decided to do a list of Top 10 Autumn Essentials, I selected only products from 66°North. Since it’s raining a lot here in Copenhagen, it’s important to have good waterproofing products but 66°North sells great waterproof and warm garments. I am really excited to see what product 66°North are introducing this winter. Here is a list of my favorite top 10 products from 66°North that are nice for this fall –

x

Bylur ullarpeysa, ég gjörsamlega féll fyrir þessari! Rauði liturinn er svo fallegur/ Love this sweater, the color is so beautiful – 
Laugavegur regnkápa! Þessi æðislega regnkápa er mjög hentug hér í Köben þar sem það ætlar bókstaflega ekki að hætta að rigna/ You will need a raincoat this fall especially here in Copenhagen –Esja GORE-TEX kápa! Ég er alltaf mjög veik fyrir síðum kápum & þessum lit einnig/ I am a sucker for long coats and also this color – 
Ég er svo hrifin af þessu setti (buxur að neðan)! Þessi ullarbolur & ullarbuxur er fullkomið combó á köldum degi, enda bæði úr 100% Merino ull/ This set is just perfect for cold winter nights  – Básar ullarbuxur – Vatnsheldur bakpoki… enn & aftur hentugt í skólann þar sem það rignar mikið hér/ Waterproof backpack for school – 
Dimmuborgir, sniðið á þessum heillar mig & hann er einnig mjög stílhreinn/ I like this one it is so minimal and light – 
Esja GORE-TEX kápa! Enn & aftur er það liturinn & síddin sem heillar mig/ I am in love with this color – 
Hofsjökull PrimaDown jakki þessi er fullkomin þar sem það er farið að kólna/ This one is perfect because it is getting colder – Bankastræti buxur, þessar eru æðislegar/ I love these pants –
Þessi færsla er unnin í samstarfi við 66°Norður – 

AUTUMN VIBES:

INNBLÁSTURTÍSKA

Nú fer að styttast í haustið & ákvað ég að henda í smá inspó í tileni þess. Ég er mjög spennt fyrir haustinu enda hef ég aldrei verið í Köben að hausti til!

Now that autumn is just right around the corner, I decided to show you guys some fashion inspiration. I am really excited for autumn since I have never been in Copenhagen during the colder months!

Myndirnar fann ég á Pinterest/The photos are from Pinterest!

x

ZARA: HAUST OUTFIT

LOOKTÍSKA

yas2

Ég hef alltaf verið mest hrifn af haust- & vetrarfatnaði. Þá getur maður leyft sér að klæðast mörgum lögum, vera í fallegum yfirhöfnum, vera með aukahluti eins & trefla, húfur & fleira. Ég er mjög hrifin af haust & vetrar flíkunum núna í Zara hérna heima. Það er margt í ljósum & léttum litum eins & beige, camel, nude, ljós grár & fleira. Ég er alveg kolfallin fyrir þessum litum & ég mun mikið klæðast þeim í haust & vetur.

//Mokkajakki: ZARA.
//Peysa: ZARA.
//Buxur: ZARA.
//SKÓR: VAGABOND.

x

yas7 yas6 yas8 yas5 yas4 yas3     Endilega fylgist með mér á Instagram: @sigridurr, & einnig á SnapChat undir nafninu siggamagga

trendnet

Annað dress: kósý knit

Annað DressFashionFW15Lífið MittNýtt í FataskápnumTrend

Ég hef tekið ástfóstri við camel brúna liti og brúngula tóna, mér finnst eitthvað svo dásamlega fallegt við þessa liti og svo svakalega haustlegt því þeir minna dáldið á litina á laufblöðunum sem eru að falla af trjánum núna. Ég kolféll fyrir glæsilegri peysu inní VILA fyrir helgi og dró Aðalstein þangað með mér í dag til að kaupa hana – já hún er það falleg að ég gat bara alls ekki hætt að hugsa um hana og ég held margar hverjar muni skilja mig vel þegar þið sjáið hana…

kósýknit3

Þessi litur er bara gordjöss og ég vil meina það að hann fari mér, augunum og hárlitnum alveg sérstaklega vel. Hún er alveg svakalega hlý en ég hafði smá áhyggjur að mig myndi klæja undan henni og ég finn svona smá fiðring í hálsinum en það er samt ekki kláði en ég held það muni bara venjast. Ég skila nefninlega hiklaust flíkum sem mig klæjar undan ég get ekki svoleiðis og þær flíkur safna bara ryki inní mínum fataskáp – en þessi mun ekki gera það.

