SUNNUDAGS BRUNCH:

LÍFIÐMATURUPPÁHALDS

Sunnudags brunch-inn var tekinn á kaffihúsinu Sonny sem er á Rådhusstræde 5! Ég fékk mér croissant & Matcha kaffi & Gummi fékk sér Matcha Granola & Matcha kaffi. Við vorum ekki hrifin af Matcha kaffinu þannig enduðum á því að panta okkur Americano en alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt samt sem áður..

Í dag er ég með Instagram Story á Trendnet Instagraminu.. endilega kíkið á það!

x

Endilega fylgist með mér á Instagram: @sigridurr, & einnig á Snapchat undir nafninu siggamagga

img_9863

SILFUR MASKI

HÚÐRÚTÍNAMASKAR

Þið sem fylgist með mér á hinum miðlunum mínum eruð eflaust búin að taka eftir að ég er búin að vera mikið með einn ákveðinn maska en það er Gravity Mud Mask frá GlamGlow. Ég keypti hann í litlum umbúðum um daginn til þess að prófa og var svo yfir mig hrifin að ég ætla klárlega að kaupa hann í stærri umbúðunum næst. Mér finnst hann æðislegur og sé strax sjáanlegan mun eftir notkun. Síðan er hann silfurlitaður og flottur sem gerir allt miklu skemmtilegra.

*Færslan er ekki kostuð

Það eru hjón sem fundu upp á GlamGlow en þeim fannst vanta inn á markaðinn húðvörumerki sem lagði áherslu á að maður myndi sjá strax sjáanlegan mun á húðinni eftir noktun á vöru. GlamGlow maskarnir eru því hannaðir þannig að maður að á sjá sjáanlega mun strax eftir notkun á vörunni og á að passa inn í hvaða húðrútínu sem er.

 

Ég ætla segja ykkur aðeins betur frá Gravity Mud Mask og afhverju mér finnst hann svona æðislegur.

GRAVITY MUD MASK – GLAMGLOW

Allir maskarnir frá GlamGlow leggja mismunandi áherslu á húðina en Gravity Mud Mask á að styrkja, þétta, lyfta og móta húðina. Þetta er “peel off” formúla þannig það er ótrúlega auðvelt og þæginlegt að taka maskann af.

Það sem Gravity Mud Mask inniheldur eru sykurpúða- og lakkríslauf sem gefa húðinni þéttleika. Einnig inniheldur maskinn “vizitight”sem er stinnandi formúla sem inniheldur þörunga og síðan er seyði sem unnið er úr rauðum þörungum sem láta húðina virðast tónaðari og þéttari.

 

Ég er ótrúlega ánægð með þennan maska og mér finnst húðin mín verða silkimjúk eftir notkun. Mæli með!

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

 

ELEGANT HEIMILI & GRÁIR TÓNAR

Heimili

Ég rakst á þetta fallega og elegant heimili á netvafri mínu í gær eftir að Bjartur sofnaði og heillaðist alveg. Borðstofan er sérstaklega falleg með einstökum og sjaldséðum T-stólum Arne Jacobsen og grámálaðan glerskáp sem tónar vel við grængráa vegginn. Þetta haustveður okkur fær að hafa smá áhrif á heimilin sem ég skoða, er ég nokkuð ein um það að langa til þess að skríða undir teppi og kveikja á kerti á kvöldin?

Myndir via Hitta hem / Ljósmyndari: Sara Medina Lind / Hönnun og stílisering: Marie Ramse

Ég er dálítið skotin í þessum heimilum þar sem allir veggir eru málaðir, það verður eitthvað svo hlýlegt þó svo að þessi hugmynd henti okkur í leiguíbúðunum ansi illa haha.

Eigið annars alveg glimrandi sunnudag!

SUNNUDAGS: SANDHOLT

LÍFIÐUPPÁHALDS

Síðast liðinn sunnudag fór ég & kærasti minn niðrí bæ að skoða jólagjafir. Við stoppuðum við í Sandholti  sem er bakarí á Laugaveginum. Við fengum okkur Swiss Mokka sem var tilvalið útaf kuldanum & einnig  sérbakað vínabrauð með.

Bakaríið heillaði mig alveg – hönnunin er æðisleg! Ég er mjög hrifin af marmara & hef alltaf verið mikið fyrir hann.

x

img_7938.jpg img_7937.jpg img_7939.jpg img_7943.jpg img_7942.jpgEndilega fylgist með mér á Instagram: @sigridurr, & einnig á SnapChat undir nafninu siggamagga

OUTFIT:

LOOKNEW INTÍSKA

Í dag kíkti ég & kærasti minn á Eiðistorg. En Eiðistorg er á Seltjarnarnesi & ég er mjög hrifin af torginu. Á torginu er fallegar plöntur sem ég fíla mjög mikið.

