Hrefna Dan

GREY ON GREY

HEIMAHEIMILIHUGMYNDIR

Þegar við vorum að framkvæma hérna á Heiðarbrautinni og málararnir voru að störfum inni í stofu sat ég á stofugólfinu og málaði hillur í sama lit og veggirnir. Ég (Palli var sammála) ákvað það mjög fljótlega í ferlinu að vera með hillur inni í stofu í sama lit og veggirnir. Mynd á Pinterestrúnti eitt kvöld af svörtum vegg með svörtum hillum á heillaði mig algjörlega upp úr skónum svo það kom ekki annað til greina en að gera eins.

Þegar hillurnar voru orðnar þurrar fóru þær í geymslu og “gleymdust” eiginlega þangað til í síðustu viku þegar þær fóru loksins upp og útkoman er mega fín. Ég raðaði á þær frekar persónulegum munum – ljósmyndir af okkur fjölskyldunni, listaverk eftir fjölskyldumeðlimi, listaverk eftir góðan vin, kertastjaki sem er í miklu uppáhaldi af antíkmarkaðnum (á Heiðarbrautinni!) og smá skraut.

Hillurnar heita RIBBA og eru frá IKEA, liturinn á veggjunum og hillunum heitir Nóvember og er frá Slippfélaginu.

HDan

GJAFALEIKUR Á INSTAGRAM

Skrifa Innlegg

14 Skilaboð

 1. Guðný Bernódusdóttir

  5. July 2017

  Rosa flottur innblástur :) takk

  • Hrefna Dan

   6. July 2017

   Takk fyrir xx

   Alltaf gaman að veita fólki innblástur!

 2. Malla

  5. July 2017

  Mjög flott! Hef einmitt lengi ætlað mér að gera það sama – má ég þá spyrja, málaðiru með veggmálningunni beint á hillurnar?

  • Hrefna Dan

   6. July 2017

   Takk fyrir xx

   Ég grunnaði þær fyrst og já svo málaði ég þær með sömu málningu og veggina!

 3. Svart á Hvítu

  5. July 2017

  Mjög fallegt! þú ert svo framtakssöm!! Þetta hefur t.d. verið á listanum mínum mjög lengi en aldrei kem ég mér í það hahaha:)

  • Hrefna Dan

   6. July 2017

   Takk elsku yndi xx

   Þú ert nú ansi framtakssöm líka, gleymir því bara stundum… þú ert one busy kona, getur ekki gert allt ;)

 4. Malla

  6. July 2017

  Hvernig grunn notaðiru ef ég má spurja? Kemur mjög vel út 😊

  • Hrefna Dan

   13. July 2017

   Ég notaði KÓPAL MAGNI grunn í ljósgráu x

 5. Sigríður Guðnadóttir

  10. July 2017

  Rosalega flott hjá þér. Ég er með svona “black on black” inni á baðherbergi hjá mér sem kemur mjög vel út. Ég á örugglega eftir að nota þetta á fleiri stöðum í húsinum mínu á Vesturgötunni :)

  • Hrefna Dan

   13. July 2017

   Takk fyrir xx
   Snilld, já ég er líka mjög hrifin af þessu.

 6. Ingibjörg

  20. July 2017

  Virkilega smart hjá þér😊 Langar að vita hvaðan mottan er?

  • Hrefna Dan

   7. August 2017

   Takk kærlega xx

   Mottan er frá Søstrene Grene.

 7. Sol

  7. August 2017

  Hvaðan er guli vegglampinn

  • Hrefna Dan

   24. August 2017

   Hann er frá Søstrene Grene.