kósýknit5

Peysa: Object fæst í VILA, ég elska Object vörurnar inní VILA og undanfarið hef ég nánast bara keypt frá því merki inní búð en síðustu línur frá þessu fallega merki hafa bara verið svo glæsilegar. Peysan er aðeins síðari að aftan en framan sem mér finnst dáldið skemmtilegt því þá getur maður sett fleiri lög af klæðum inn fyrir peysuna og þá kemur skemmtileg áferð í heildardressið. Ég sé fyrir mér að það verði gaman að klæðast t.d. skyrtum inn undir þessa. Rúllukragar eru svo kósý í svona köldu haustveðri, þá langar manni bara að pakka sér inn í eitthvar þægilegt og þá skemmir ekki fyrir þegar flíkurnar eru fallegar eins og þessi.

Buxur: Pieces fást í VILA, ég er búin að vera með augastað á þessum buxum lengi. Ég passa ennþá ekki í neinar buxur í fataskápnum og ég er svona smám saman að verða meira og meira miður mín yfir því þar sem mér finnst að auka kílóin eigi að vera farin en þá þarf ég að minna mig á það að ég er nýbúin að eiga barn og líkaminn er í hönki og ég á mjög erfitt með að hreyfa mig svo ég verð bara að taka þessu með smá ró og aðeins meiri ró. En buxurnar eru eins og einhvers konar reiðbuxur, það er svona falleg glans áferð á þeim og þær eru svaka þægilegar. Gott að eiga einar svona superslim svartar í fataskápnum. Þessum er bara rennt upp á hliðinni og þær eru með góðri teygju í sér en þó ekki í mittinu sem er gott því þær sitja fastar á mjöðmunum og eru ekkert að renna niður.

kósýknit

Skór: Camilla Pihl fyrir Bianco. Einhverjir allra bestu skór sem ég hef komist í á ævinni. Ég á þessa líka í svörtu og ég stóðst ekki mátið og fékk líka þessa brúnu þegar þeir komu núna fyrr í haust. Ég sá svo að hún Elísabet mín náði líka að panta inn dökkbrúnu rússkinsútgáfuna af þessum – sjitt hvað þeir eru gordjöss en þeir eru alveg svona súkkulaðibrúnir. Ég er ekkert að ýkja þegar ég segi að þessir skór séu einhverjir þeir þægilegustu í skóskápnum mínum og ég elska líka að eiga svona fancy ökklastígvél sem ganga vel við fínni dress.

kósýknit2

Ég er in love af þessum lit! Aldrei þessu vant tóks mér að bæta við peysu í fataskápinn minn sem er ekkert lík neinni annarri sem fyrirfinnst þar. Ég sé svo fyrir mér að það verði fullkomið að bæta við ljósblárri skyrtu undir peysuna en það var einmitt ein ofboðslega falleg til inní VILA frá Object sem ég var næstum því búin að kaupa líka en nei… ég á víst nokkrar svoleiðis, fleiri en þrjár meirað segja :) Svo held ég það verði líka gaman að bæta við rúllukraga bol undir peysuna til að gera hann enn meira kósý.

Ég er alveg að fara að taka þetta haust og kuldann sem því fylgir í sátt en helst eiginlega bara útaf þessum kósý haustklæðnaði sem fyllir verslanir. Svo hlakka ég líka til að fara gera kósý stemmingu heima á kvöldin með kertaljósi og kúra undir teppi. Sá tími mun þó ekki koma fyr en ég er búin að skila af mér í prent! Ég ætla reyndar að taka smá frí á morgun bara af því ég á afmæli – 20 & sexý!