Við ákváðum að smella nokkrum myndum í tilefni þess að ég keypti mér þennan fallega ullarjakka síðasta föstudag!

//Jakki: Topshop. Bolur: Topshop. Buxur: H&M. Skór: Nike. Veski: Michael Kors.

x

Endilega fylgist með mér á Instagram: @sigridurr, & einnig á SnapChat undir nafninu siggamagga
trendnet

SUNDAY INSPO

Fyrir heimilið

Það er eitthvað við þessar þrjár myndir sem gjörsamlega draga mig inn og láta mig langa til að sjá meira. Ég er búin að geyma þær í nokkra daga í tölvunni sem efni í langa færslu en finnst tilvalið að deila þeim í dag á þessum fína sunnudegi og hafa því færslu dagsins í styttra lagi. Ég vona að þið eigið góðan dag hvort sem það er prófalestur eða annað örlítið skemmtilegra.

aW1hZ2VzMDIuZmFzYWQuZXUvMzEzLzQwMDIxNS80Njk3NzMvaGlnaHJlcy80NjM1NTMxLmpwZ3cxOTIwaDBtcmVzaXplcjBzMGIwdGMxMDA= dromhem_badrum2-700x933 dromhem_matplats_vitrinskap-700x467

Ég minni á að ég pinna reglulega fallegar myndir á Pinterest, sjá hér. 

019c0d703b34e8284b7bcdbef254452c

 

Þá er það að koma sér í gírinn fyrir komandi viku, ég hef á tilfinningunni að hún verði mjög góð!

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

SUNNUDAGS

Persónulegt

Bara ef hægt væri að ýta á pásu á sunnudögum og eiga daginn örlítið lengur… mínum hefur verið vel varið en akkúrat í þessum skrifuðu orðum er barnið sofandi og kallinn útí skúr að laga stóla og ég því “ein heima” sem er ó svo góð tilfinning sem ég upplifi æ sjaldnar. Ég meina það þó innilega vel en það er bráðnauðsynlegt að fá af og til að vera ein og fá að dúlla sér í friði frá öllu áreiti. Ég þarf þó núna að draga upp skólabók því eftir afar annasaman mánuð tókst mér að setja skólann í síðasta sætið og er því aðeins á eftir áætlun. Eitt af mínum litlu markmiðum sem ég setti mér í byrjun árs var að verða virkari á instagram og haldiði ekki að mér sé að takast það ágætlega, hér koma því nokkrar nýjar myndir. Hægt er að fylgja mér  á instagram @svana_ 

Screen Shot 2016-01-31 at 14.59.01

Skálum í Amino og skipuleggjum vikuna / mánuðinn!

Screen Shot 2016-01-31 at 14.59.13

Honum Betúel mínum leiðist seint…

12630920_10154510223148332_1733123393_o

cf433ec5810411fdb56a1f5c5a2c61bf

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

Sunnudagslesturinn

Ég Mæli MeðFashionLífið Mitt

Eftir miklar vinnutarnir í síðustu viku var kærkomið að eiga smá rólega stund svona á milli stríða í gær. Ég er enn á fullu að klára næsta tölublað Reykjavík Makeup Journal sem mun líta dagsins ljós í lok maí ásamt því að það er heill hellingur að gerast í öðrum vinnutengdum verkefnum. Tveggja barna verðandi móðirin fékk þétta samdrætti í Hagkaupsferð í gær og tók því sem ákveðnu merki að slaka á það sem eftir var dagsins. Þar sem Aðalsteinn var á vakt í vinnunni fékk einkasonurinn mikið dekur og fékk að liggja í kósýgallanum uppí sófa þar til hann loks sofnaði værum síðdegislúr og þá greip mamman í tímaritastaflann sem hefur safnast aðeins of hratt upp bara á einni viku :)

Þessi voru á leslistanum mínum þennan sunnudag…

sunnudags6

Þetta er nú ansi góður stafli hjá mér og já ég komst yfir öll þessi 5 blöð í gær, það var alveg æðislegt og það sem gerði lesturinn enn betri var góði kaffibollinn í múmínbollanum að sjálfsögðu – hann kláraðist þó fljótt. Hér sjáið þið líka fallegu túlípanana sem sonurinn gaf mömmu sinni í tilefni mæðradagsins.

sunnudags5

Nýtt Líf

Í nýjasta tölublaðinu kennir ýmissa grasa og forsíðuviðtalið er virkilega vel unnið og gaman að lesa um þessa flottu konu. Myndirnar eru líka algjört æði en það er Aldís Páls sem tekur þær, Kristjana hjá Lancome sá um förðun og Theodóra okkar Trendnetinga gerði hárið. Lilja mín fer á kostum eins og alltaf þegar kemur að fegurðarkaflanum, Adda Soffía og Steffí – my partners in crime eiga virkilega flottar síður og svo er hellingur meira – mæli með!

