fbpx

Óskalistinn: Siggi

Barnið

Nú eru jólin liðin formlega (eða nánar tiltekið í kvöld) En það var nú nóg af blessaða dótinu sem að hann sonur minn eignaðist yfir hátíðirnar, en alltaf virðist maður þó finna eitthvað sem vantar. Ég tók saman smá lista yfir það sem að ég óska mér fyrir Sigga, en þessi listi er alls ekki tæmandi heldur einingis smá smjörþefur…. Nú erum við á fullu að gera herbergið hans fallegt & því nokkrir hlutir sem eiga eftir að komast á lista þegar við ráðumst betur í það skipulag..

svanur

Svanur úlpan frá 66°N ég myndi taka stærð 92 fyrir guttann minn til að hafa hana aðeins rúma til að vera í peysu undir & til að hún myndi endast lengur. Hann er í stærð 86 eins & er (15mánaða) Ég væri til í hana í dekkri litnum, „Espresso“

2017-01-06_12-09-10
ikea
Lítið borð & litla stóla til að hafa inni í herbergi, ótrúlega sætt að mínu mati & frábært til að leira, lita & mála..Ég er búin að sjá helling í IKEA en svo fannst mér svolítið krúttlegt að  nota litlu sófaborðin úr Sösterne Grene sem svolítið „stylish“ deco hjá litla gaur.

lego

Siggi er svo heppinn að eiga tvo svona staka legókubba undir duplo & legó dót, en ég væri alveg til í einn lengri undir annað smádót í herbergið, góð hirsla & einstaklega smekkleg, fæst til dæmis í Epal..

petit
Þessi dúkka er búin að vera á óskalistanum í svolítinn tíma, en sérstaklega núna eftir jólin þegar ég sé hversu ótrúlega hrifinn sonur minn er í raun af dúkkum. Þetta er Lulla dúkkan sem róar börn í svefnrútínunni með hjartslætti & andardrætti, ofurkrúttlegt, getið lesið betur um hana á vefsíðu Petit!

………..

Þið finnið mig á Snapchat & Instagram undir:
steinunne
xx

Topp tíu fyrir 2016 - Varalitir

Skrifa Innlegg