Steinunn Edda

Gigi Hadid X Reebok Classic

Lífið

Reebok Classic er loksins komið til Íslands & ég veit að margir aðdáendur hafa beðið spenntir. Þeir sem þekkja mig tengja mig kannski ekki beint við íþróttamerki þegar þeir hugsa til mín, en þannig er mál með vexti að ég er aðeins búin að vera að færa mig upp á skaftið síðustu vikur & mánuði þegar kemur að því.

Ég er ekki hinn klassíski “Street Wear“ neytandi, ég er einfaldlega mamma. Ég er mamma sem er mikið á ferðinni, skutlast hingað & þangað, henda barni til dagmömmu en á sama tíma þarf ég kannski að hoppa inn á 3-4 stöðum í leiðinni þar sem að ég get ekki verið algjört hræ. Hingað til hefur það pirrað mig óstjórnlega hvað ég á ljót “joggingföt”, gamlar snjáðar H&M buxur & buxur af kærastanum í bland við ljóta bómullarboli hefur klárlega verið málið hingað til, en hingað & ekki lengra. Ég er hætt þessu rugli & farin að fjárfesta í fallegum & vönduðum “street“ fötum sem eru fallegar æfingabuxur, nettir strigaskór & peysur sem ganga jafnt við hlaupabuxur & gallabuxur & hæla.

Ég fylgist mikið með raunveruleikaþáttum & vissi því strax af því þegar vinkona mín hún Gigi Hadid var í samstarfi með Reebok & skórnir sem að hún var andlit Reebok fyrir heilluðu mig strax. Penir, kvennlegir, klassískir & stílhreinir, ekta eitthvað sem að ég fíla. Ég hef ekki náð að detta í þessa strigaskóaatísku hingað til & hef haldið mig í Converse út af einmitt þessu, af því að þeir eru penir & litlir um sig. Ég átti hvíta lága Converse sem eru núna farnir að minna á eitthvað úr ruslatunnu svo að tímasetningin var fullkomin til þess að skipta út.

forsida

2017-03-22_09-16-32

2017-03-22_09-16-52

2017-03-22_09-18-01

Skórnir sem ég var svo heppin að fá í gjöf eru mikið notaðir nú þegar á mínu heimili en mér finnst þeir einfaldlega ganga við allt. Ég gerði um daginn færslu með fermingarskó & þessir væru til dæmis guðdómlegir við fallegan kjól þar sem að þeir eru með fallegu silfruðu glimmer detaili aftan á hælnum sem er þó ekki of áberandi, fullkomlega smekklegir.

3d2628f3bd36ac89b5944093b27c8a43

6c5d8495574e7d6d217142247bcbe935

Gigi Hadid notar sína óspart…..

af8601ecdd3715dbd2d725fdb8c29e9a

EN aðeins um skóinn…

0f3b41a8391b24d2b34f1f0b79eabc07

Reebok Classic byrjaði Spring/Summer 2017 með stæl með nýrri útgáfu af klassíska Club C skónum sem komst fyrst í sviðsljósið árið 1985, þessi útgáfa kallast „Club C Diamond Parck Silver Version“ & er fyrirsætan Gigi Hadid eins & áður segir andlit línunnar. Reebok hefur þetta að segja um Gigi:

„Hadid embodies the “young, confident, vibrant energy that is an essential part of the sneaker’s longstanding identity and heritage.”

„The brand have revealed they chose Gigi for the job thanks to her embodiment of a young, confident and vibrant energy.  “We love working with Gigi because she doesn’t hide who she is — she’s bold and confident — she doesn’t do what’s expected, she has character and personality.“

Skórinn er klassískur & helst alltaf í tísku enda einfaldur en fallegur. Hann hefur notið vinsælda í gegnum árin hvort sem það er á tískupöllum götunnar eða á tennisvellinum en hönnunin er upphaflega tennisskór. Ég mæli með því að þið kíkið á þessar nýju fallegu vörur á heimasíðu Reebok (www.reebok.is) Þetta er svo kúl tíska!

5c46ad809549e9232a179da642ff9069

222d722d9ec02b45ec14e918cdc6bb59

c81cf3086c230036e8ef033f0b72a9d2

d1fe7573f7e6eecbd857cfdfaba162e2

………………………………………………………………………………………………………………………………………………………………………………….

