MÍNAR KRULLUR – KENNSLUMYNDBAND

HáriðMyndbönd

Það gleður mig svo ótrúlega mikið að geta loksins sagt að myndbandið er KOMIÐ. Eftir yfir 20 skilaboð á nánast hverjum degi sama á hvaða miðli það er þar sem óskað er eftir þessu blessaða myndbandi dreif ég loksins í því & náði að vinna það.

16652685_10211676588138587_170761833_n

Hér er það því mætt loksins á Trendnet! Þetta er lengsta vídjó sem að ég hef gert hingað til, en mér fannst þið verðskulda það elsku lesendur að fá þetta eins ítarlegt & hægt var án þess að það yrði flókið!

……………………………………………………………………………………………………………..

Vörurnar sem að ég nota í myndbandið:
Rod VS3 iron keilujárn frá HH SIMONSEN
Extraordinary Clay Dry Shampoo frá Elvital, L’Oreal
Elnett Satin HairSpray frá L’Oreal

Og fyrir þá allra áhugasömustu…..Makeup:
Double Wear Cushion Stick Foundation frá Estée Lauder
Naked Skin consealer frá Urban Decay
Liquid Lipstick Butterscotch Brittle frá LA Splash (Haustfjörð.is)
De-Slick Makeup Setting Spray frá Urban Decay

Þið finnið mig á Snapchat & Instagram undir:
steinunne
xx

AÐ MEÐHÖNDLA STUTT HÁR

Hárið

Ég er mikið spurð út í hárið á mér & hvort að það sé ekki erfitt að gera eitthvað í það eins & liði, krullur, spennur, fléttur & svo framvegis. Þessar spurningar sem vakna hjá fólki gerir það að verkum að það eru margar sem hætta við að klippa sig því að þær halda að það sé svo mikil vinna að viðhalda hárinu þegar það er svona stutt. Ég ætla þess vegna að segja ykkur það sama & ég sagði þeim sem hafa spurt mig, þetta er algjör vitleysa & ég skal segja ykkur afhverju!

3d8dcbeec35603febacad1ab0f683b26 7e509db726fc62e41074db793297934d 9feb05fa93077bcaffb1504c5370b365 c87dae2a5e161dac431afa5f8ec30d4e

Það hefur aldrei verið jafn auðvelt að hugsa um hárið á mér eins & eftir að ég klippti það, það varð svo miklu heilbrigðara í fyrsta lagi, í öðru lagi er maður ENGA stund að krulla það þegar það er svona stutt, það er bókstaflega svona 3ja mínútna verk (ég mun sýna ykkur það í myndbandi) & það er svo auðvelt að koma því í góðan gír með því að venja það af því að vera þvegið á hverjum degi sem er svo óhollt fyrir hárið.

Ég hef tamið mér það að þvo hárið mitt þriðja hvern dag ef að aðstæður leyfa, en þá er það mögulega blásið  & sléttað með góðri olíu fyrsta daginn, þurrsjampó & krullur daginn eftir, það er meira að segja auðveldara að krulla það þegar það er ekki alveg hreint, svo þvegið á þrjðja degi! Þetta prógram hentar mér ótrúlega vel & ég mæli svo mikið með því að klippa sig, besta ákvörðun sem ég hef tekið & fæ hrós á hverjum degi svo að það var greinilega rétt ákvörðun. Hér fyrir neðan eru nokkrar hugmyndir sem eru mjög plein & auðveldar í framkvæmd fyrir stutt hár.

dda525c87bf217ec9b10e05b179cddea c6223df10512f2fa4f42aa650b3f8c11 c87dae2a5e161dac431afa5f8ec30d4e bd5f26774b73f9bf7905a34cdae332c3 9feb05fa93077bcaffb1504c5370b365 7e509db726fc62e41074db793297934d 3d8dcbeec35603febacad1ab0f683b26

…………………………………………

Þið finnið mig á Snapchat & Instagram undir:
steinunne
xx

TOP PICKS Á TAX FREE!

