LYFJASKIL – TAKTU TIL! #LYFJASKIL

BarniðHeimiliðLífið

Ég er að taka þátt í mjög mikilvægu verkefni þessa dagana á vegum Lyfjastofnunar sem ber heitið Lyfjaskil – Taktu til!“.  Átakið/verkefnið stendur yfir dagana 2.-10 mars & er í raun ákveðin vitundarvakning fyrir almenning, ég viðurkenni það að ég líklega eins & svo ofboðslega margir aðrir hafði áður ekki spáð mikið í því hvernig lyf & vítamín voru geymd á mínu heimili, en þegar Lyfjastofnun hafði samband við mig & bað mig að taka þátt í þessu verkefni ákvað ég að skoða þetta málefni aðeins betur. Rannsóknir & staðreyndir sem mér voru útvegaðar voru vægast sagt sláandi & ég ákvað að taka þátt í þessu mikilvæga átaki strax.

alternative-poster

Nokkrar staðreyndir (fengnar eftir skoðanakönnun á vegum Lyfjastofnunar Íslands): 
*Tæp 7% aðspurðra geyma lyf heimilisins í læstum lyfjaskáp.*
*Þriðjungur svarenda hendir lyfjum í rusl, vask eða klósett og 13% losar sig aldrei við lyf.*
*Tæp 70% telja sig vita hvernig heppilegast er að losa sig við útrunnin eða ónotuð lyf*
*En einungis 57,5% sem nýta sér þann möguleika.*
*Á árinu 2015 voru skráðar 841 fyrirspurn vegna eitranatilvika hjá Eitrunarmiðstöð Landspítalans*
*Á árinu 2015 varðaði um fjórðungur fyrirspurna vegna lyfjaeitrana  börn 6 ára og yngri.*

Staðreyndin sem að ég hef feitletraða SLÓ MIG vægast sagt & er án efa ástæðan fyrir því að ég hef mikinn áhuga á að taka þátt í þessu átaki. Börnin okkar eru það mikilvægasta sem að við eigum í öllum heiminum & þau eru okkar ábyrgð. Þetta er svo einfalt, taktu til reglulega í lyfjaskápnum & hafðu ÖLL lyf í læstum lyfjaskáp, fjarri augum & höndum (& þar af leiðandi munni) barnal, það gæti hreinlega bjargað lífi.

Um átakið segir:

“Fjöldi fyrirspurna sem berast Eitrunarmiðstöðinni vegna lyfjaeitrana hjá börnum sýna að börn komast hættulega mikið í lyf í heimahúsum og það er full ástæða til að taka á því” segir Sigríður Ólafsdóttir, sviðsstjóri eftirlitssviðs hjá Lyfjastofnun.

Lyfjastofnun fer af stað með átakið Lyfjaskil – taktu til! í byrjun mars. Átakið miðar að því að auka öryggi í kringum geymslu lyfja á íslenskum heimilum og efla skil á ónotuðum lyfjum til eyðingar í apótek.“

Verkefnið er einfalt, áhrifaríkt & getur hreinlega verið gefandi þar sem að samtvinnað átakinu höfum bæði ég & Lyfjastofnun í samstarfi við IKEA, Eirberg & Íslandsbanka farið af stað með leik. Leikurinn snýst um það að taka mynd af þér & þínum að gera eitthvað af eftirtöldu: Taka til í lyfjaskápnum, fara með lyf til eyðingar eða geyma lyf á öruggan hátt í læstum lyfjaskáp & merkja myndina með #lyfjaskil á einhverjum af eftirfarandi samfélagsmiðlum (Facebook, Instagram eða Twitter) & þú gætir unnið 5.000 króna gjafabréf hjá verslunum Eirberg, lyfjaskáp frá IKEA & að lokum 50.o00 króna gjafabréf hjá Íslandsbanka.

