fbpx

Síðustu dagar..

Ég hef verið brjálæðislega upptekin síðustu daga í vinnu & einkalífi & því ekki komist í það að henda í góða færslu. Það eru margir boltar á lofti & utanlandsferð í uppsiglinu, en ég er að fara til Edinborgar í nótt. Ég mun að sjálfsögðu deila því ferðalagi með ykkur hér & á Snapchat hjá mér @steinunne.

En síðustu dagar hafa verið blanda af verkefnum, make-uppi, fjölskyldutíma & notalegheitum. Hér er smá myndasyrpa af því sem hefur verið í gangi síðustu daga…

mynd1

Ég fékk þann heiður að farða fyrir ótrúlega flotta myndatöku á vegum NTC – Ég mun að sjálfsögðu deila fleiri myndum & vörunum sem voru notaðar í færslu síðar…

mynd2

Gullfallega fyrirsætan Karítas Lotta (kölluð Lotta) Ég notaði eingöngu vörur frá L’Oreal í þessa förðun…

mynd3

Við fjölskyldan skelltum okkur í bústað síðustu helgi & veðrið lék við okkur… Dress: VILA & skór, Vagabond úr Kaupfélaginu…

mynd4

Ég farðaði yndislegu Hildi fyrir JÚRÓVISJÓN <3 með vörum frá NYX…

mynd5

Ég skellti í mínar fyrstu bolludagsbollur, þær voru ljótar en gósmætar <3 mynd6

Reebok bauð mér í heimsókn, ég kolféll fyrir þessari peysu úr Reebok classic línunni, meira síðar xx

mynd9

Ég farðaði Hildi aftur fyrir Íslensku Tónlistarverðlaunin þar sem að hún kom, sá & sigraði! xx

Þið finnið mig á Instagram & Snapchat undir:
@steinunne
xx

LYFJASKIL - TAKTU TIL! #LYFJASKIL

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

 1. Anna

  9. March 2017

  Gætiru einhvern tímann þegar þú hefur tíma gert umfjöllun um litanæringuna sem þú notar? :)
  Takk fyrir æði blogg!

  • Steinunn Edda

   9. March 2017

   Svo sjáfsagt! Það er í vinnslu! Það er bara svo brjálað að gera að ég hef ekki náð að klára það & vinna myndirnar <3

  • Steinunn Edda

   9. March 2017

   Takk mín kæra <3 Já hún Lotta er dásamleg gyðja!