FörðunHárið

Það gleður mig að tilkynna ykkur sem hafa nú þegar ekki tekið eftir því að það eru Tax Free dagar í Hagkaupum. Þeir byrjuðu í gær & standa yfir helgi. Ég ákvað að taka saman top picks-in mín á Tax Free en þetta eru allt vörur sem að ég hef prófað og elska nú þegar & því kjörið að benda ykkur á þessa snilld sem er nú hægt að kaupa aðeins ódýrara!

taxfree

Garnier, Moisture Bomb Tissue Mask: Dásamlegur rakamaski sem endurnærir húðina, frískar upp á hana & fyllir hana af raka. Moisture Bomb Tissue Mask hentar einstaklega vel fyrir þurra húð en hentar þó vel fyrir allar húðtýpur. Í pakkanum er eitt maskabréf sem inniheldur granatepli, hyaluronic sýru & rakaserum. Maskann skal hafa á andlitinu í 15 mínútur fyrir fulla virkni. Sjáanlegur munur kemur fram eftir vikunotkun.

Garnier, Moisture Bomb 3-in1: Stórkostlegt rakakrem sem inniheldur einstaka 3-in-1 formúlu sem endurnærir húðina, gefur henni einstaklega mikinn raka & verndar hana frá utanaðkomandi áreiti frá umhverfinu. Ný kynslóð rakakrema sem er einstaklega létt & inniheldur tvö mikilvæg andoxunarefni, amla ber og granatepli ásamt því að vernda húðina með UVA/UVB vörn. Kremið sem er eins og áður segir einstaklega létt & frískandi inniheldur einnig mikið magn af plöntuserumi & er fljótt að fara inn í húðina svo að það skilur hana eftir mjúka en ekki klístraða eða olíukennda.

Essie, Sand Tropez: Litur mánaðarins hjá Essie að þessu sinni. Dásamlega fallegur grátóna litur sem er klassískur & passar einfaldlega við allt, ég er sjúk í hann & nota hann mjög oft, hann er extra flottur með matta yfirlakkinu frá Essie „Matte About You“

L’Oreal Miss Hippie maskarinn: Uppáhalds maskarinn minn í augnablikinu & ég er ekki að ljúga þegar ég segi að hingað til er þetta besti maskari sem að ég hef nokkurn tíman prófað. Hann lengir & þykkir augnhárin ótrúlega vel í aðeins einni stroku, er alveg svartur & klessist ekki. Hann hrynur ekkert hjá mér & smitast ekki heldur & svo er líka ótrúlega auðvelt að þvo hann af. Ég er alltaf spurð hvaða maskara ég sé með þegar ég er með hann, ég tel það vera mjög gott merki.

L’Oreal Nude Magique Cushion Foundation: Þessi farði er dásamlegur, ég lít á hann sem dagsdaglega farða því að hann er svo léttur & góður. Ásamt því að vera ótrúlega léttur, fallegur & þæginlegur er hann einstaklega hentugur fyrir þær sem vilja einfalda hlutina, þú ert með allt á einum stað. Hann hylur roða án þess að vera þykkur, hann er snyrtilegur, þú ert með svamp sem er stútfullur af vöru án þess að hún smitist annað því svo ertu með lítinn púða og spegil í sömu dollu sem einfaldar þetta allt saman, dásamlegur & fæst í 4 mismunandi litum.

Ég vona að þetta hafi mögulega gefið ykkur einhverjar hugmyndir til að prófa á Tax Free dögum, ég veit að það eru margir sem elska þessa daga & notfæra sér þá óspart sem er dásamlegt. Mig langar þó líka að minnast á það að uppáhalds burstarnir mínir, Real Techniques sem ég tel vera þarfaþing á öll heimili eru að sjálfsögðu líka á afslætti & því um að gera að nýta sér það & versla sér nokkra, þeir eru svo dásamlegir.

Þið finnið mig á Instagram & Snapchat undir:
steinunne
xx

DAVINES DRAUMUR 

Hárið

Èg hef áður nefnt það hvað èg er hrifin af vörunum frá Davines, en Davines merkið er með eina fallegustu sögu & stefnu sem èg hef heyrt um. Þau vinna markvisst í því að koma sem best fram við jörðina okkar, endurnýta allt & gefa tilbaka. Èg mæli með því að þið kynnið ykkur stefnuna þeirra, èg er viss um að ykkur mun líða eins & mèr..

Bpro ásamt Davines hèlt flottan viðburð á Hilton síðastliðinn fimmtudag sem èg var svo heppin að fá boð á. Viðburðurinn var ekkert smá flottur & öðruvísi en þar gast þú meðal annars búið til þitt eigið sjampó á þar tilgerðum sjampóbar, mjög flott.

