I <3 MY TAN

LífiðLíkaminn

Þið vitið öll að ég er forfallinn tanfíkill svo að þið þurfið ekkert að efast um minn heiðarleika í svona færslum (eigið reyndar aldrei að gera það því að ég tala BARA um það sem ég VIL & elska í ALVÖRU) En …

Ég var að prófa nýja brúnku frá St.Tropez & það er uppáhalds dökka tanið mitt nema í spreyformi. Ég elska tan, ég elska St.Tropez, ég elska sprey tan sumsé ég ELSKA þetta tan. Ég fer í sprey tan á Snyrtistofunni Garðatorgi & bið þá um þessa brúnku sem að ég elska mest. Undirtónninn í henni er grænn svo að maður verður ekki appelsínugulur (mikil litafræði í gangi hér), ég var því himinlifandi þegar vinkonur mínar hjá St.Tropez komu með uppáhalds brúnkuna mína til þess að geta frískað upp á mig inn á milli eða þegar ég kemst ekki til hennar elsku Gurrýar minnar uppá Garðatorgi í eðalbrúnku.

st 17410429_10212058823174224_1855444776_n
st 17410429_10212058823174224_1855444776_n

Þetta er ótrúlega auðvelt í notkun & endist í allt að 10 daga, en best er að spreyja brúnkunni beint á líkamann & dúmpa svo yfir svæði með St.Tropez hanskanum til þess að hafa hana alveg jafna & fína. Það er náttúrulega frábært að nota þetta sprey til þess að ná á svæði sem að maður þarf oft hjálp við að bera á eins & bakið en hún er einmitt þess vegna kölluð 360°brúnkan.

Fyrir bestu niðurstöður er gott að skrúbba líkamann um 24 klukkustundum áður en að brúnkan er borin á, bera á sig gott & feitt krem sem að maður skolar svo af í sturtu áður en að maður hefst handa. Setjið þó smá krem á þurrustu svæðin á líkamanum rétt áður en þið spreyið (olnbogar, hælar, hné & puttar) & leyfið taninu að vera á líkamanum í að minnsta kosti 4 tíma áður en þið skolið ysta lagið af.

17430988_10212058823134223_809884086_o

St.Tropez fást meðal annars í Hagkaup, Lyfju & Lyf&Heilsu <3

Þið finnið mig á Snapchat & Instagram undir:

@steinunne

xx

TÖFRAR ANR: DROPARNIR SEM BREYTTU MÉR

FörðunLífiðLíkaminn

Eins & hefur komið fram í öðrum færslum starfaði ég í eitt sumar sem förðunarfræðingur & ráðgjafi hjá Estée Lauder í Magasin í miðbæ Kaupmannahafnar, þar kynnstist ég öllu vörunum alveg einstaklega vel & varð alveg sérstaklega heilluð af sögu merkisins & því hversu ótrúlega áhrif margar af vörunum höfðu á kúnnana mína já & mig sjálfa á stuttum tíma. Mér fannst ég alltaf geta séð muninn strax & ráðlagt með ótrúlega góðri samvisku eftir því. Þetta er nefnilega alls ekki bara förðunarmerki þetta er eitt fremsta snyrtivörumerki í heiminum með magnaðar húðvörur & ilmvötn.

Ég sagði ykkur frá Double Wear farðanum enda er hann stórkostlegur fyrir í raun alla, ég hef séð stelpur koma með tárin í augunum til mín eftir að hafa keypt hann & þakkað fyrir enda hefur hann gefið þeim sjálfstraust til að fara út þegar þær eru með erfiðleika í húðinni. En það er ein vara sem að ég hef ekki ennþá sagt ykkur frá, það eru dropar (serum) sem að ég hef notað nánast uppá dag frá því að ég hóf störf hjá Estée Lauder vorið 2015. Þessi vara er það eina sem að ég notaði í andlitið á mér alla meðgönguna, það hélt húðinni minni ótrúlega góðri & gefur raka, næringu, minnkar öll sjáanleg öldrunarmerki, gerir ör minna sjáanleg & minnkar óhreinindi í húðinni á sama tíma. Þú þarft 5 dropa, kvölds & morgna (mér finnst það virka best bæði kvölds & morgna) & þú sérð sjáanlegan mun innan 10 daga.

