fbpx

NEW HAIR

HÁR

Það var komin tími á að hvíla aðeins ljósa litinn á hárinu, get ekki sagt að hárið á mér sé ónýtt eða neitt slíkt eftir mörg ár af aflitun.. nei hárið á mér virðist þola allt þetta vesen á mér ótrúlega vel. Helena vinkona, mín elskulega hárgreiðslukona hristir oft hausinn yfir því hvað hárið á mér er búið að þola mikið. En ég vil meina að það sé henni að þakka, hún kann snilldina á bak við það að lita hár og um leið beita réttum aðferðum svo hárið á mér komi sem best út úr því ferli.

En málið var að ég ákvað sjálf að gefa hárinu smá frí frá aflitun og mætti með nokkrar myndir af Pinterest í stólinn hjá Helenu og bað hana að blanda þessum litum saman og gera úr einhverja snilld!

Útkoman er þessi..

Hún blandaði saman platínum, appelsínugulum, bleikum, brúnum + einhverjum fleiri litum og til að toppa lúkkið alveg fékk ég hana til að klippa á mig hliðartopp!

Ég er mega sátt með útkomuna, skemmtileg tilbreyting.

 

HDan

OUR BEDROOMS

Skrifa Innlegg