Erna Hrund

Haustlitirnir eru mættir…

Ég Mæli MeðFW15neglurOPITrend

Vörunar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Ég stóð út við gluggann hjá vinkonu minni í morgun hún er með útsýni yfir allan Laugardalinn og ég stóð þarna og dáðist af fallegu haustlitunum. Ég elska haustið og litadýrðina sem fylgir því, það er eitthvað svo ofboðslega fallegt við haustlitina, hlýjan og allir fallegu mismunandi litirnir sem umkringja mann.

Ég fékk fyrir stuttu tvo nýja haustliti úr Infinity Shine línunni frá OPI. Infinite Shine lökkin eru notuð með sérstöku yfir- og undirlakki frá OPI og þau gefa eins konar geláferð á litina og þau fá svakalega glans sem endist í fleiri daga en venjuleg. Haustlitirnir eru hver öðrum fallegri og mér var hugsað til þeirra þegar ég dáðist af litadýrðinni í Laugardalnum.

haustlökk

Hér sjáið þið litina sem ég valdi mér HÉR getið þið skoðað hina litina. Þessir tveir eru alveg svakalega fallegir og akkurat svona litir sem heilla mig í förðun og fatavali fyrir haustið.

haustlökk3

YOU SUSTAIN ME

Fallegur kaldur brúntóna litur með léttum plómuáhrifum. Þessi finnst mér alveg virkilega fallegur og hann kemur svakalega vel út á nöglunum mínum. Þetta er litur sem hefur verið áberandi á nöglum núna undanfarið og áberandi fyrir varir. Svo sannarlega litur sem gerir allt aðeins meira elegant.

haustlökk2

 LINGER OVER COFFEE

Brúntóna burgundy litur líka með köldum tónum. Þessi finnst mér alveg sérstaklega fallegur og klárlega flottasti liturinn í línunni að mínu mati. Dökkur, dramatískur og fullur af hausti. Þessi litur er mjög áberandi í fataverslunum landsins þessa stundina og ég væri sérstaklega til í skó eða yfirhöfn í þessum lit.

Ég verð að lokum að hrósa OPI fyrir mjög flottar línur núna undanfarið. Nú þarf ég aðeins að fara að lesa mér til og sjá hvort mögulega eitthvað hafi breyst. Línurnar eru minni, litirnir eru ólíkari og miklu meira af nýjum litatónum. Stundum fannst mér eins og það væru bara sömu litirnir ár eftir ár sérstaklega þegar það komu silurlituð lökk í fjórum línum í röð. Haustlúkkið og haustlúkkið í Infinity Shine hafa verið sérstaklega flott og trendí og mér finnst þetta virkilega vel gert hjá merkinu!

EH

Annað dress: net & nýjir skór

Annað DressBiancoFW15Lífið MittOrobluShopTrend

Mig langar að byrja á því að þakka kærlega fyrir ofboðslega fallegar kveðjur og falleg orð sem ég hef fengið frá ykkur frá því ég birti mömmuleikfimi færsluna mína í gær. Það er svo ótrúlegt hvað pressan á okkur mæður getur verið mikil ekki bara frá okkur sjálfum heldur líka fólkinu í kringum okkur. En munið að það besta sem þið getið gert fyrir ykkur sjálfar og fyrir barnið ykkar er að hlusta á líkamann. Margar komast fljótt í gang, sumar taka sinn tíma – það sem mestu skiptir er að við gerum þetta fyrir okkur sjálfar en ekki af því einhver annar er að pressa á okkur. Við þurfum ekki bara að halda líkamlegri heilsu til að vera hamingjusamar mæður við þurfum líka að passa uppá okkar andlegu heilsu***

En mig langaði að deila með ykkur svona fyrsta almennilega haustdressinu sem ég klæddist um helgina í þessu fína haustveðri sem við fengum á sunnudaginn. Ég er samt að elska þetta haustið og vorið eru mínar uppáhalds árstíðir svo gaman að fylgjast með náttúrunni breytast :)

annaðdressnet6

Hlýr trefill, þykkur peysujakki, uppáhalds pleather buxurnar, nýjir skór og uppáhalds trendsokkarnir fyrir haustið!

