fbpx

TÓMATSÚPA MEÐ FERSKUM MOZZARELLA OG BASILIKU

AÐALRÉTTIRUPPSKRIFTIR

Haustið er mætt og þá er tilvalið að skella í þessa dásamlega súpu, ég byrja alltaf að „crave-a“ í súpu þegar haustið er að koma. Þessi tómatsúpa inniheldur gulrætur sem gerir súpuna einstaklega góða. Toppurinn yfir i-ið er að rífa ferskan mozzarella og dreifa yfir súpuna rétt áður en þið borðið hana. Svakalega gott. Ég kaupi minn mozzarella í Costco, hann er mjúkur og mjög bragðgóður þar. Mæli með að bera þetta fram með góðu brauði.

Uppskrift fyrir 3-4
1/2 laukur
4-5 gulrætur, skornar í bita
400 g plómutómatar í dós
2 msk tómatpúrra
2 hvítlauksrif
2 tsk grænmetiskraftur
4 dl vatn
1-2 dl vatn (meira vatn)
1 ½ dl rjómi
Salt og pipar
Cayenne pipar

Toppa með:
Ólífuolíu
Fersk basilíka
Ferskur mozzarella

Aðferð

  1. Steikið lauk upp úr ólífuolíu. Bætið svo gulrótum og hvítlauki saman við.
  2. Hellið tómötum úr dós ásamt öllum safanum ofan í, tómatpúrru, 4 dl vatni og grænmetiskrafti. Hrærið og látið malla saman í 30-40 mínútur á vægum hita.
  3. Blandið allri súpunni vel saman með töfrasprota. Þá er hún orðin vel þykk. Þynnið súpuna með 1-2 dl vatni og rjóma. Kryddið með cayenne, salti og pipar.
  4. Berið fram með ólífuolíu, ferskri basilíku og ferskum mozzarella.

Ólífuolía með basilíku

  1. Blandið saman með töfrasprota ólífuolíu, basilíku og smá salt. Hver og einn dreifir svo yfir sína súpuskál þegar þið berið hana fram.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

RISOTTO MEÐ STÖKKU CHORIZO & GRÆNUM BAUNUM

Skrifa Innlegg