Varan sem að ég er að tala um heitir „Advanced Night Repair“ & er serum sem að fer djúpt inn í húðina & bókstaflega LAGAR (hens repair) hana á augabragði. ANR ætla ég að kalla það héðan í frá þar sem að nafnið er frekar langt er vinsælasta vara Estée Lauder um allan heim & það seljast 5 á hverri mínútu um allan heim. Estée Lauder hannaði þessa dropa eftir margra ára rannsóknarvinnu & þeir eru án allra parabena, olíulaust & hrindir öllu frá húðinni svosem mengun & óhreinindum. Í rauninni sýndi ég meira að segja oft svolítið sem kallast vatnsprófið þegar ég sýndi kúnnunum mínum dropana, en það er bókstaflega hægt að setja ANR á handabakið, hella vatni á & það lekur af án þess að skerða dropana á neinn hátt! Magnað að sjá.

ed169eb775f57561530d13e87f8cee49317d17341d85a95e4d27c18b95a2b8fe0894f81ffa4704204d616c83b5abd0847ab04b78242ffe7bb8f943069c8ce629

ANR er líka með augnkrem & augnserum sem er algjört kraftaverk fyrir þá sem eru með poka undir augunum, fínar línur, dökka bletti & ör í kringum augnsvæðið.

Afhverju er ég að segja ykkur frá þessu núna? Númer 1, það er löngu kominn tími til, númer 2, mig langar alltaf að hjálpa ykkur að spara. Hvernig hjálpa ég ykkur að spara? Með því að deila því með ykkur í leiðinni að á morgun er Konukvöld Kringlunnar & verða ýmsir afslættir í allri verslunarmiðstöðinni en Estée Lauder verður með 20% afslátt af öllum sínum vörum í Lyf&Heilsu Kringlunni! Einnig verður 20% afsláttur af Estée Lauder í versluninni Sigurboganum, Laugavegi á morgun, föstudag & laugardag þar sem að sérfræðingur Estée Lauder verður á staðnum til að aðstoða, það er æðislega gott með þetta merki að fá aðstoð þar sem að þetta eru rosalega flottar vörur með skemmtilegum upplýsingum sem standa ekki endilega utan á kassanum. Það er líka fullkomið að fá aðstoð ef að þið ætlið að prófa Double Wear farðann til að finna hinn fullkomna lit.

Ef það eru einhverjar spurningar megið þið alltaf senda mér línu á Snapchat: @steinunne // eða senda mér tölvupóst á: steinunnedda@trendnet.is

Sjáumst á Konukvöldi Kringlunnar! <3

MEISTARAMÁNUÐUR: AÐ BYRJA AÐ HLAUPA

LífiðLíkaminn

Ég stend sjálfa mig eiginlega að því í þessum mánuði almennilega, Meistaramánuði að vera komin alveg á byrjunarreit þegar kemur að því að hlaupa. Ég var komin í góðan gír & farin að stunda þetta af kappi áður en ég var ólétt, en eftir að hafa slakað aðeins á, á meðgöngunni & þar á eftir misst allt þol eftir aðgerðirnar finnst mér ég alveg þurfa að byrja upp á nýtt.

Það er svosem allt í lagi, ég hef gert það áður, ég nefnilega gat hreinlega ekki hlaupið þó að lífið lægi við fyrir örfáum árum. Ég var týpan sem semí féll í PÍP testum í grunn/menntaskóla (er það hægt?). Þetta snérist þó aldrei um það að ég væri í lélegu formi eða of þung, ég var bara með ofboðslega lélegt hlaupaþol. Það er nefnilega alveg “thing“ að vera í góðu formi jafnvel en geta alls ekki hlaupið, & sama að vera í lélegu formi en einhvern vegin ná að hlaupa, furðulegt! Þetta lærði ég þegar ég kynnti mér það að byrja að hlaupa sumarið 2013. Ég leitaði mér upplýsinga á hinum ýmsu stöðum & tók meira að segja viðtal við Elísabetu Margeirsdóttur sem ég ætla að leyfa mér að fullyrða að sé Hlaupadrottning Íslands.

Ég fékk mjög góð ráð hjá mörgum í kringum mig sem voru að hlaupa & ákvað að nýta þau öll þegar ég skráði mig í fyrsta skipti á ævinni í ReykjavíkurMaraþonið, þetta sama ár, 2013.
Ég setti algjöra pressu á mig þar sem að ég hafði oft reynt að byrja að hlaupa án árangurs & skráði mig á sama tíma í áheitasöfnun fyrir flott málefni sem skipti mig máli, þá var þetta orðið opinbert, fólk var að eyða pening í þetta, ég varð að klára þetta.

