fbpx

TRENDNÝTT

 • Flokkar

 • James Bond kominn í íslenska þjóðbúninginn

  FÓLK

  Ef þið eruð annað hvort James Bond eða Mamma Mia aðdáendur þá hafið þið líklega tekið eftir því að Pierce Brosnan er í heimsókn á klakanum þessa dagana.

  Brosnan virðist vera í hringferð um landið og var mættur á Hvalasafnið á Húsavík íklæddur þjóðarbúning okkar Íslendinga, 66°Norður. Ekki veitir af – hann minnist á það í textanum að það sé hliðarrigning en hana þekkjum við Íslendingar vel.

  Jakkinn fer Brosnan að sjálfsögðu vel en við kunnum ekki síður að meta hann hér í þessum sérsaumuðu fötum frá Brioni, sem hefur klætt Bond í mörg ár.

  Hafðu það gott á Íslandi Bond, James Bond…

  //TRENDNÝTT

  TÍSKUTÍMARITIÐ ENDURNÝTT LÍF

  Skrifa Innlegg