fbpx

GJAFALEIKUR Á INSTAGRAM

GJAFALEIKURHEIMILIINSTAGRAM

Ég mæli með því að þið kíkið við á Instagram hjá mér @hrefnadan, því þar er ég með ótrúlega flottan gjafaleik í samstarfi við vefverslunina dimm.is.

Einn heppinn þátttakandi vinnur TRIBUS mottu í stærð 70×200 og TINDRA ullarteppi, bæði í lit að eigin vali!

Kíkið við á Instagram og takið þátt.

http://www.instagram.com/p/BZBJgTpnruF/?taken-by=hrefnadan

HDan

BANANAPÖNNSUR

BRÖNSDAGSINSSÆTINDI

Þegar ég hef nægan tíma á morgnana og er í stuði, finnst mér ótrúlega gaman að útbúa mér góðan morgunverð.

Í morgun skellti ég í bananapönnukökur sem klikka aldrei og í þetta skipti ákvað ég að skreyta þær með allskonar gúmmelaði. Oftast borða ég þær bara með smjöri og bönunum en þetta var miklu betra!

Bananapönnsur:

1 banani

1 egg

1/2 dl haframjöl

1/2 tsk kanill

smá salt

Ég er með pönnuna á meðalhita og set smá kókosolíu eða íslenskt smjör á hana til að þess að pönnukökurnar festist ekki við og verði meðfærilegri í bakstrinum.

Ég skreytti pönnukökurnar með banana, möndlum, kókosmjöli og döðlusýrópi.

Mæli með….

HDan

H&M ICELAND

DRESSLÍFIÐTÍSKA

Ég fór í opnunarpartýið hjá H&M á fimmtudaginn og tók Hörpu vinkonu mína með mér, við gerðum okkur ferð úr þesssu landsbyggðartútturnar sem við erum og fengum okkur að borða og tókum smá búðarrölt í Smáralindinni.

Þessi H&M verslun er sú flottasta af þeim H&M verslunum sem ég hef komið í, það er mikill metnaður á bakvið hönnunina á rýminu og speglaveggurinn við rúllustigann stendur upp úr að mínu mati. Ég verslaði nú ekkert svakalega mikið á þessu kvöldi, en hitti fullt af kunnuglegum andlitum og naut góðrar skemmtunar.

Á föstudaginn bauðst mér ásamt fjórum öðrum að rölta um verslunina með Ann Sofie sem er Creative Advisor hjá H&M, það var ótrúlega skemmtileg upplifun og gaman að spjalla við Ann Sofie um starfsemina, hönnunina á flíkunum og breytingarnar í tískuiðnaðinum á þessum 30 árum sem hún hefur starfað hjá fyrirtækinu. Gaman að segja frá því að hún byrjaði sem almennur starfsmaður hjá þeim en hefur unnið sig upp í gegnum árin.

Mega flott týpa sem var gaman að eyða tíma með, Helgi okkar var algjörlega með þetta og gerði samræðurnar svo miklu skemmtilegri. Þvílíkur gleðigjafi sem drengurinn er!

Ég og Ann Sofie

https://www.instagram.com/p/BYQP6ayHsDZ/

Ann Sofie hrósaði mér fyrir að para rauðu dragtina við rauða skó.. hún sagði orðrétt: ” I love how you match your red suit with these red shoes, great style”.

Ég keypti mér þennan bol í H&M, elska detailin á honum..

Eru þið búin að gera ykkur ferð í H&M?

 

HDan

(more…)

LAUGARDAGS

ASOSDRESSHELGINNEW IN

Ég fór í brúðkaup hjá frænda mínum og konu hans á laugardaginn, athöfnin var utandyra í algjörri sveitasælu. Ótrúlega skemmtileg athöfn og öðruvísi þar sem þau voru gefin saman af æskuvini brúðgumans, Hauk Dór betur þekktur sem Sentilmennið sem gerði hana eiginlega enn meira sjarmerandi og kósý. Brúðhjónin voru hreint út sagt stórglæsileg og veislan ótrúlega flott.