En hvernig byrjar maður, ég er auðvitað ekki með ráð fyrir alla sem virka fyrir alla en ég ætla allavega að deila því sem virkaði fyrir mig, með von um það að það virki fyrir einhverja fleiri xx

Undirbúningur:
**Ekki borða of stuttu fyrir hlaup,
**drekktu vel af vatni áður (ég fæ mér líka oft amino)
**pissaðu
**settu símann í hleðslu & græjaðu þig í rólegheitum
**passaðu að vera ekki í fötum sem að pirra þig (miðar & saumar á fötum geta pirrað) Þá er það það eina sem þú hugsar um allan tímann

1. Settu þér raunhæf markmið, byrjaðu á að hlaupa 1km ef þú ert þar að það er meira að segja erfitt.
2. Hrósaðu þér fyrir BARA ÞAÐ að fara út frekar en að sitja heima, þú fórst út að hlaupa þó svo að það hafi verið stuttur spölur.
3. Ekki hlaupa of hratt af stað, þetta er ekki kapphlaup, fyrst þarf að vinna upp vegalengdir svo reynir þú að auka hraðann.
4. Passaðu upp á líkamsstöðuna þegar þú hleypur, ekki hafa hendur & axlir of stífar, reyndu að vera slök/slakur, það fer ótrúlega mikil orka í það að vera spennt/ur í öllum líkamanum.
5. Passaðu að anda vel, inn um nefið & út um munninn. Ekki anda of hratt & ekki anda of djúpt, bara eðlilega.
6. Ef þér finnst eins & þú sért ekki að hreyfast áfram þá byrjaru að fara inn á andlega þáttinn (hann er nefnilega mjög stór þegar kemur að hlaupum) reyndu þá að horfa niður & sjá línurnar á götunni þjóta hjá & hugsaðu vá ég er að fara mjög hratt & ég er að ná góðri vegalengd, það að horfa á fjarlægjan hlut sem hreinlega virðist aldrei nálgast getur verið einstaklega letjandi.
7. Hlustaðu á tónlist sem að gleður þig, horfðu í kringum þig & hugsaðu vá hvað ég er að gera góða hluti, vá hvað veðrið er æðislegt, vá hvað ég er heppin/nn!
8. Náðu þér í 2 ÖPP „Runkeeper“ & „Rock My Run“
Hið fyrra fylgist með hlaupinu þínu, lætur þig vita á 5 mínútna fresti hversu langt þú ert búin/nn að hlaupa & á hvaða hraða (það er mjög hvetjandi) Seinna appið er tónlistarapp sem er með flotta & hressandi playlista sem er hægt að stilla ákveðið tempó á eftir því hversu hratt þú ert að hlaupa & heldur þér því á sama hraða allan tímann (þá eru minni líkur á að þú sprengir þig!
(Minn playlisti sem ég hljóp við til að koma mér í gang heitir Katy’s Fun Run & er fullkomið byrjendatempó)

Teygðu vel eftir hvert hlaup, hrósaðu þér, farðu í góða sturtu & nærðu þig vel, þetta á bara að vera gaman & ÞÚ ERT BARA AÐ GERA ÞETTA FYRIR ÞIG!

runkeeperrock-my-run

………………………………………………………………………………………………………………………
Þið finnið mig á Snapchat & Instagram undir:
steinunne
xx

MEISTARAMÁNUÐUR: ÉG HEF EKKI TÍMA // HEIMAÆFINGAR

LífiðLíkaminnMyndbönd

Ég er ein af þeim sem virðist aldrei hafa tíma til að fara í ræktina, ég er ekki mikið fyrir tækjasalinn & leita því yfirleitt frekar í tíma með kennara. Ég verð þó að viðurkenna að ég lendi oftar en ekki í því að beila því að sá tími sem að mig langar í er ekki á tíma sem að hentar mér fullkomlega.