Myndirnar birtast undir “hashtagginu” á facebooksíðu Lyfjastofnunar  & á hverjum degi er ein mynd valin & vinnur sú mynd 5.000 króna gjafabréf hjá Eirberg, ég mun svo velja þrjár af mínum uppáhaldsmyndum til þess að fá að gjöf þar til gerðan lyfjaskáp frá IKEA & að lokum verður ein mynd valin sem vinnur 50.000 krónur hjá Íslandsbanka.

Mig langar því að hvetja ykkur ÖLL (ekki bara þau sem eru með lítil kríli á heimilinu, afar, ömmur, frænkur, frændur ALLIR) til að taka til í sínum lyfjaskáp, losa sig við það sem er ekki í notkun með því að fara með það til eyðingar í apótekum & geyma að lokum öll lyf í læstum lyfjaskáp fjarri augum & höndum barna. ÞAÐ ER TIL MIKILS AÐ VINNA…

Hér er mitt framlag til að sýna ykkur aðeins hversu einfalt þetta er:

17103587_10211890402443811_4401286041112988946_n
„Nú er barnið mitt aðeins öruggara á eigin heimili ? èg hvet ykkur öll til að taka þátt! #lyfjaskil

………………………………………………………………………………………………………………………………………………………..

facebook-profilepicture gatlisti skiladu-thessum-lyfjum-til-eydingar thad-er-svona-einfalt-ad-taka-til
……………………………………………………………………………………………………………………………………………………………………………………..

Ég hvet ykkur til að lesa greinarnar & kynna ykkur málið á heimasíðu átaksins www.lyfjaskil.is & taka svo þátt í leiknum!

Þið finnið mig á Snapchat & Instagram undir:
@steinunne
xx

MEISTARAMÁNUÐUR: UPPÁHALDS MILLIMÁL FJÖLSKYLDUNNAR

BarniðLífiðVörur Mánaðarins

Ég hef alltaf verið ótrúlega hrifin af því að geta gripið eitthvað einfalt á morgnana, eða á leiðinni á fund, á leiðinni í ræktina, eftir ræktina, þið fattið hvað ég er að meina. Þegar að maður hefur ekki neinn tíma til þess að útbúa eitthvað. Ég á það til að gleyma að borða sem er alveg hræðilegur ósiður sem kom eiginlega fyrst upp eftir að ég átti strákinn minn, það var allt í einu svo óendanlega mikið að gera að ég fór stundum í gegnum heilan dag & áttaði mig svo á því að ég hafði ekki fengið mér munnbita. Þetta var eitt af því sem að ég tók alveg í gegn í Meistaramánuði!

Ég er samt líka eins & ég hef oft sagt ykkur frá því einstaklega gjörn á það að gefa mér ekki tíma í eitthvað svona stúss & því langar mig að segja ykkur hvað ég elska að gera. Ég elska að drekka Froosh! Þessar litlu fullkomnu flöskur (reyndar líka til stórar & þá hægt að skella í boostglas eða brúsa & taka með sér) eru svo frábærar fyrir fólk sem hefur ekki tíma eða bara hreinlega nennir ekki að útbúa annað heilsusamlegt millimál.

froosh

Ég hef alltaf fílað að eiga Froosh sérstaklega þar sem að þetta er svo hreint, þetta eru hreinir ávextir, engin aukaefni, ekkert rugl. Mér líður vel þegar ég drekk þetta sjálf, kærasti minn elskar þetta & svo er þetta líka frábært fyrir börn þar sem að þetta er bara eins & ein góð skvísa, henda röri í litlu brúsana & málið dautt! Gæti ekki verið einfaldara.

Ég var svo heppin að fá ágætis magn af Frooshi núna í lok Meistaramánuðar, því að það er akkúrat mánuðurinn þar sem að maður er mögulega mikið á hlaupum á æfingar á sama tíma & maður er að jöggla fjölskyldulífi & vinnu & þess vegna besti vinur minn þessa dagana, alltaf klárt í ísskápnum.