Gestir voru svo leystir út með fallegum gjafapokum sem innihèldu mismunandi vörur frá Davines. Èg fèkk Minu línuna, sjampó, næringu & serum. Fyrir utan það að mèr finnst línan einföld & falleg er hún alveg dásamlega góð fyrir mitt hár, hún ýtir undir litinn í lituðu hári, gefur glans & mýkir hárið. Èg prófaði í gær & er mjög hrifin, hárið er eins & silki.

Þið finnið mig á Instagram & Snapchat undir:

steinunne xx

UPPÁHALDS Í JÚLÍ

FörðunHáriðLífiðVörur Mánaðarins

Kæru lesendur ég biðst innilega afsökunar á því hvað ég er búin að vera lítið dugleg hér, það var sko alls ekki planið.

En þannig er mál með vexti að ég er búin að vera heima með einn mjög lítinn & mjög veikan kút, mikið af sumarplönum & foreldrarnir báðir að byrja að vinna í nýjum vinnum svo mikið gekk á.

En nú er þetta liðið hjá **7,9,13** & nú kem ég inn af fullum krafti. Ég ákvað því að byrja á einni sem að er alltaf skemmtilegt að skrifa, UPPÁHALDS xx

uppahalds2

1.iPhone SE – þvílík lukka lífs míns að geta loksins keypt nýjan og almennilegan síma með myndavél sem flöktir ekki & verður óskýr sama hvað. Ég fékk mér gylltan, hann lítur samt svolítið bleikur út á þessari mynd. Ég er alltaf með hann í glæru hulstri sem ver hann enda er ég brussa mikil & með lítið forvitið kríli í þokkabót.

2.Fit Me Concealer frá Maybelline- ég er sjúk í þennan hyljara, sjúk segi ég & skrifa! Hann er svo léttur & áferðin svo falleg, ég er klárlega orðin fit-me kona eins & svo margar aðrar. Ég nota litinn Light & Sand til skiptis.

3.Color Riche Eyeliner frá L’Oreal – Þessi er frábær til að gera hinn svokallaða “feluliner” sem ég nota óspart enda ljóshærð kona & augnhárin eftir því. Ég nota þennan líka mikið sem grunn undir smokey því að hann er svo mjúkur (fyrir þær sem eru áhugasamar þá er “feluliner” eyeliner sem er gerður með því að nudda mjúkum augnblýant inn á milli augnhárana, sumsé alveg í rótina til að láta augnhárin líta út fyrir að vera þykkari & þéttari ásamt því að ramma augun vel inn.) **Spurning um að ég hendi bara inn kennsluvídjói um það á morgun?

4.Micellar vatn frá Garnier – Þetta vatn er dásamlega þæginlegt & við sem þekkjum vel til & notum það mikið getum grínast með það að þetta er algjört letivatn. Tilvalið fyrir fólk sem nennir alls ekki að eyða miklum tíma í hreinsirútínu eða er bara hreinlega mjög upptekið. Þetta vatn er gætt þeim eiginleika að það ertir hvorki húð né augu & þarf því ekki að skola það af með vatni eftir notkun. Þetta tekur af farða, hreinsar húðina & gefur henni raka allt á sama tíma, JÁ TAKK! Vatnið er til í þremur mismunandi týpum, meðal annars fyrir þurra eða olíukennda húð ásamt því að vera líka komin með hreinsiklúta sem eru stórkostlegir, ég segi ykkur betur frá þeim síðar…

5.Daniel Wellington – Ég var svo heppin að fá svona fallegt úr að gjöf, en ég valdi mér ljósbrúna ól úr sumarlínunni þeirra & silfraða skífu. Ég fékk svo að velja mér eina ól til viðbótar í kaupæti & fékk mér þessa fallegu dökkbláu & hvítu sem er lika úr sumarlínunni þeirra. Ég fékk mér karlkyns úr þar sem að ég fíla betur að vera með úr í stærri kantinum.

6.Tribal Textstyles frá Essie – Þessi fallegi svarti litur með örsmáum glimmerögnum er úr sumarlínu Essie, ég fíla mjög vel nude tóna þegar kemur að naglalökkum en ég er alltaf skotin í glimmeri svo að þessi heillar. Ég er líka svolítið hrifin af því að fara út fyrir rammann & hafa svart naglalakk sem part af sumarlínu, áfram Essie.