Ég viðurkenni líka að stundum finnst mér heilmikið ferli að melda mig í tíma, klæða mig í ræktarföt, blanda mér Amino, koma mér út í bíl, keyra á staðinn.. þið þekkið rest. Stundum er ég í biluðu stuði fyrir þetta en stundum bara ALLS EKKI, tengið þið? Ég er líka ein af þeim sem myndi aldrei láta mér detta það til hugar að vakna á undan barninu mínu til að fara í ræktina, einnig langar mig ekki í ræktina þegar ég fæ loksins að eyða tíma með honum eftir vinnu & dagforeldra & á kvöldin er ég hreinlega bara aðeins of þreytt! (stundum auðvitað ekki alltaf)

En núna er Meistaramánuður & mig langar að standa mig vel, svo ég hunskast nú oftar en ekki með vinkonum mínum í tíma en það sem að mér finnst frábær kostur eru HEIMAÆFINGAR. Ég vinn mikið heiman frá & hentar þetta því fullkomlega fyrir mig & ég er mjög hrifin af þessu eftir að hafa mikið notað þetta í fæðingarorlofinu. Ég er að jafna mig ennþá 16 mánuðum síðar eftir tvær risastórar aðgerðir, að koma mér aftur í form, hef ekki tíma & gleymi oft að borða, þetta er hrikaleg blanda sem að ég er að reyna að breyta & besta vinkona mín í öllu þessu er hún Tracy Anderson, þið þekkið hana mörg, mögulega öll. Þessar æfingar eru snilldin ein heima í stofu, ég á ekkert nema jógadýnu & dreg hana fram, skelli myndbandinu í sjónvarpið & tek stutta & góða æfingu akkúrat þegar stuðið kemur yfir mig! Ástæðan fyrir því að ég elska Tracy er sú að ég elska að dansa & hún gerir nákvæmlega.  Ég mæli svo innilega með, gleðilegan föstudag, gleðilegan Meistaramánuð! xx

Myndband: Tracy Anderson, Youtube

……………………………………………………………………………………………………………………………………………………

Þið finnið mig á Instagram & Snapchat undir:
steinunne

xx

MEISTARAMÁNUÐUR 2017: MÍN MARKMIÐ

LífiðLíkaminn

Ég eins & svo margir aðrir hef fylgst vel með þróun Meistaramánuðar síðustu ár & tók þátt af fullum krafti í október 2013, ég held að ég þori að lofa, nei ég held ekki, ég veit að ég þori að lofa að ég hef ALDREI náð jafn miklu árangri þegar kemur að heilsu.

Ég setti mér raunhæf markmið & ég náði þeim öllum. Markmiðið var ekki að grennast, eða umbreyta sjálfri mér á alla bóga, markmiðið var einfalt: Að verða besta útgáfan af sjálfri mér. Þetta var áður en ég var byrjuð á Snapchat & áður en samfélagsmiðlar urðu jafn öflugir & þeir eru í dag en ég opnaði mig á annan hátt með því að opna lítið blogg sem snérist bara um þennan mánuð, minn Meistaramánuð. Ég leyfði þar fólki að fylgjast með því sem að ég var að gera dagsdaglega, hvaða mat ég var að borða & hvaða hreyfingu ég var að stunda, ég upplifði einstaklega jákvæða pressu með þessu því nú var ekki aftur snúið. Ég var búin að setja mín markmið svart á hvítu á internetið & nú gat ég ekki bakkað út.

Ég hafði tekið svipaða áskorun á sjálfa mig stuttu áður sem virkaði svo vel, en mig hafði alltaf langað að vera dugleg að fara út að hlaupa. Ég ákvað því að skrá mig í RVK Maraþonið þarna sumarið áður, gat ekki bakkað útúr því enda komin á fullt með áheitasöfnun & hljóp í framhaldinu mína fyrstu 10km. Ég varð ótrúlega peppuð, komst í góðan gír & langaði að halda áfram, þess vegna tók ég þátt þá (2013) en afhverju núna?

Ég ákvað að taka þátt í Meistaramánuði þetta árið því að mig langar í breytingu, jákvæða breytingu á mínu líkamlega ástandi. Ég vil verða besta útgáfan af sjálfri mér, ég vil nýta tímann í að gera eitthvað gott & hressandi, ég vil borða hollan & næringarríkan mat, ég vil gera betur í samskiptum við alla í kringum mig, ég vil verða betri. Ég hef aldrei sett jafn mikla pressu á mig en það er GÓÐ & JÁKVÆÐ pressa því að ég er að þessu fyrir mig, ég veit hvað þetta gerir mér gott, ég veit að ég þarf þetta. Ég er svo spennt að ég get ekki líst því fyrir ykkur.