Ég hef mikið verið spurð út í þetta á Snapchat-inu mínu síðustu daga, út í hinar ýmsu bragðtegundir & litlu umbúðirnar sem að Siggi var að drekka úr um daginn sem eru FULLKOMNAR fyrir börn & alveg rosalega mikið út í stangirnar sem við höfum verið að japla endalaust á (caramel & cashew er það besta sem að ég hef á ævinni smakkað) svo að ég ákvað að heyra í Core Heildverslun sem flytur inn Froosh & voru svo frábær að útvega mér mitt “stash“. Ég spurði svo á Snapchat hvort að það væri áhugi fyrir gjafaleik með Froosh & viðbrögðin voru vægast sagt mögnuð, en rétt rúmlega 1000 manns tóku skjáskot til að sýna áhuga á því að fá mánaðarbirgðir af Froosh & smakk af nýja namminu sem að Core Heildverslun var að byrja með.

16865057_10211817785708438_1545837058638332758_n 17078287_10211856238949745_2122031065_n 17092484_10211856238909744_1232472019_n 17094117_10211856238829742_440550296_n

………………………………………………………………………………………………………………………………………….

Nú er Meistaramánuður að klárast & því fullkomið að eignast svolítið magn af hollum drykkjum & gómsætum próteinstöngum…. ekki satt? Svona til að halda áfram þessum holla & dásamlega lífstíl.

sto%cc%88ng**Svooooooo sjúúúúklega gott!**

 

Þar sem að ég elska að gleðja ykkur langar mig því í samstarfi við Core Heildverslun að gefa þremur heppnum einstaklingum mánaðarbirgðir af FROOSH ásamt kassa af Barebells namminu sem þau bjóða uppá
(það er góóóóómsætt). Það sem að þið þurfið að gera til að taka þátt er :

1.Fylgja mér á Snapchat: @steinunne
2.Líka við þessa færslu
3.Líka við Core Heildverslun á facebook

& enda svo á að kommenta eitthvað skemmtilegt á þessa færslu, vinningshafarnir þrír verða svo tilkynntir á föstudaginn! <3

Óskalistinn: Siggi

Barnið

Nú eru jólin liðin formlega (eða nánar tiltekið í kvöld) En það var nú nóg af blessaða dótinu sem að hann sonur minn eignaðist yfir hátíðirnar, en alltaf virðist maður þó finna eitthvað sem vantar. Ég tók saman smá lista yfir það sem að ég óska mér fyrir Sigga, en þessi listi er alls ekki tæmandi heldur einingis smá smjörþefur…. Nú erum við á fullu að gera herbergið hans fallegt & því nokkrir hlutir sem eiga eftir að komast á lista þegar við ráðumst betur í það skipulag..

svanur

Svanur úlpan frá 66°N ég myndi taka stærð 92 fyrir guttann minn til að hafa hana aðeins rúma til að vera í peysu undir & til að hún myndi endast lengur. Hann er í stærð 86 eins & er (15mánaða) Ég væri til í hana í dekkri litnum, „Espresso“

2017-01-06_12-09-10
ikea
Lítið borð & litla stóla til að hafa inni í herbergi, ótrúlega sætt að mínu mati & frábært til að leira, lita & mála..Ég er búin að sjá helling í IKEA en svo fannst mér svolítið krúttlegt að  nota litlu sófaborðin úr Sösterne Grene sem svolítið „stylish“ deco hjá litla gaur.

lego

Siggi er svo heppinn að eiga tvo svona staka legókubba undir duplo & legó dót, en ég væri alveg til í einn lengri undir annað smádót í herbergið, góð hirsla & einstaklega smekkleg, fæst til dæmis í Epal..

petit
Þessi dúkka er búin að vera á óskalistanum í svolítinn tíma, en sérstaklega núna eftir jólin þegar ég sé hversu ótrúlega hrifinn sonur minn er í raun af dúkkum. Þetta er Lulla dúkkan sem róar börn í svefnrútínunni með hjartslætti & andardrætti, ofurkrúttlegt, getið lesið betur um hana á vefsíðu Petit!