annaðdressnet

Skór: Hönnun Trine Kjaer (trineswardrobe.com) fyrir Bianco, ég get ekki annað sagt en að ég sé svakalega ánægð með það að uppáhalds skóbúðin sé ekki bara að vinna með uppáhalds norska bloggaranum mínum henni Camillu Pihl en þegar ég frétti af samstarfi þeirra og Trine, sem er uppáhalds danski bloggarinn minn, í byrjun ársins þá æpti ég af spenningi. Það komu tvö skópör úr línunni hennar til landsins og ég fékk þá báða. Þessir sem þið sjáið hér eru einir af þeim – hinir eru einir af tveim skópörum sem koma til greina fyrir brúðkaupið okkar Aðalsteins. Þessir eru leður að innan en einskonar plastkennd áferð að utan. Þessi fallegi blái litur á skónnum kemur svakalega vel út auk þess sem það glansar svo svakalega flott á þá. Mér finnst þetta alveg sjúklega flottir skór og ég vona að Bianco haldi samstarfi sínu við hana Trine áfram.

Sokkar: Tricot frá Oroblu, þessa fínu netasokka tek ég reglulega fram á haustin. Mér finnst þeir setja svo skemmtilegan svip á heildardressið þegar ég er í svona opnum skóm. Þeir rokka líka einhvern vegin upp dressið og eins og einn fyrrum samstarfsmaður minn lagði til á Instagram þá má setja að þetta sé svon TRENDNET! Mér finnst ómissandi að eiga netasokka og netasokkabuxur í fataskápnum fyrir haustið – mæli með að þið tékkið á þessum. Ég er búin að eiga þessa ábyggilega í 1 og hálft ár og það sér ekki á þeim!

annaðdressnet3

Trefill: Pieces frá Vero Moda, ég fékk fyrir litunum í þessum. Þessi fallegi camel litur er einn af aðallitum haustsins og þessi pastelblái er einn af aðal litum síðasta sumars. Saman mætast því trendlitir árstíðanna beggja í einum trefli. Hann er s.s. brúnn enum megin og blár á móti og það er svo gaman hvernig hann breytist bara eftir því hvernig ég set hann á mig. Þarna sneri ég uppá hann þannig þið gætuð séð báða liti en svo get ég alveg líka haft hann þannig að camel liturinn sé aðal eða blái sé aðal. Svo er annað að hann er fáránlega hlýr og mjög stór og breiður svo það er hægt að vefja sér alveg inní hann. Stórir treflar og góðar yfirhafnir eru ómissandi fyrir íslenskan vetur. Síðasta vetur voru svona treflar sömuleiðis mjög vinsælir, ég fékk alltaf valkvíða þegar þeir komu til okkar í Vero Moda og missti af þessum sem mér fannst flottastir – það kom þó ekki fyrir í þetta sinn!

annaðdressnet5

Peysukápa: Only frá Vero Moda, ég veit að vísu ekkert hvað ég á að kalla þessa yfirhöfn því hún er eins og peysa en hún er samt alveg svakalega hlý og þétt í sér og er yfirhöfn svo hún er líka kápa – ég er mjög ráðvillt. En hlý er hún! Við fórum í heillangan göngutúr og ég var bara í þessari og með trefilinn um hálsinn og var í þunnri peysu innan undir – mér leið svo vel. Ég er alveg svakalega mikil peysu kelling en það er gott að eiga nokkrar hlýjar í fataskápnum.