7.Eternal Optimist frá Essie – þetta er minn „all time fave“ svo ég sletti smá frá Essie. Hinn fullkomni kaldi bleiki, mildi fallegi tónn sem að mér finnst passa við allt. Ég nota hann mikið með matta yfirlakkinu (Matte About You) & er búin að nota hann eiginlega í allt sumar.

8.Daniel Wellington – Ég var svo heppin að fá svona fallegt úr að gjöf, en ég valdi mér ljósbrúna ól úr sumarlínunni þeirra & silfraða skífu. Ég fékk svo að velja mér eina ól til viðbótar í kaupæti & fékk mér þessa fallegu dökkbláu & hvítu sem er lika úr sumarlínunni þeirra. Ég fékk mér karlkyns úr þar sem að ég fíla betur að vera með úr í stærri kantinum.

9.Gucci Diaper Bag – Æjj ég er svo heppin að eiga smart vinkonur sem passa uppá það að ég verði sko aðalskvísan þegar ég dröslast með krílið í Kringluna. Þessi fallega Gucci skiptitaska fylgir mér hvert sem ég fer & sérstaklega á sumrin þegar að við erum mikið að ferðast & stússast. Það kemst allt í hana & svo er hún náttúrulega alveg stórkostlega falleg..

10. RayBan pilot – Þessi gleraugu fékk ég mér í Boston árið 2012 & eru alltaf í miklu uppáhaldi, mátulega dökk, með ljósri umgjörð svo að þau eru einstaklega flott á sumrin. Þau eru létt, smart & eru búin að tóra á nefinu í mér í langan langan tíma án þess að það sjái á þeim.

Þið finnið mig á Instagram & Snapchat undir:
steinunne
xx

Stutt!

Hárið

Ég ákvað að fara aðeins út fyrir þægindarrammann & gera eitthvað sem að mig hefur langað að gera lengi, lengi. Ég ákvað að klippa mig stutt, styttri en ég hef nokkru sinni verið, en eftir að hafa hætt við í stólnum svona allavega 5x ákvað ég að kýla á það & ég er bara mjög glöð. Ég viðurkenni samt alveg að ég fékk nett kvíðakast þegar að þetta var búið & hugsaði nokkrum sinnum „ónei, hvað er ég búin að gera“ en ég held að ég sé bara mjög glöð með þetta, þetta er nú hár & það vex aftur! Hvað segið þið, yay or nay?

13413088_10209338018675812_8031658626725240665_n

Þið finnið mig á Instagram & Snapchat undir:
steinunne
xx

Maí Uppáhalds

HáriðLíkaminn

Vörurnar fékk ég ýmist að gjöf eða keypti mér sjálf, en það hefur þó engin áhrif á skoðun mína á þeim. Ég skrifa ekki um hluti sem að mér líkar ekki eða nota ekki, heldur einungis það sem að ég hef góða reynslu af & vill deila með ykkur kæru lesendur.

 Hér eru nokkrar af mínum uppáhalds vörum í maí mánuði, en ég er búin að vera leggja mikið uppúr því að koma hárinu mínu (líka augabrúnum & augnhárum)  aftur í gott ástand eftir mikið hárlos. Ég ákvað að reyna allt áður en ég færi út í sterk efni & byrjaði að taka mikið af vítamínum, nota góð sjampó, olíur & hármjólk. Ég fann það líka að með því að takmarka blástur & sléttun/krullun & gera það bara spari hafði mikil áhrif.

uppahalds

1. Rapid Lash
– Þetta er búið að gera UNDUR fyrir augnhárin mín & augabrúnirnar! Málið var nefnilega það að ásamt því að fá hárlos á höfuðið þynntust líka augabrúnirnar mínar & ég missti mikið af augnhárum, þetta er búið að gera ótrúlega hluti fyrir augnhárin mín & augabrúnirnar. Ég veit að það er líka sérstakt serum frá Rapid Lash sem er sérstaklega fyrir augabrúnirnar, en ég hafði líka heyrt að það virkaði ekki jafnvel & augnháraserumið sjálft svo að ég ákvað bara að fjárfesta í augnháraseruminu & nota á hvorutveggja. Ég er ótrúlega sátt við niðurstöðurnar & mun gera færslu þar sem að ég sýni ykkur muninn.