sunnudags4

Allure

Biblía bjútíáhugamanneskjunnar. Einn af mínum draumum er að fá að ritstýra íslenskri útgáfu af Allure, hversu æðislegt væri það! Þið vitið ekki hvað ég hef lært mikið af sérfræðingunum á bakvið þetta flotta blað og fengið ótal hugmyndir af skemmtilegum greinum og færslum. Hér er það dansarinn Julianne Hough sem situr fyrir á forsíðunni.

sunnudags3

Glamour

Ég var mjög spennt að sjá hvernig ritstjórn Glamour hér á Íslandi myndi fylgja eftir síðasta tölublaði og jafnframt því fyrsta. Ég verð að lýsa mig virkilega ánægða með tilkomu hennar Öddu Soffíu á ritstjórn blaðsins sem er mikill séní þegar kemur að förðun og snyrtivörum og bjútíkaflinn er til fyrirmyndar! Ég er ein af þeim sem fletti bara beint að honum og les hann fyrst á undan restinni. Blaðið er allt saman mjög flott og góð heildarmynd yfir því – viðtalið við Ingu Eiríksdóttur er skyldulesning og myndirnar eftir Silju Magg eru sannkallaðar gersemar eins og þið eruð líklega nú þegar búin að sjá. Fullt af öðrum flottum síðum, mega girnilegar uppskriftir og flott innlit. Vel gert frænka!!!***

sunnudags2

Vikan

Ég tók mig til og las í gegnum þetta flotta tölublað sem ber heitið Barnablað. Ég las reyndar í leiðinni viðtalið við mig, það hljómar kannski undarlega en það er aðeins öðruvísi að sjá það svona flott uppsett í blaðinu og lesa það á prenti en bara á tölvuskjá. Ég er eins og áður virkilega sátt við viðtalið og hún Hildur fór mjög vel með orðin mín – myndirnar eftir Rut Sigurðar eru gersemar sem fá að fara uppá vegg um leið og mér tekst að velja á milli þeirra og svo er ég svakalega ánægð með listaverkið sem Helgu Kristjáns tókst að gera úr mér með förðunarpenslum og krullujárni að vopni. Restin af umfjöllunarefni í blaðinu er sko ekkert síðri og ég mæli heils hugar með lestri!

sunnudags

Eurowoman

Algjör skyldueign á mínu heimili. Með þessu nýjasta tölublaði fylgdi svo aukablað sem innihélt topp 100 lista yfir bestu snyrtivörurnar í snyrtiheiminum í dag. Blaðið olli mér reyndar miklum vonbrigðum – þá ekki listinn sjálfur heldur uppsetningin, hver vara fékk ekki að njóta sín sem skyldi og ég var fljót að leggja það frá mér. Blaðið sjálft er hins vegar augnakonfekt eins og forsíðan gefur til kynna. Bjútíkaflinn er þó enginn og ég er mjög sár útí mitt uppáhalds danska blað – ég og nýji bjútí editorinn erum ekki að ná að bonda ég krosslegg fingur fyrir næsta blað :)

Dásamlegur sunnudagur og fullkominn mæðradagur eins og þið eruð kannski búnar að lesa um í síðustu færslu.

Í dag eru það rólegheit og vinna í Reykjavík Makeup Journal held að samdrættir gærdagsins gefi til kynna að ég ætti kannski að fara rólega inní þessa vinnuviku og ef til vill bara vinna uppí rúmi – það hljómar eins og ljúf tónlist í mínum eyrum ;)

EH

Fylgið mér endilega á snapchat – ernahrundrfj

SUNNUDAGSTILTEKT

Persónulegt

Dagurinn í dag fer í allsherjartiltekt, -það mætti segja að sprengja hafi sprungið hér heima nýlega (myndin hér að neðan er ekki frá því í dag haha). Þegar ég áttaði mig á því að ég muni eflaust vera með mikinn gestagang á næstunni ef að krílið lætur sjá sig á réttum tíma fékk ég smá sjokk og ákvað að núna skildi koma íbúðinni í gott stand:)

Screen Shot 2014-08-24 at 12.09.11 PM

Toppurinn væri ef mér tækist að hengja upp myndirnar og fínisera barnaherbergið, jafnvel bjóða pabba í kaffi og fá hann til að hengja upp ljós:)

Eigið góðan dag, og þið heppnu sem farið á Justin í kvöld… NJÓTIÐ!