Pleather buxur: So Cool frá Only í Vero Moda, flottustu pleather buxur sögunnar! Ég elsa þessar, áferðin á efninu er svo flott og minni óneitanlega á ekta leður. Það ískrar ekki í þeim þegar maður labbar – hata það – og þær eru svo mjúkar að innan að maður festist ekki í þeim – hata þegar það gerist líka. Ég nota þessar við kjóla, sem buxur – þær eru með rassvösum en ég set reyndar alltaf eitthvað aðeins svona yfir þær en það þarf ekkert endilega. Svo er hægt að bretta uppá þær eins og ég geri hér. Í alvörunni einar flottustu pleather buxurnar sem þið fáið – ég elska mínar og þetta voru einar af fáum buxum sem ég gat notað alla meðgönguna. Já ég var í þessum komin rúmar 30 vikur á leið og þið munið nú eftir því hvernig ég leit út ;)

Æðislegt að fá smá haust inní fataskápinn ég elska þegar búðirnar okkar fyllast af fallegum haustvörum og litum þær verða svo hlýjar og kósý.

EH

p.s. þetta er síðasta dressfærslan þar sem ég sést með allt þetta svakalega síða hár – það fengu 15 cm að fjúka í gær og það er svo flott!!

Ladylike

EssieLífið MittneglurNýtt í snyrtibuddunni minniTrend

Jæja ég veit ég hljóma stundum eins og biluð plata en svona er ég bara og ég mun líklegast ekki berytast mikið á næstunni. Ég búin að uppgötva nýjan uppáhalds lit frá essie! Þegar ég skrifa uppáhalds þá meina ég að hann er nýr inná topp 20 listanum mínum yfir flottustu essie litina þar sem allir 20 litirnir eru í 1. sæti því ég get ekki gert uppá milli þeirra.

Má ég kynna ykkur fyrir Ladylike…

ladylike

Ladylike frá essie

Ég veit ekki afhverju en ég hef bara aldrei verið neitt að missa mig yfir þessum lit með því að horfa á hann í glasinu það voru svo margir aðrir sem öskruðu á mig. Ég er þó kolfallin fyrir þessum grátóna nude bleika lit með þessum fallega glans, klassísku áferð og frábæru endingu. Liturinn var svona á nöglunum – pörfekt í 7 daga þar til ég braut eina nögl og ákvað þá að klippa þær allar, taka litinn af og næra þær með Grow Strong næringu frá essie.

Ég ætla að taka mér það leyfi og segja að þessi verði einn af trendlitum haustsins frá merkinu – hvað segið þið?

Fullkominn litur til að bæta á haustnaglalakka innkaupalistann – maður á aldrei of mörg lökk frá essie!

EH

Vöruna sem ég skrifa um hér keypti ég sjálf. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

HAUST & VETUR HJÁ BLOOMINGVILLE

Fyrir heimiliðHönnun

Hafið þið séð haust/vetrarlínuna frá Bloomingville, ég rakst á bæklinginn á netvafri í kvöld og hann er mjög fallegur. Ég viðurkenni þó að ég á ekki einn hlut frá þeim en ég sá þónokkra í bækingnum sem ég gæti vel hugsað mér að eiga. Lituðu gærurnar eru sérstaklega skemmtilegar ásamt fullt af fallegum smáhlutum.

Bloomingville-catalog-2 Bloomingville-catalog-5 Bloomingville-catalog-6 Bloomingville-catalog-8 Bloomingville-catalog-11 Bloomingville-catalog-12 Bloomingville-catalog-13Screen Shot 2014-10-21 at 11.37.40 PMScreen Shot 2014-10-21 at 11.38.13 PM

Bæklinginn í heild sinni er hægt að skoða hér. 

Fyrsti snjódagurinn og þá er um að gera að kúra sig undir teppi og fletta (net)tímariti!

x Svana

Annað Dress: Mæðgin á sunnudegi

Annað DressLífið MittNýtt í FataskápnumTinni & Tumi

Ég átti ansi góða helgi þó ég segi sjálf frá – dagarnir fóru mest í að vera bara með strákunum mínum og setja saman heimilið sem hefur setið á hakanum á meðan ég kláraði að senda í prent. En fyrstu myndir voru hengdar á veggi á laugardaginn og það fækkar stöðugt í kassaflóðinu – jeijj!