4bce010e656cfd7fb3964b10326ab54b fb189055092d2f993bb1060ac01e265a

Þið finnið mig á Snapchat & Instagram undir:

@steinunne

xx

I <3 MY TAN

LífiðLíkaminn

Þið vitið öll að ég er forfallinn tanfíkill svo að þið þurfið ekkert að efast um minn heiðarleika í svona færslum (eigið reyndar aldrei að gera það því að ég tala BARA um það sem ég VIL & elska í ALVÖRU) En …

Ég var að prófa nýja brúnku frá St.Tropez & það er uppáhalds dökka tanið mitt nema í spreyformi. Ég elska tan, ég elska St.Tropez, ég elska sprey tan sumsé ég ELSKA þetta tan. Ég fer í sprey tan á Snyrtistofunni Garðatorgi & bið þá um þessa brúnku sem að ég elska mest. Undirtónninn í henni er grænn svo að maður verður ekki appelsínugulur (mikil litafræði í gangi hér), ég var því himinlifandi þegar vinkonur mínar hjá St.Tropez komu með uppáhalds brúnkuna mína til þess að geta frískað upp á mig inn á milli eða þegar ég kemst ekki til hennar elsku Gurrýar minnar uppá Garðatorgi í eðalbrúnku.

st 17410429_10212058823174224_1855444776_n
st 17410429_10212058823174224_1855444776_n

Þetta er ótrúlega auðvelt í notkun & endist í allt að 10 daga, en best er að spreyja brúnkunni beint á líkamann & dúmpa svo yfir svæði með St.Tropez hanskanum til þess að hafa hana alveg jafna & fína. Það er náttúrulega frábært að nota þetta sprey til þess að ná á svæði sem að maður þarf oft hjálp við að bera á eins & bakið en hún er einmitt þess vegna kölluð 360°brúnkan.

Fyrir bestu niðurstöður er gott að skrúbba líkamann um 24 klukkustundum áður en að brúnkan er borin á, bera á sig gott & feitt krem sem að maður skolar svo af í sturtu áður en að maður hefst handa. Setjið þó smá krem á þurrustu svæðin á líkamanum rétt áður en þið spreyið (olnbogar, hælar, hné & puttar) & leyfið taninu að vera á líkamanum í að minnsta kosti 4 tíma áður en þið skolið ysta lagið af.

17430988_10212058823134223_809884086_o

St.Tropez fást meðal annars í Hagkaup, Lyfju & Lyf&Heilsu <3

Þið finnið mig á Snapchat & Instagram undir:

@steinunne

xx

FERMINGAR?

Lífið

Nú er eitt stærsta tímabil vorsins að ganga í garð, fermingar! Ég er sjálf hvorki að ferma eða að fermast (he he) en það er óneitanlega erfitt að átta sig ekki á því að þetta sé í gangi þegar að maður skrollar í gegnum vefverslanir eða labbar ganga verslunarmiðstöðva Reykjavíkur.

Ég er mikið búin að spá í þessu uppá síkastið enda verið bæði að versla mér skó fyrir starfið í sumar & var að kaupa skó á Jónas núna í febrúar þar sem að hann var afmælisbarn. Þá sá ég að það var ekkert smá flott úrval af skóm akkúrat núna & vorið var að heilla mig mikið. Þess vegna ákvað að ég að skella í þessa færslu til að mögulega gefa einhverjum skemmtilegan innblástur sem er að ferma, er að fermast eða hreinlega langar bara í nýja skó.

Ég man eftir minni fermingu eins & það hafi verið í gær, það er nú ekkert svoooo langt síðan, bara 13 ár. En ég man eftir öllu því stússi sem að fylgdi. Það varð að velja dress, hárgreiðslu, skó, fara í neglur & svo auðvitað allt sem fylgdi veislunni. Ég man alltaf eftir því að hugsa það að ég vildi vera algjör skvísa & vera í klassísku dressi sem að myndi aldrei láta mér líða illa í framtíðinni með valið enda eru þetta myndir sem að prýða flesta heimilisveggi að eilífu.

Mér finnst ungt fólk í dag einstaklega heppið enda hefur tískan sjaldan verið jafn flott & tímalaus eins & akkúrat um þessar mundir. Úrvalið er ótrúlega flott & það virðist vera einstaklega mikið í tísku að fara sína eigin leið & finna sinn persónulega stíl. Litirnir eru stílhreinir, strigaskór eru mjög mikið í tísku til að gera heildarlúkkið látlausara & “töffaralegra” að mörgu leyti.

