fbpx

SILFUR MASKI

HÚÐRÚTÍNAMASKAR

Þið sem fylgist með mér á hinum miðlunum mínum eruð eflaust búin að taka eftir að ég er búin að vera mikið með einn ákveðinn maska en það er Gravity Mud Mask frá GlamGlow. Ég keypti hann í litlum umbúðum um daginn til þess að prófa og var svo yfir mig hrifin að ég ætla klárlega að kaupa hann í stærri umbúðunum næst. Mér finnst hann æðislegur og sé strax sjáanlegan mun eftir notkun. Síðan er hann silfurlitaður og flottur sem gerir allt miklu skemmtilegra.

*Færslan er ekki kostuð

Það eru hjón sem fundu upp á GlamGlow en þeim fannst vanta inn á markaðinn húðvörumerki sem lagði áherslu á að maður myndi sjá strax sjáanlegan mun á húðinni eftir noktun á vöru. GlamGlow maskarnir eru því hannaðir þannig að maður að á sjá sjáanlega mun strax eftir notkun á vörunni og á að passa inn í hvaða húðrútínu sem er.

 

Ég ætla segja ykkur aðeins betur frá Gravity Mud Mask og afhverju mér finnst hann svona æðislegur.

GRAVITY MUD MASK – GLAMGLOW

Allir maskarnir frá GlamGlow leggja mismunandi áherslu á húðina en Gravity Mud Mask á að styrkja, þétta, lyfta og móta húðina. Þetta er “peel off” formúla þannig það er ótrúlega auðvelt og þæginlegt að taka maskann af.

Það sem Gravity Mud Mask inniheldur eru sykurpúða- og lakkríslauf sem gefa húðinni þéttleika. Einnig inniheldur maskinn “vizitight”sem er stinnandi formúla sem inniheldur þörunga og síðan er seyði sem unnið er úr rauðum þörungum sem láta húðina virðast tónaðari og þéttari.

 

Ég er ótrúlega ánægð með þennan maska og mér finnst húðin mín verða silkimjúk eftir notkun. Mæli með!

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

 

SEPHORA HAUL

Skrifa Innlegg