fbpx

Sunnudagslesturinn

Ég Mæli MeðFashionLífið Mitt

Eftir miklar vinnutarnir í síðustu viku var kærkomið að eiga smá rólega stund svona á milli stríða í gær. Ég er enn á fullu að klára næsta tölublað Reykjavík Makeup Journal sem mun líta dagsins ljós í lok maí ásamt því að það er heill hellingur að gerast í öðrum vinnutengdum verkefnum. Tveggja barna verðandi móðirin fékk þétta samdrætti í Hagkaupsferð í gær og tók því sem ákveðnu merki að slaka á það sem eftir var dagsins. Þar sem Aðalsteinn var á vakt í vinnunni fékk einkasonurinn mikið dekur og fékk að liggja í kósýgallanum uppí sófa þar til hann loks sofnaði værum síðdegislúr og þá greip mamman í tímaritastaflann sem hefur safnast aðeins of hratt upp bara á einni viku :)

Þessi voru á leslistanum mínum þennan sunnudag…

sunnudags6

Þetta er nú ansi góður stafli hjá mér og já ég komst yfir öll þessi 5 blöð í gær, það var alveg æðislegt og það sem gerði lesturinn enn betri var góði kaffibollinn í múmínbollanum að sjálfsögðu – hann kláraðist þó fljótt. Hér sjáið þið líka fallegu túlípanana sem sonurinn gaf mömmu sinni í tilefni mæðradagsins.

sunnudags5

Nýtt Líf

Í nýjasta tölublaðinu kennir ýmissa grasa og forsíðuviðtalið er virkilega vel unnið og gaman að lesa um þessa flottu konu. Myndirnar eru líka algjört æði en það er Aldís Páls sem tekur þær, Kristjana hjá Lancome sá um förðun og Theodóra okkar Trendnetinga gerði hárið. Lilja mín fer á kostum eins og alltaf þegar kemur að fegurðarkaflanum, Adda Soffía og Steffí – my partners in crime eiga virkilega flottar síður og svo er hellingur meira – mæli með!

sunnudags4

Allure

Biblía bjútíáhugamanneskjunnar. Einn af mínum draumum er að fá að ritstýra íslenskri útgáfu af Allure, hversu æðislegt væri það! Þið vitið ekki hvað ég hef lært mikið af sérfræðingunum á bakvið þetta flotta blað og fengið ótal hugmyndir af skemmtilegum greinum og færslum. Hér er það dansarinn Julianne Hough sem situr fyrir á forsíðunni.

sunnudags3

Glamour

Ég var mjög spennt að sjá hvernig ritstjórn Glamour hér á Íslandi myndi fylgja eftir síðasta tölublaði og jafnframt því fyrsta. Ég verð að lýsa mig virkilega ánægða með tilkomu hennar Öddu Soffíu á ritstjórn blaðsins sem er mikill séní þegar kemur að förðun og snyrtivörum og bjútíkaflinn er til fyrirmyndar! Ég er ein af þeim sem fletti bara beint að honum og les hann fyrst á undan restinni. Blaðið er allt saman mjög flott og góð heildarmynd yfir því – viðtalið við Ingu Eiríksdóttur er skyldulesning og myndirnar eftir Silju Magg eru sannkallaðar gersemar eins og þið eruð líklega nú þegar búin að sjá. Fullt af öðrum flottum síðum, mega girnilegar uppskriftir og flott innlit. Vel gert frænka!!!***

sunnudags2

Vikan

Ég tók mig til og las í gegnum þetta flotta tölublað sem ber heitið Barnablað. Ég las reyndar í leiðinni viðtalið við mig, það hljómar kannski undarlega en það er aðeins öðruvísi að sjá það svona flott uppsett í blaðinu og lesa það á prenti en bara á tölvuskjá. Ég er eins og áður virkilega sátt við viðtalið og hún Hildur fór mjög vel með orðin mín – myndirnar eftir Rut Sigurðar eru gersemar sem fá að fara uppá vegg um leið og mér tekst að velja á milli þeirra og svo er ég svakalega ánægð með listaverkið sem Helgu Kristjáns tókst að gera úr mér með förðunarpenslum og krullujárni að vopni. Restin af umfjöllunarefni í blaðinu er sko ekkert síðri og ég mæli heils hugar með lestri!

sunnudags

Eurowoman

Algjör skyldueign á mínu heimili. Með þessu nýjasta tölublaði fylgdi svo aukablað sem innihélt topp 100 lista yfir bestu snyrtivörurnar í snyrtiheiminum í dag. Blaðið olli mér reyndar miklum vonbrigðum – þá ekki listinn sjálfur heldur uppsetningin, hver vara fékk ekki að njóta sín sem skyldi og ég var fljót að leggja það frá mér. Blaðið sjálft er hins vegar augnakonfekt eins og forsíðan gefur til kynna. Bjútíkaflinn er þó enginn og ég er mjög sár útí mitt uppáhalds danska blað – ég og nýji bjútí editorinn erum ekki að ná að bonda ég krosslegg fingur fyrir næsta blað :)

Dásamlegur sunnudagur og fullkominn mæðradagur eins og þið eruð kannski búnar að lesa um í síðustu færslu.

Í dag eru það rólegheit og vinna í Reykjavík Makeup Journal held að samdrættir gærdagsins gefi til kynna að ég ætti kannski að fara rólega inní þessa vinnuviku og ef til vill bara vinna uppí rúmi – það hljómar eins og ljúf tónlist í mínum eyrum ;)

EH

Fylgið mér endilega á snapchat – ernahrundrfj

Mæðradagsgjöfin

Skrifa Innlegg