fbpx

SUNNUDAGSDEKUR: MULTI MASKING

BURSTARDEKURMASKAR
*Vörurnar fékk greinahöfundur að gjöf

Gleðilegan sunnudag kæru lesendur! Ég er búin að vera á fullu seinustu daga og er alveg búin að gleyma að hugsa um húðina mína sem er mjög ólíkt mér en svona er lífið stundum. Ég ákvað samt að dekra aðeins við húðina mína í gær og setja á mig maska. Það er svo mikilvægt að setja á sig maska af og til en ég mæli með að gera það tvisvar í viku. Það er líka mjög sterkur leikur að ef maður hefur lítinn tíma að “multi maska” en þá setur maður tvo maska í einu, því húðina þarf oft ekki það sama yfir allt andlitið.

Ég ákvað loksins að prófa nýjustu maskana frá L’oréal en ég hef prófað maska frá þeim áður og fannst þeir æði.

 

ANTI-BLEMISH MASK

Blái maskinn inniheldur þörunga sem róar húðina og hreinsar vel úr svitaholum. Hann er ótrúlega kremaður og þægilegt að taka hann af.

Maskinn fæst hér

 

BRIGHT MASK

Guli maskinn inniheldur Yuzu og lítil korn sem skrúbba húðina. Húðin verður mjúk og björt eftir þennan.

Maskinn fæst hér

Ég setti bláa maskann á T-svæðið eða semsagt á nefið, ennið, hökuna og aðeins út á kinnar. Gula maskann setti ég á kinnarnar og smá á ennið.

Mér finnst ótrúlega þægilegt að nota þessa aðferð því einsog ég sagði þá þarf húðin oft mismunandi hluti. T-svæðið er oft olíu mikið og því gott að setja hreinsandi maska þar en kinnarnar þurfa oft raka.

Síðan finnst mér best að bera maska á andlitið með þessum bursta. Mér finnst ég ná betri og jafnari þekju yfir andlitið og nýti maskana alltaf betur. Síðan er líka minni bakteríuhætta ef maður nota bursta í stað fingurs.

Burstinn fæst hér

Ég hvet ykkur til þess að taka kósýkvöld í kvöld og setja á ykkur maska xx

Þið getið líka fylgst með mér hér..

Snapchat: gsortveitmakeup

Instagram: gudrunsortveit

NÝJAR OG SPENNANDI SNYRTIVÖRUR

Skrifa Innlegg