Ég klæddist samstæðu dressi frá GANNI sem ég keypti mér á útsölunni hjá Asos, mig var lengi búið að langa í þetta dress og hafði lengi haft það á óskalistanum mínum. Þegar það fór svo loks á útsölu var ég ekki lengi að skella því í innkaupakörfuna! Ég tók bolinn í stærð S og buxurnar í stærð M.

bolur  – HÉR  buxurHÉR / skór – Bianco / sólgleraugu – Tiger

HDan

KVEÐJA ÚR SVEITINNI

INSTAGRAMLÍFIÐPERSÓNULEGT

http://www.instagram.com/p/BW5DhrOl34W/

Smá póstkort úr sveitasælunni, við erum loksins komin saman í sumarfrí fjölskyldan og hefjum það í sveitasælunni í Svínadal.

Táningurinn er reyndar farin heim en hún eyddi með okkur helginni, hún hefur engan tíma til að hanga í sveitinni.. nóg að gera í fótboltanum og félagslífinu!

En við höfum það mega næs og sólin lét loksins sjá sig í dag, veðrið er búið að vera fínt en það hefur vantað sólina ? .. en eins og Tinna mín sagði ,,sumarfrí er ekki bara sól, sumarfrí er samvera” og það er mikið til í þessum orðum hennar ❤️

http://www.instagram.com/p/BW7tYeHF9Ag/

 

…letilífið heldur áfram hérna í sveitinni!

HDan

NEW HAIR

HÁR

Það var komin tími á að hvíla aðeins ljósa litinn á hárinu, get ekki sagt að hárið á mér sé ónýtt eða neitt slíkt eftir mörg ár af aflitun.. nei hárið á mér virðist þola allt þetta vesen á mér ótrúlega vel. Helena vinkona, mín elskulega hárgreiðslukona hristir oft hausinn yfir því hvað hárið á mér er búið að þola mikið. En ég vil meina að það sé henni að þakka, hún kann snilldina á bak við það að lita hár og um leið beita réttum aðferðum svo hárið á mér komi sem best út úr því ferli.

En málið var að ég ákvað sjálf að gefa hárinu smá frí frá aflitun og mætti með nokkrar myndir af Pinterest í stólinn hjá Helenu og bað hana að blanda þessum litum saman og gera úr einhverja snilld!

Útkoman er þessi..

Hún blandaði saman platínum, appelsínugulum, bleikum, brúnum + einhverjum fleiri litum og til að toppa lúkkið alveg fékk ég hana til að klippa á mig hliðartopp!

Ég er mega sátt með útkomuna, skemmtileg tilbreyting.

 

HDan

OUR BEDROOMS

HEIMAHEIMILIHUGMYNDIRINNBLÁSTUR

Ég tók smá tiltekt og breytingaræði á efri hæðinni í síðustu viku, á efri hæðinni eru sem sagt svefnherbergin okkar allra og baðherbergi en ég lét baðherbergið eiga sig að þessu sinni.

Ég sýndi frá breytingunum á Snapchat (hrefnadan).. ég er reyndar frekar óvirk inni á snappinu en tek svona rispur þar sem ég fer yfir eitt og annað hérna heima, sýni breytingar og sniðugar lausnir og hugmyndir. Snapchat nota ég aðallega tengt heimilinu okkar.. Insta stories (@hrefnadan) nota ég miklu meira og þar er ég að sýna allskonar!

En já ég var loksins að klára svefnherbergin okkar eða kannski ekki alveg klára..vegghillurnar eru ekki komnar upp og það má jú alltaf breyta aðeins og bæta..

Rúmfötin frá IHANNA HOME sem þær sendu okkur í innflutningsgjöf fara í þvottavélina og aftur á.. elska þau!