Við Tinni Snær áttum ótrúlega góðan dag á laugadaginn við vöknuðum saman snemma borðuðum morgunmat og skelltum okkur í leiðangur og leyfðum pabbanum að sofa á meðan – hann átti það svo sannarlega skilið. En við Tinni vorum með markmið en það var að finna nýjan útigalla fyrir hann. Ég var svo sem búin að ákveða hvar gallinn yrði keyptur, hann var með galla úr Name it sem mamma og pabbi keyptu síðasta vetur og við vorum svo ánægð með hann að ég fór bara beint þangað og keypti annan bara stærri. Mér finnst eiginlega hálf ótrúlegt að ég hafi verið að kaupa í stærð fyrir 2-3 ára – trúi ekki hvað tíminn er fljótur að líða. En í sömu ferð splæstum við í afmælisgjöf fyrir einn lítinn snáða sem hélt uppá 4 ára afmælið sitt á sunnudaginn. Ég keypti skyrtu líka í Name it og varð svo ástfangin af henni að við Tinni fórum aftur í búðina og keyptum í hans stærð og buxur við. Tinni er reyndar aldrei í neinu öðru en jogging galla – hann á bara föt sem er gott að leika í svo ég uppgötvaði það um daginn að hann á bara þannig föt nema eina hvíta skyrtu – svo mér fannst ég að sjálfsögðu verða að kaupa svona fín afmælisföt á hann – kannast einhver önnur mamma þarna við það að eiga svona afsakanir við öllu bara ef hún sér sæt föt :)

En ég náði svo sætum myndum af snáðanum fyrir afmælið og mig langaði smá að monta mig – ég er bara svo ástfangin af þessum dásamlega mola!

sunndress3

Hann var sko alveg að pósa og sýna mömmu sinni nýju skyrtuna. Mamma og pabbi keyptu svo timberland skó fyrir hann í vor og þeir eru alveg æðislegir – hann er í svo góðu jafnvægi á þeim og dagmömmurnar hans eru mjög ánægðar með skóbúnað haustsins hjá Tinna Snæ :)

sunndress4 Hér sjáið þið þá mæðginadress gærdagsins – Tinni í Name it og Timberland og mamman…. tja vill einhver giska á í hverju mamman er þið fáið eina tilraun ;)

sunndress5

Peysujakki: VILA, ég er búin að bíða alltof lengi eftir þessari peysu sem er samt svona peysu yfirhöfn. Ég dýrka litina í kápunni og já þessari eigið þið mikið eftir að sjá mig í – sérstaklega núna í haust. Fullkomin flík að eiga til að poppa uppá einfalt dress. Elska orange litinn í henni – dáldinn haustfílingur í honum. Ég sat um búðina í Smáralind á fimmtudaginn til að tryggja að kápan yrði mín hehe…

Blússa: VILA

Pils: VILA, þetta pils er ég búin að hugsa um í ábyggilega tvær vikur. Þetta er pleather pils með blúndu detailum við faldinn sem poppar mikið uppá það og setur svona stíl yfir það. Ég er alls ekki mikið í pilsum en ég á þó tvö fyrir í skápnum. Eitt einfalt svart, annað einfalt pleather og nú þetta, svona passlega fínt. Ég skaust í Smáralind í gær á meðan Tinni svaf og keypti það, fannst ég ekki eiga neitt til að fara í sem var afsökunin fyrir kaupunum.

Sokkabuxur: Shock Up 60 Den frá Oroblu

Skór: Bianco – þeir sömu og HÉR

Varir: Dior Rouge Baume sami og HÉR

sunndress2

Hér sjáið þið smá detail af pilsinu sem ég er mega skotin í – sé fyrir mér að það sé flott við grófa rúllukragapeysu á fallegum haustdegi – mögulega við fallegu gulu peysuna mína frá Esprit :)

Vona að helgin ykkar hafi verið jafn ljúf og mín – langt síðan ég hef náð að slaka svona vel á um helgi, það er alveg möst að hlaða batteríin vel sérstaklega fyrir langa viku.

EH