fbpx

TRENDNÝTT

Haust þrenna SENSAI er á afslætti um helgina

KYNNING

Í tilefni af Kringlukasti helgarinnar bjóða SENSAI á Íslandi upp á 30% afslátt af haustþrennu sinni. Kringlukast stendur yfir 9.-14. október og þið finnið Sensai í sölu í verslunum Hagkaup og í Lyf og Heilsu.
Um er að ræða þrjár vörur frá merkinu sem eru ómissandi í snyrtibudduna. Total Lip gloss, Sensai Lash Volumiser og Silki baugafelarann. Förum betur yfir hverja og eina vöru hér að neðan –


Peony Lim, förðuð með Sensai vörum

TOTAL LIP GLOSS:


Næringaríkt og uppbyggjandi gloss.
Allir, jafnt fagfólk sem aðrir, sem fylgjast náið með þróun og nýjungum í snyrtivöruheiminum og hafa gert sér grein fyrir öflugri virkni CELLULAR PERFORMANCE TOTAL LIP TREATMENT- varakremsins, geta nú glaðst yfir að á markaðinn er komið varagloss sem býr yfir sömu eiginleikum og kremið … og rúmlega það.

Formúlan er byggð á TOTAL LIP TREATMENT- kreminu þar sem þræðir úr Koishimaru-silki, ásamt völdum efnum úr náttúrunni, gegna lykilhlutverki við rakagjöf og fegrandi áhrif á húð varanna þannig að fínar línur víkja fyrir vel rakamettaðri og silkimjúkri áferð.

Þunnfljótandi glossið gefur vörunum sléttara yfirborð um leið og þær fá hraustlegri lit og heillandi glans.

Notað eitt og sér fyrir náttúrulegt útlit eða yfir varalit fyrir aukna áherslu á sýnileika varanna.

SENSAI LASH VOLUMISER

 

Magnað umfang – Svellandi svartur – Klessist ekki

SENSAI Lash Volumiser þolir tár, svita og vatn upp að 38 gráðum en hreinsast auðveldlega af með heitu vatni, heitara en 38 gráður.

Þú þarft engan augnhreinsi (það er einfaldlega ekki hægt að taka hann af með augnhreinsi) Eingöngu vatn sem er heitara en 38°. Hann leysist ekki upp, heldur er tekin af í heilu lagi. Hann er nikkelfrír og hentar vel þeim sem eru með viðkvæm augu.

Silki-baugafelari

Það eru margir sem geta ekki lifað án þessarar vöru. Highlighting Concealer er sérstaklega hannaður til að nota í kringlum augun. Húðin undir augunum er töluvert þynnri og viðkvæmari en önnur svæði. SENSAI highlighting concealer inniheldur silki og náttúrulegar olíur, hann mýkir línur og birtir augnsvæðið. Hann er til í fjórum litum.

 

Kaupum SENSAI haustþrennu á betra verði í Kringlunni um helgina! Nýtum okkur afsláttinn!

Happy shopping!

//
TRENDNET

James Bond kominn í íslenska þjóðbúninginn

Skrifa Innlegg