BANANAPÖNNSUR

BRÖNSDAGSINSSÆTINDI

Þegar ég hef nægan tíma á morgnana og er í stuði, finnst mér ótrúlega gaman að útbúa mér góðan morgunverð.

Í morgun skellti ég í bananapönnukökur sem klikka aldrei og í þetta skipti ákvað ég að skreyta þær með allskonar gúmmelaði. Oftast borða ég þær bara með smjöri og bönunum en þetta var miklu betra!

Bananapönnsur:

1 banani

1 egg

1/2 dl haframjöl

1/2 tsk kanill

smá salt

Ég er með pönnuna á meðalhita og set smá kókosolíu eða íslenskt smjör á hana til að þess að pönnukökurnar festist ekki við og verði meðfærilegri í bakstrinum.

Ég skreytti pönnukökurnar með banana, möndlum, kókosmjöli og döðlusýrópi.

Mæli með….

HDan

DRESS

DAGSINSDRESSINSTAGRAMNYTJAMARKAÐUR

Ég birti mynd af mér á Instagram @hrefnadan í dag og fékk í kjölfarið nokkrar fyrirspurnir um kápuna sem ég er í og ákvað þess vegna að setja inn myndir hérna á blogginu af dressi dagsins.

Myndina birti ég reyndar ekki á Instagram til að undirstrika dressið, heldur til að hvetja fólk til að taka til í fataskápunum sínum og leyfa etv. öðrum að njóta góðs af tiltektinni!

Ég fór með þrjá poka í gám Rauða krossins – það þarf jú engin að eiga föt sem hafa hangið inni í skáp í meira en ár ónotuð og rykfallin.

img_4279

img_4276kápa – Vintage / skyrta – Búkolla / buxur – Vila / skór – Kaupfélagið / sokkabuxur – Oroblu

Fínu kápuna fékk ég að gjöf frá fyrrverandi samstarfskonu minni, hún ætlaði einmitt að láta hana fara í gám eftir skápatiltekt en hugsaði til mín og mikið var ég glöð. Eins og ég sagði áður, gefum ónotuðum flíkum nýtt líf.. það gleður.

Einn, tveir og taka til!

HDan