fbpx

SUNNUDAGSTILTEKT

Persónulegt

Dagurinn í dag fer í allsherjartiltekt, -það mætti segja að sprengja hafi sprungið hér heima nýlega (myndin hér að neðan er ekki frá því í dag haha). Þegar ég áttaði mig á því að ég muni eflaust vera með mikinn gestagang á næstunni ef að krílið lætur sjá sig á réttum tíma fékk ég smá sjokk og ákvað að núna skildi koma íbúðinni í gott stand:)

Screen Shot 2014-08-24 at 12.09.11 PM

Toppurinn væri ef mér tækist að hengja upp myndirnar og fínisera barnaherbergið, jafnvel bjóða pabba í kaffi og fá hann til að hengja upp ljós:)

Eigið góðan dag, og þið heppnu sem farið á Justin í kvöld… NJÓTIÐ!

INNLIT HJÁ HEIMSFRÆGUM HÖNNUÐUM

Skrifa Innlegg

8 Skilaboð

 1. Bára

  24. August 2014

  Enn spennandi ! Gangi þér vel síðustu metrana <3

 2. Valdís

  24. August 2014

  Fáum við (þínir dyggu lesendur) meiri innsýn inní nýju íbúðina áður en þú ferð í blogg-orlof? Ennþá mjög spennt að sjá hvernig nýji sjónvarpsskenkurinn kom út hjá þér.

  p.s. skenkurinn eftir kærastann þinn er einn sá flottasti sem ég hef séð í langann tíma.

  • Svart á Hvítu

   24. August 2014

   Of course….:) Ætla svosem ekkert í bloggorlof, ég óskaði mér svo rólegt barn að ég ætti að fá smá tíma til að dúlla mér í tölvunni haha (7-9-13). Já ég er sjálf alltaf jafn skotin í þessum skenk… þyrfti að fá hann til að smíða nokkra í viðbót!
   -Svana:)

 3. Hildigunnur

  14. October 2014

  Hvar fékkstu Andy Warhol myndina?
  Veistu hvort það sé hægt að fá svona mynd hér á Íslandi?? :)

  Með kveðju,

  • Svart á Hvítu

   15. October 2014

   Það fæst því miður ekki á Íslandi, eini staðurinn sem selur þau er Moderna Museum í Stokkhólmi, ég fék vin minn til að koma við þar og kippa því með:)

 4. Hildigunnur

  15. October 2014

  Þá verður maður bara skella sér þangað :)

  Manstu hvað það kostaði??

  xx

  • Svart á Hvítu

   15. October 2014

   úff nei því miður, ca 3 ár frá því að ég fékk mitt.. myndi slumpa á 6 þús?:)