Klassískir spariskór & Chelsie boots eru ennþá alltaf flott & það ættu í raun allir að geta fundið sinn stíl…

Ég er mjög heilluð af því að blanda saman fallegum & sparilegum flíkum við töffaralega strigaskó hvort sem að það er hjá strákum eða stelpum & ákvað því að taka saman nokkrar myndir sem sýna innblástur þessarar færslu, myndirnar eru fengnar á Pinterest…

17028644_10154970580742978_1406106648_n
17092320_10154970582182978_59215888_n
17092444_10154970579627978_582057664_n
….. & fyrir herrana….

17092480_10154975357067978_1274153891_n
17102000_10154975353692978_313627871_n
17124429_10154975354137978_1970955366_n
17124600_10154975354127978_1666165653_n
17124676_10154975357082978_1471220377_n

………………………………………………………………………………………………………………………………………

Ég ákvað samt að gera ykkur ennþá auðveldara fyrir & taka saman nokkur skópör sem fást hjá Kaupfélaginu, Skór.is & Steinar Waage. En hér er einnig beinn linkur á bæði fermingarskó fyrir stúlkur & drengi á Skór.is…

1 3getfile-7 5

getfile-2 getfile

getfile-5

Þið finnið mig á Instagram & Snapchat undir:
@steinunne

xx

GAMLIR HLUTIR GERÐIR UPP

Heimilið

Ég elska að kíkja í Góða Hirðinn & gera góð & öðruvísi kaup. Oftar en ekki næ ég að finna eitthvað sem að ég tel vera algjöra perlu sem ég geri svo örlítið upp! Ég er þó ekki alltaf í stuði fyrir einhverjar rosalegar framkvæmdir & stundum eru verkefnin bara lítil & einföld.

Það var tilfellið í þetta skiptið, en ég keypti sæta viðarlitaða basthillu á litlar 1.500 krónur, þreif hana & sprittaði, gurnnaði & málaði hana hvíta & hengdi upp í herbergi stráksins míns. Ég er svo ótrúlega sátt við hana & finnst hún ótrúlega sjarmerandi.

mynd8

…………………………………………………………………………………………………………………………………………….

Fánalengjan er úr Sösterne Gröne & kostaði undir 300 krónur minnir mig, ég klippti bara aðeins af henni & límdi í sitthvoran endan á hillunni…

Nú er hún algjör demantur í þessu herbergi en verkefnið tók mig um það bil 3 klukkustundir í heildina, grunninn & málninguna átti ég frá því að það var málað hérna heima hjá okkur svo að ég myndi segja að þetta væri mjög vel sloppið…

Þið finnið mig á Snapchat & Instagram undir:
@steinunne
xx

STAN SMITH FEÐGAR

LífiðOOTD

Ég krúttaði yfir mig á dögunum þegar að afmæli sambýlismannsins bankaði uppá. Ég ákvað að gefa honum skó þar sem að það var klárlega það sem að hann vantaði. Hann er í þannig vinnu að hann er yfirleitt spariklæddur & á mikið af skóm í þeim stíl (spariskó) svo að mig langaði að fara aðeins út fyrir boxið & kaupa handa honum strigaskó sem að hann gæti notað með hækkandi sól.

Á rölti mínu rakst ég á Stan Smith, Adidas skó. Ég var ekki lengi að stökkva á þá þar sem að ég mundi svo strax að strákurinn okkar ætti alveg eins! Ég ætla klárlega að fá mér líka bara svo að við getum verið extra lúðaleg fjölskyldan & skartað þessum nettu & stílhreinsu skóm í sumar í vonandi frábæru verði…

„Adidas Stan Smith is a tennis shoe made by Adidas. However, today the shoe is not used for tennis, but as sneakers. Stan Smith is an American tennis player, who was active between the end of the 1960s and the beginning of the 1980s. Adidas approached him to endorse the so-called Haillet shoe in 1973.“

Ég verð bara að spyrja, hafið þið séð eitthvað krúttlegra?

mynd13

……………………………………………………………………………………………………………

**Fyrir áhugasama keypti ég skóna í Kaupfélaginu Smáralind**

Þið finnið mig á Snapchat & Instagram undir:
@steinunne

xx