………..

Þið finnið mig á Snapchat & Instagram undir:
steinunne
xx

Á MORGUN!

BarniðHeimilið

Á morgun fer í sölu nýjasta safn Mrs Mighetto í Petit á Suðurlandsbraut & á heimasíðu verslunarinnar Petit.is. Nýjasta safnið ber nafnið”Circus Mighetto” og inniheldur sex einstaka karaktera, hver með sína sögu að segja.

Líkt og venjulega er um takmarkaða útgáfu að ræða & mun verslunin ekki fá fleiri sendingar. Ég var svo hrikalega heppin að næla mér í eina mynd í þetta skiptið, (ég missti af þeim síðast) & ég er svo glöð! Myndirnar eru svo fallegar, vandaðar & einstakar, það er fátt fallegra til að prýða barnaherbergi verð ég að segja.

Ég var akkúrat í Petit að versla mér fallega steingráa himnasæng fyrir hann Sigga & myndin sem ég fékk mér passar fullkomlega við. Ég átti mjög erfitt með að velja enda hver einasta mynd einstök & heillandi en ég að lokum valdi mér ljónið.

Við vorum byrjuð að hengja upp þegar Siggi ákvað að vera mjög ósáttur & þreyttur þannig að verkefnið var pásað. Það verður þó klárað í fyrramálið svo að ég sýni ykkur á Snapchat/Instagram nú eða hér hvernig þetta lítur út allt saman.

Dear-Lion-576-620x742

Eins & ég sagði áður hefur hver persóna sína sögu en hér er saga ljónsins:
„Dear Lion. Strax á unga aldri óx á litla ljóninu glæsilegt fax. Faxið var flæðandi, með fullt af gylltu, skínandi hári sem flökti í vindinum. Vegna þess að þykkt, fallegt hár var svolítið skrítið á litlu stelpunni ákvað flokkurinn hennar að skilja hana eftir við dyr Sirkussins. Núna er hún konungur Sirkussins, glöð og stolt af stórkostlega glitrandi hárinu sínu.“

Ég mæli með því að láta þetta ekki framhjá þér fara, enda ótrúlega fallegt & einstakt verk á heimilið, en salan hefst á morgun 6.október. Myndirnar kosta 8.990 <3

**Athugið sérstaklega stærðir þegar pantað er á netinu þar sem að myndirnar eru ekki allar í sömu stærð.**

Þið finnið mig á Snapchat & Instagram undir:
steinunne
xx

AÐ VELJA RÉTTAN BÍLSTÓL – HJÁLP!

Barnið

Ég er búin að vera að fresta því þvílíkt að þurfa að taka þessa stóru ákvörðun sem er að velja nýjan bílstól, bílstól númer 2. Bílstóll númer 1 passar ennþá & því er þessi frestun ekki að skapa neina hættu en almáttugur hvað guttinn minn er orðinn þreyttur á honum. Hann vill fá að sjá út, hafa meira pláss fyrir lappirnar & láta fara betur um sig. Ég er búin að vera að spyrja mikið í kringum mig, í mömmuhópum, á Snapchat & fleira & ég er búin að fá margar ábendingar & góð svör, en eftir að hafa áttað mig á því hvað það væri mikið í boði sá ég að þetta var klárlega eitthvað sem að ég vildi aðstoð með. Ég ákvað því að spyrja í kringum mig hvert ég ætti að fara til að fá aðstoð með þetta & valdi ég því að velja mér stól í samstarfi við verslunina Fífu.

