fbpx

Rúllur, í alvöru? – MYNDBAND

Hárið

JIDÚDDAMÍA! Sorry elsku þið, okei til að byrja með, þið eruð best! Þið eruð svo dugleg að senda mér skilaboð á facebook, snapchat, instagram & í tölvupósti og eftirvæntingin eftir þessu rúlluvídjói síðan að ég setti inná Snapchat er búin að vera dásamleg! Ég lofaði að sjálfsögðu vídjóinu á föstudaginn síðasta, en ég er virkilega tækniheft & klúðraði aðeins málunum. Myndbandið er voðalega heimilislegt, ég er ómáluð á slopp inni í svefnherbergi & þið heyrið í barninu mínu gaspra einstaka sinnum á bakvið, EN nú er það komið & ég vona að þið njótið vel!

Eins & þið sjáið í vídjóinu þá enda ég bara með að nota 5stk af rúllum ekki 6, það held ég að ég verði að kenna upptökustressi um, ég bara hljóp yfir eina rúllu! – En annars fer blásarinn yfir allt hárið á litlum krafti þegar allar rúllurnar eru komnar í! xx

Okei, ég þarf að viðurkenna eitt. Ég er ekki að kenna ykkur trix sem að ég er búin að nota í mörg mörg ár & njóta afraksturins við svo mörg tilefni sem að ég hefði svo sannarlega þurft þess! Nei ónei, ég er nýbúin að læra/uppgötva þetta en þetta er ein besta uppgötvun sem ég hef vitað um lengi. Rúllur eru eitthvað sem að ég tengdi við eldri dömur & skringilegar krullur. EN rúllur eru lífið (finnst mér), þær eru nákvæmlega lúkkið sem að ég er búin að reyna að ná fram með hinum ýmsu spreyjum & járnum. Svo einfalt, so good! Ég keypti mínar rúllur í búð sem að heitir MATAS hérna úti sem kannski svipar til Lyfju / Lyf&Heilsu svo að ég myndi giska á að það sé hægt að fá þær þar, eða jafnvel Hagkaup?

En sharing is caring krakkar mínir, svo hér fáið þið stutt & einfalt myndband sem sýnir nákvæmlega hvernig ég nota rúllur fyrir fyllingu í rótina & toppinn…

Þið finnið mig á
Snapchat & Instagram undir:
steinunne

xx

Sunnudagur

Skrifa Innlegg

8 Skilaboð

  1. María

    23. May 2016

    Flott ég ætla prófa. En ertu ekki bara með 5 stk af rúllum, hvenær notarðu hárblásarann?

    • Steinunn Edda

      23. May 2016

      ÆJ ég sé að það vantar part af textanum inn, þarf að laga það ASAP! – Jú skarplega athugað, ég notaði bara 5 því að ég setti bara þrjár efst, eitthvað stress í myndatökunni ;) haha – en ég blæs yfir allt í lokin og leyfi svo að kólna sem að ég setti auðvitað í lokin á textanum, en það kom ekki inn! xx

      Takk fyrir að horfa <3

  2. Karen Andrea

    23. May 2016

    Argasta snilld :) Danke, kv. ein með flatt hár ;)

    • Steinunn Edda

      23. May 2016

      Ohh det var så lidt! ;) Vonandi nýtist þetta vel, bjargaði mér! xx

  3. Elísabet Gunnars

    24. May 2016

    Ég þarf greinilega að fara að taka fram rúllurnar. Vel gert Steinunn Edda! Svaka sæt og flott!

    • Steinunn Edda

      24. May 2016

      Já þetta er mesta snilldin, mæli með! xx

  4. Sigríður Diljá

    24. May 2016

    Ooow, það kemur hja mer eins og videoið virki ekki!

    • Steinunn Edda

      25. May 2016

      Ohh nei í alvöru? Búið að virka fínt hingað til! Ætla að athuga nokkrar tölvur hvort að það sé einhver bilun því þetta kemur hjá mér í minni, læt þig vita xx