Hrefna Dan

GJAFALEIKUR Á INSTAGRAM

GJAFALEIKURHEIMILIINSTAGRAM

Ég mæli með því að þið kíkið við á Instagram hjá mér @hrefnadan, því þar er ég með ótrúlega flottan gjafaleik í samstarfi við vefverslunina dimm.is.

Einn heppinn þátttakandi vinnur TRIBUS mottu í stærð 70×200 og TINDRA ullarteppi, bæði í lit að eigin vali!

Kíkið við á Instagram og takið þátt.

🎁 SIGURVEGARINN ER @kristjanagudjonsdottir 🎁 Ég ætla í samstarfi við vefverslunina @dimmverslun að gefa einum heppnum TRIBUS mottu í stærð 70×200 og TINDRA ullarteppi, bæði í lit að eigin vali 💛💚💜 Það sem þarf að gera til að eiga möguleika á að eignast þessa fallegu hluti er eftirfarandi: 1. Gefa myndinni 💛 2. Fylgja @dimmverslun og mér @hrefnadan á Instagram (skemmir ekki að setja like á facebook síðu Dimm) 3. Merkja vin/vinkonur í komment ✍🏼 Einn heppinn þátttakandi verður dreginn út á mánudagskvöld (18/9).. einn, tveir og taka þátt 🤞🏼 Okkur langar líka að gleðja alla fylgjendur mína og því er 15% afsláttur með afsláttarkóðanum HREFNADAN í vefversluninni þeirra, kóðinn gildir fram á miðnætti á mánudag 🛍

A post shared by Hrefna Daníelsdóttir (@hrefnadan) on

HDan

BANANAPÖNNSUR

BRÖNSDAGSINSSÆTINDI

Þegar ég hef nægan tíma á morgnana og er í stuði, finnst mér ótrúlega gaman að útbúa mér góðan morgunverð.

Í morgun skellti ég í bananapönnukökur sem klikka aldrei og í þetta skipti ákvað ég að skreyta þær með allskonar gúmmelaði. Oftast borða ég þær bara með smjöri og bönunum en þetta var miklu betra!

Bananapönnsur:

1 banani

1 egg

1/2 dl haframjöl

1/2 tsk kanill

smá salt

Ég er með pönnuna á meðalhita og set smá kókosolíu eða íslenskt smjör á hana til að þess að pönnukökurnar festist ekki við og verði meðfærilegri í bakstrinum.

Ég skreytti pönnukökurnar með banana, möndlum, kókosmjöli og döðlusýrópi.

Mæli með….

HDan

H&M ICELAND

DRESSLÍFIÐTÍSKA

Ég fór í opnunarpartýið hjá H&M á fimmtudaginn og tók Hörpu vinkonu mína með mér, við gerðum okkur ferð úr þesssu landsbyggðartútturnar sem við erum og fengum okkur að borða og tókum smá búðarrölt í Smáralindinni.

Þessi H&M verslun er sú flottasta af þeim H&M verslunum sem ég hef komið í, það er mikill metnaður á bakvið hönnunina á rýminu og speglaveggurinn við rúllustigann stendur upp úr að mínu mati. Ég verslaði nú ekkert svakalega mikið á þessu kvöldi, en hitti fullt af kunnuglegum andlitum og naut góðrar skemmtunar.

Á föstudaginn bauðst mér ásamt fjórum öðrum að rölta um verslunina með Ann Sofie sem er Creative Advisor hjá H&M, það var ótrúlega skemmtileg upplifun og gaman að spjalla við Ann Sofie um starfsemina, hönnunina á flíkunum og breytingarnar í tískuiðnaðinum á þessum 30 árum sem hún hefur starfað hjá fyrirtækinu. Gaman að segja frá því að hún byrjaði sem almennur starfsmaður hjá þeim en hefur unnið sig upp í gegnum árin.

Mega flott týpa sem var gaman að eyða tíma með, Helgi okkar var algjörlega með þetta og gerði samræðurnar svo miklu skemmtilegri. Þvílíkur gleðigjafi sem drengurinn er!

Ég og Ann Sofie

Yesterday's squad! H&M opnar í dag, með látum ef ég þekki okkur Íslendinga rétt.. happy shopping 🛍❣️

A post shared by Hrefna Daníelsdóttir (@hrefnadan) on

Ann Sofie hrósaði mér fyrir að para rauðu dragtina við rauða skó.. hún sagði orðrétt: ” I love how you match your red suit with these red shoes, great style”.

Ég keypti mér þennan bol í H&M, elska detailin á honum..

Eru þið búin að gera ykkur ferð í H&M?

 

HDan

LAUGARDAGS

ASOSDRESSHELGINNEW IN

Ég fór í brúðkaup hjá frænda mínum og konu hans á laugardaginn, athöfnin var utandyra í algjörri sveitasælu. Ótrúlega skemmtileg athöfn og öðruvísi þar sem þau voru gefin saman af æskuvini brúðgumans, Hauk Dór betur þekktur sem Sentilmennið sem gerði hana eiginlega enn meira sjarmerandi og kósý. Brúðhjónin voru hreint út sagt stórglæsileg og veislan ótrúlega flott.

Ég klæddist samstæðu dressi frá GANNI sem ég keypti mér á útsölunni hjá Asos, mig var lengi búið að langa í þetta dress og hafði lengi haft það á óskalistanum mínum. Þegar það fór svo loks á útsölu var ég ekki lengi að skella því í innkaupakörfuna! Ég tók bolinn í stærð S og buxurnar í stærð M.

bolur  – HÉR  buxurHÉR / skór – Bianco / sólgleraugu – Tiger

HDan

KVEÐJA ÚR SVEITINNI

INSTAGRAMLÍFIÐPERSÓNULEGT

Klukkan er einhvers staðar í heiminum 🕕🍹#sumarfríið

A post shared by Hrefna Daníelsdóttir (@hrefnadan) on

Smá póstkort úr sveitasælunni, við erum loksins komin saman í sumarfrí fjölskyldan og hefjum það í sveitasælunni í Svínadal.

Táningurinn er reyndar farin heim en hún eyddi með okkur helginni, hún hefur engan tíma til að hanga í sveitinni.. nóg að gera í fótboltanum og félagslífinu!

En við höfum það mega næs og sólin lét loksins sjá sig í dag, veðrið er búið að vera fínt en það hefur vantað sólina 🌞 .. en eins og Tinna mín sagði ,,sumarfrí er ekki bara sól, sumarfrí er samvera” og það er mikið til í þessum orðum hennar ❤️

 

…letilífið heldur áfram hérna í sveitinni!

HDan