fbpx

DRESS: DRAUMA KÁPA

DRESSSAMSTARF

Fatnaðurinn sem ég klæðist er úr eigin verslun

Ég vinn við að máta, kaupa, hanna & framleiða föt.  Dagarnir mínir eru oft litríkir og ég er sennilega búin að máta meira af fötum í gegnum tíðina en góðu hófi gegnir, en ég hef unnið við þetta síðan ég var tvítug.
Þegar við förum á tískuvikur þá kaupum við 6-8 mánuði fram í tímann.
Stundum kemur það fyrir að ég máta eitthvað sem ég gjörsamlega fell fyrir og get ekki hætt að hugsa um, fæ á heilann þið vitið hvað ég meina ….. Þessi kápa var þannig,,,, ég er sem sagt búin að vera að hugsa um hana síðan í janúar.

Ég meina þetta bak …HAD ME AT HELLO <3  Elska það en munstrið er innblásið af gömlum sófa heima hjá ömmu Söru, eigandi merkisins, einhverjum gæti því þótt munstrið kunnuglegt ;)

Annað geggjað “detail” er vestið innan undir en það fylgir með kápunni en er samt laust, snilld að geta notað það undir fleiri kápur líka.
Vestið er sítt að aftan en stutt að framan.


Svo til að toppa allt þá eru vasarnir eins og dúnmjúkar lúffur, hlýir og mjúkir sem verður snilld í vetur.

xxx
AndreA

IG @andreamagnus
IG @andreabyandrea

FERMING

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1