Þetta er ekki eitthvað sem að ég sé eftir, því þjónustan var mögnuð. Þekkingin var ótrúleg sem hjálpar manneskju eins & mér sem veit ekkert rosalega mikið við að taka rétta ákvörðun því það er svo margt sem þarf að hafa í huga. Þetta er í raun mikilvægasti stóllinn því það er svo margt sem þarf að huga að þegar bílstóll númer 2 er valinn. Ég var harðákveðin (og er) harðákveðin í því að hafa barnið bakvísandi eins lengi & hægt er en ég er búin að lesa mér mikið til um þau mál & það er mælt með því að börn séu bakvísandi sem allra lengst, en það er langöruggast. Samkvæmt lögum mega börn vera framvísandi frá 12 mánaða aldri en hinsvegar er mælt með því að þau séu eins & áður segir bakvísandi sem allra lengst, eða allavega að 2ja ára aldri.

Ég þurfti því að skoða alla valmöguleika með það í huga að hann gæti verið bakvísandi sem allra lengst. Ég ákvað því að skoða stóla sem geta verið bæði bak & framvísandi, þ.e.a.s. þá er hægt að snúa stólnum á báða vegu & breyta honum úr bakvísandi yfir í framvísandi seinna meir. En þá komu upp spurningar, eru Isofix festingar í bílnum? Stenst stóllinn öryggiskröfur? Hér þarf til dæmis að kíkja á „carfitting list“ framleiðanda, en það er eitthvað sem að ég hafði ekki hugmynd um, eins fannst mér mjög hjálplegt & eiginlega bara nauðsynlegt að máta stólinn í bílinn til að sjá hvernig hann passaði í sætið & hvernig hann væri miðað við gluggahæð & fleira sem að ég var að pæla í. Mér fannst þetta yfirþyrmandi & því algjörlega nauðsynlegt að fá smá fræðslu. Ég er að velja á milli tveggja stóla, Maxi Cosy 2WAYpearl & Britax DualFix núna því að mér líst svo rosalega vel á báða en er þó að hallast aðeins meira að öðrum þeirra.

Fífa er með ótrúlega gott úrval, & eru með öll toppmerkin á markaðnum & starfsfólkið kann sitt fag, hiklaust. Nú er ég að melta þetta & ætla hiklaust að kíkja til þeirra aftur, taka kærastann með & máta aftur stólana í bílinn.

Stay Tuned…

e1XtiK0v5g ekKh98MjyM

 

 

Ég er einnig dugleg að skrásetja ferlið á Snapchat, endilega fylgið mér þar <3

Þið finnið mig á Instagram & Snapchat undir:
steinunne
xx

Nýtt frá TinyCottons

Barnið

Við Siggi vorum svo heppin að fá að kíkja í verslun Petit á Suðurlandsbraut & fá að sjá nýjustu línuna frá gæðamerkinu tinycottons. Línan kemur í sölu í Petit í dag klukkan 11:00 & aðeins í takmörkuðu upplagi svo að fyrstur kemur, fyrstur fær.

Við völdum okkur eitt dress sem samanstóð af peysu, buxum & kraga um hálsinn, liturinn áferðin, mýktin ÓMÆ. Línuna þarf vart að kynna enda búin að planta sér rækilega inn í barnafatatískuna uppá síkastið, falleg snið, fallegir litir & dásamleg gæði. Fötin verða ekki sjúskuð í þvotti & það er gott fyrir börnin að hreyfa sig í þeim enda efnin stórkostleg. Eins & þið sjáið er ég mjög hrifin.

Línan er innblásin af tilfinningum barna sem að er hrikalega krúttlegt, samanber hendurnar á kraganum. Það eru auðvitað til ótrúlega mörg mismunandi snið, gallar, litir  & fylgihlutir, ég mæli með því að þið kíkið upp í Petit á úrvalið, það er svo fallegt.