2. OI shampoo
– Ég elska OI línuna frá Davines hún er það besta sem að hárið mitt hefur prófað hinga til, létt & eiturefnalaus, hárið verður dásamlegt & engin þörf að blása hárið eftir að hafa þvegið það, það þornar ekki “frizzy”

3. OI milk
– Þessi hármjólk er úr sömu línu & sjampóið frá Davines & er æðislega létt & góð til að spreyja rétt yfir hárið og leyfa því að þorna í, svona “leave in treatment”

4. Moroccan Oil (light)
– Þessa nota ég 1x í viku bara í endana & finn rosalegan mun uppá glans & mýkt

5. The Wet Brush
– Þennan bursta er ekki hægt að dásama nógu mikið, hrikalega góður bursti sem að er hægt að nota í blautt hár en það sem að margir vita ekki er að það að greiða í gegnum hárið blautt er í raun bannað ef að maður notar ekki þar tilgerðan bursta. Þegar hárið er blautt verður það teygjanlegra og slitnar frekar ef að það er greitt í gegnum það. Þessi er frábær fyrir þær sem eru að drífa sig og geta ekki leyft hárinu að þorna að sjálfu sér.

6. SkinBoss Coffee Scrub
Halló halló, þessa snilld var ég að uppgötva. Ég er slitin og slöpp eftir bumbu ársins & tvær aðgerðir en ég er búin að vera að nota skrúbbinn frá SkinBoss núna í 3 vikur & munurinn er ótrúlegur, ég fann strax mun eftir fyrsta skiptið. Ég nota hann á magann, lærin og mjaðmirnar og einstaka sinnum á andlitið líka. Ég ætla að skella í heila færslu & sýna ykkur árangurinn enda er þetta alveg ótúlegt. Þessum mæli ég með fyrir þær sem eru að eiga erfitt með að losna við slit og slappleika í húðinni (virkar á appelsínuhúð líka)

Þið finnið mig á Instagram & Snapchat undir:
steinunne
xx

Rúllur, í alvöru? – MYNDBAND

Hárið

JIDÚDDAMÍA! Sorry elsku þið, okei til að byrja með, þið eruð best! Þið eruð svo dugleg að senda mér skilaboð á facebook, snapchat, instagram & í tölvupósti og eftirvæntingin eftir þessu rúlluvídjói síðan að ég setti inná Snapchat er búin að vera dásamleg! Ég lofaði að sjálfsögðu vídjóinu á föstudaginn síðasta, en ég er virkilega tækniheft & klúðraði aðeins málunum. Myndbandið er voðalega heimilislegt, ég er ómáluð á slopp inni í svefnherbergi & þið heyrið í barninu mínu gaspra einstaka sinnum á bakvið, EN nú er það komið & ég vona að þið njótið vel!

Eins & þið sjáið í vídjóinu þá enda ég bara með að nota 5stk af rúllum ekki 6, það held ég að ég verði að kenna upptökustressi um, ég bara hljóp yfir eina rúllu! – En annars fer blásarinn yfir allt hárið á litlum krafti þegar allar rúllurnar eru komnar í! xx

Okei, ég þarf að viðurkenna eitt. Ég er ekki að kenna ykkur trix sem að ég er búin að nota í mörg mörg ár & njóta afraksturins við svo mörg tilefni sem að ég hefði svo sannarlega þurft þess! Nei ónei, ég er nýbúin að læra/uppgötva þetta en þetta er ein besta uppgötvun sem ég hef vitað um lengi. Rúllur eru eitthvað sem að ég tengdi við eldri dömur & skringilegar krullur. EN rúllur eru lífið (finnst mér), þær eru nákvæmlega lúkkið sem að ég er búin að reyna að ná fram með hinum ýmsu spreyjum & járnum. Svo einfalt, so good! Ég keypti mínar rúllur í búð sem að heitir MATAS hérna úti sem kannski svipar til Lyfju / Lyf&Heilsu svo að ég myndi giska á að það sé hægt að fá þær þar, eða jafnvel Hagkaup?

En sharing is caring krakkar mínir, svo hér fáið þið stutt & einfalt myndband sem sýnir nákvæmlega hvernig ég nota rúllur fyrir fyllingu í rótina & toppinn…

Þið finnið mig á
Snapchat & Instagram undir:
steinunne

xx