Þessi gluggi, þarna eru reyndar komnar léttar hvítar gardínur eins og eru inni hjá Viktoríu

Himnasæng frá IKEA kemur mega vel út í kósýhorninu hjá Söru

Táningaherbergið er frekar rómantískt og kósý

 

Svartur og hvítur í aðalhlutverki í öllum herbergjum með dass af plöntum og lituðum smáatriðum…

 

HDan

LADY IN RED

DRESSINSTAGRAM

Ég klæddi mig upp í rautt frá toppi til táar í gærkvöldi, tilefnið var afmæli foreldra minna sem við fögnuðum saman fjölskyldan á veitingastaðnum Staff. Ég get ekki annað en mælt með þessum stað, maturinn var rosalega góður og flott framsettur, þjónustan til fyrirmyndar og verðið frábært. Eftir matinn fórum við á SKÚBB og ég mæli eindregið með saltkaramellu ísnum hjá þeim, hann er MEGA!!

En já ég setti inn mynd af mér í rauðu dragtinni á Instagram (@hrefnadan) og fékk í kjölfarið nokkrar fyrirspurnir um það hvaðan hún væri!

http://www.instagram.com/p/BWn1YygFx0k/?taken-by=hrefnadan

jakkiHÉR / buxur / HÉR / klútur – Zara / skór – Asos / sólgleraugu – H&M

HDan

http://https://www.instagram.com/p/BWn1YygFx0k/?taken-by=hrefnadan

GREY ON GREY

HEIMAHEIMILIHUGMYNDIR

Þegar við vorum að framkvæma hérna á Heiðarbrautinni og málararnir voru að störfum inni í stofu sat ég á stofugólfinu og málaði hillur í sama lit og veggirnir. Ég (Palli var sammála) ákvað það mjög fljótlega í ferlinu að vera með hillur inni í stofu í sama lit og veggirnir. Mynd á Pinterestrúnti eitt kvöld af svörtum vegg með svörtum hillum á heillaði mig algjörlega upp úr skónum svo það kom ekki annað til greina en að gera eins.

Þegar hillurnar voru orðnar þurrar fóru þær í geymslu og “gleymdust” eiginlega þangað til í síðustu viku þegar þær fóru loksins upp og útkoman er mega fín. Ég raðaði á þær frekar persónulegum munum – ljósmyndir af okkur fjölskyldunni, listaverk eftir fjölskyldumeðlimi, listaverk eftir góðan vin, kertastjaki sem er í miklu uppáhaldi af antíkmarkaðnum (á Heiðarbrautinni!) og smá skraut.

Hillurnar heita RIBBA og eru frá IKEA, liturinn á veggjunum og hillunum heitir Nóvember og er frá Slippfélaginu.

HDan

GJAFALEIKUR Á INSTAGRAM

GJAFALEIKURINSTAGRAM

Ég er með gjafaleik á Instagram @hrefnadan í samstarfi við Bianco Iceland þar sem einn heppinn þátttakandi vinnur 20.000 kr. gjafabréf í Bianco.. ég mæli með því að þið kíkið við á Instagram hjá mér og takið þátt!

Ég fór á einn af mínum uppáhalds stöðum hérna á Akranesi, Skarfavör til að taka nokkrar myndir af mér í þessu dressi og þessum mega fínu sandölum sem ég fékk að gjöf frá Bianco. Þeir eru úr leðri og mega þægilegir… og já ef þið eigið leið upp á Akranes þá mæli ég með því að þið kíkið við í Skarfavör, þvílík fegurð!

kjóll – Zara / gallabuxur – Levi´s / skór – Bianco / hattur – Asos

Finndu þessa mynd á Instagram hjá mér, fylgdu leikreglunum og hver veit nema þú vinnir 20.000 kr. gjafabréf í Bianco.. einn, tveir og taka þátt!!

 

HDan