Ég mæli með… xx

13672424_10209740785224724_1225610904_n 13866712_10209740785304726_1341859019_n 13866828_10209740785344727_253196869_n 13823638_10209740785264725_218607875_n 13867050_10209740785744737_1334070818_n
13823400_10209740785664735_1053408240_n
13867074_10209740785824739_1381554477_n13867074_10209740785824739_1381554477_n

 

Þið finnið mig á Instagram & Snapchat undir:
steinunne
xx

Skriðdýr

Barnið

Nú vona ég að hann Siggi fari að hætta þessu parketskriði sem að er mest hann að draga sig áfram á höndunum & að hann fari upp á fjóra fætur & æfi sig svolítið þar sem að við erum komin með þessar líka fínu skriðsokkabuxur.

Þær eru frá danska merkinu „GoBabyGo“ & eru æðislega þæginlegar, mjúkar, þunnar & fallegar.

Sokkabuxurnar fást í Petit Suðurlandsbraut (petit.is) & eru til í fjórum mismunandi litum, ég fékk mér myntugrænar því mér fannst þær svo sætar. Peysan sem er í miklu uppáhaldi hjá mér fæst hjá Sirkusshop & er ótrúlega sæt & mjúk enda úr lífrænum bómul & frá merkinu „Organic Zoo“.

13817330_10209722986299762_1142801180_n 13819313_10209722986419765_1138348386_n 13823167_10209722986339763_1600696144_n 13823495_10209722986379764_759857238_n

 

Þið finnið mig á Instagram & Snapchat undir:
steinunne
xx

Svona Stór! 

BarniðLÍFIÐUncategorized

Èg er ekki að kaupa það hvað litla barnið mitt er orðinn STÓR! Hver einasti dagur er nýr áfangi & èG bráðna endalaust.. 


Þið finnið mig á Instagram & Snapchat undir steinunne 

Xx 

Róló

BarniðLífið

Við Siggi erum bara tvö í koti núna þegar að pabbinn er að veiða sér til skemmtunar, en við ákváðum að nýta veðurblíðuna í dag & kíktum út á Klambratún á róló & til að leika í grasinu. Ég fékk mér einn rjúkandi heitan kaffi á Kjarvalsstöðum & svo dúlluðum við okkur úti í hátt í 3 klukktíma. Siggi rotaðist þegar við komum heim (sofnaði sko) & sefur núna vært á meðan að ég skrifa þessa færslu.. ljúfur dagur xx

13595534_10209536658041672_1851272412_n

Siggi sæti:

Húfa: Lindex
Peysa: Prjónuð af yndislegri snillingakonu
Buxur: Little Indians frá Sirkusshop.is hér
Skór: Gjöf frá yndislegri vinkonu
Vagn: Emmaljunga

Þið finnið mig á Instagram & Snapchat undir:
steinunne
xx

FRÍ

BarniðLífið

Við fjölskyldan áttum dásamlegt frí fyrir austan & norðan í síðustu viku & yfir helgina. Við nutum þess að vera í veðurblíðunni fyrir austan með fjölskyldunni hans Jónasar (kærasta míns) & hittum svo mína í húsinu okkar á Hjalteyri fyrir norðan. Ferðalagið tók þó aðeins á með lítinn kút sem er á fullu í tanntöku, en mikill akstur, lítill orkubolti & tanntaka er kannski ekki besta kombóið, þetta var þó æðislegt & hiklaust eitthvað sem að við gerum bráðlega aftur. Hér eru nokkrar myndir frá síðustu dögum..

13530549_10209496027625937_945285053_n 13530747_10209496027465933_1229326877_n 13536072_10209496027505934_2028425640_n 13553359_10209496027545935_504110943_n 13563302_10209496027705939_1811126281_n 13563670_10209496027305929_639560681_n 13563713_10209496027425932_1367750014_n13565560_10209496027585936_70433853_n

13535884_10209496027665938_1113804412_n13565377_10209496027145925_1156959625_n

Þið finnið mig á Instagram & Snapchat undir:
steinunne
xx