fbpx

H&M ICELAND

DRESSLÍFIÐTÍSKA

Ég fór í opnunarpartýið hjá H&M á fimmtudaginn og tók Hörpu vinkonu mína með mér, við gerðum okkur ferð úr þesssu landsbyggðartútturnar sem við erum og fengum okkur að borða og tókum smá búðarrölt í Smáralindinni.

Þessi H&M verslun er sú flottasta af þeim H&M verslunum sem ég hef komið í, það er mikill metnaður á bakvið hönnunina á rýminu og speglaveggurinn við rúllustigann stendur upp úr að mínu mati. Ég verslaði nú ekkert svakalega mikið á þessu kvöldi, en hitti fullt af kunnuglegum andlitum og naut góðrar skemmtunar.

Á föstudaginn bauðst mér ásamt fjórum öðrum að rölta um verslunina með Ann Sofie sem er Creative Advisor hjá H&M, það var ótrúlega skemmtileg upplifun og gaman að spjalla við Ann Sofie um starfsemina, hönnunina á flíkunum og breytingarnar í tískuiðnaðinum á þessum 30 árum sem hún hefur starfað hjá fyrirtækinu. Gaman að segja frá því að hún byrjaði sem almennur starfsmaður hjá þeim en hefur unnið sig upp í gegnum árin.

Mega flott týpa sem var gaman að eyða tíma með, Helgi okkar var algjörlega með þetta og gerði samræðurnar svo miklu skemmtilegri. Þvílíkur gleðigjafi sem drengurinn er!

Ég og Ann Sofie

https://www.instagram.com/p/BYQP6ayHsDZ/

Ann Sofie hrósaði mér fyrir að para rauðu dragtina við rauða skó.. hún sagði orðrétt: ” I love how you match your red suit with these red shoes, great style”.

Ég keypti mér þennan bol í H&M, elska detailin á honum..

Eru þið búin að gera ykkur ferð í H&M?

 

HDan

LAUGARDAGS

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Margrét frænka

    30. August 2017

    Ég gerði mér ekki nema 6 ferðir í H&M á Tenerife í sumar til að eignast þennan bol… það tókst ekki en þú ert glæsileg í þínum (eins og alltaf) :)

    • Hrefna Dan

      1. September 2017

      þakka þér elsku xx ..vona samt að þú sért búin að eignast hann núna elsku frænka!