d277b806d04bcdccd4ecab232550e63b

……………………………………………………………………………………………

MARKMIÐ:

1.Byrja að hreyfa mig & fara allavega 3x í viku í einhverskonar hreyfingu, hlaup, tíma í ræktinni eða yoga.
Ég er ekki í mínu besta formi, en ég er heldur ekki í mínu versta. Það sem að ég ætla að einblína á er að bæta þolið mitt, koma mér aftur í hlaupagír & þannig er ég búin að setja mér það markmið að hreyfa mig allavega 3x í viku, það má vera hvaða týpa af hreyfingu sem er, bara að hún reyni á. Ég er með kort í World Class sem ég hef engan veginn nýtt nægilega en nú skal ég breyta því, snjórinn & hálkan fer vonandi að láta sig hverfa & þá ríf ég líka upp hlaupaskóna. Ég hef samt ekki allan tímann í heiminum enda með barn, heimili, vinnu & blogg, ég þarf því að skipuleggja mig vel, ég leyfi ykkur að fylgjast með út mánuðinn hvernig ég geri það.

2.Forðast allt sem flokkast undir “sukk” – snakk, nammi, skyndibita, gos & áfengi.
Ég er heldur ekki endilega með bestu matarsiðina, en fólk sem er á fullu allan daginn, hlaupandi hingað & þangað, mögulega með lítil krefjandi börn sem þurfa alla athygli tengir. Ég gleymi oft að borða, þá fellur blóðsykurinn & mig langar í eitthvað einfalt & oft óhollt. Þess vegna hef ég ákveðið að gefa mér betri tíma til þess að útbúa eitthvað hollt & gott á sama tíma & ég reyni að vera duglegri að muna eftir því að borða reglulega yfir daginn.

3.Fara inn í aðstæður jákvæð & reyna að sjá björtu hliðarnar, vera umburðarlynd & skilningsrík.
En það að vera besta útgáfan af sjálfri sér er ekki endilega bara tengt því að vera líkamlega í góðu formi, ég hef líka áhuga á að rækta andlegu hliðina, vera opnari fyrir aðstæðu, jákvæð & umburðarlynd & ekki stökkva á fyrstu viðbrögð heldur gefa öllu / öllum séns áður en ég mynda mér skoðun. Þetta er naflaskoðun sem er mikilvæg fyrir alla & ég hlakka til að vera góð fyrirmynd fyrir strákinn minn.

4.Nýta tímann með barninu mínu einstaklega vel & reyna að tvinna hreyfingu inn í okkar samveru, góðir göngutúrar, róló ferðir, sleða ferðir & svo framvegis.
Ég vil líka nýta þennan mánuð alveg sérstaklega í það að sameina hreyfingu & samveru með mínum nánustu, orkuboltinn minn mun eiga mig alla í skemmtilega útiveru sem vonandi heldur svo bara áfram þó svo að Meistaramánuði ljúki.

5.Vera besta útgáfan af sjálfri mèr!
Ég ætla í raun að súmmera þetta allt saman í nákvælega þetta, með samspili allra markmiða ætla ég að vera besta útgáfan af sjálfri mér!

Ég hvet ykkur að sjálfsögðu ÖLL til þess að taka þátt, þetta er skemmtilegt & krefjandi verkefni sem krefst mikillar & jákvæðrar sjálfskoðunar sem allir hafa gott af á nýju ári, nýtt ár nýtt upphaf! Fyrir áhugasama er hægt að skrá sig HÉR hlaða niður skipulagsdagatali & setja sér markmið. Ég mun nota þetta tól mikið & leyfi ykkur að fylgjast með allan febrúar. Meistaramánuður 2017 hefst 1.febrúar & er hashtaggið #meistaram

Þið finnið mig á Snapchat & Instagram undir:
steinunne
xx

Þetta bara skeði, en þetta skeði fyrir mig….

LífiðLíkaminn

Dramatískasti titill á færslu fyrr & síðar? Mögulega… Ég er í smá byltingu, ein með sjálfri mér & þið eruð velkomin með. Byltingu gegn því að andlegir sjúkdómar, andleg vanlíðan, kvíðalyf & allt sem því fylgir sé TABÚ, sé eitthvað sem er óþæginlegt að tala um & oft á tíðum kallað væl & aumingjaskapur. Ég tek ekki þátt í þessu lengur, ég tek ekki lengur þátt í því að fólk þori ekki að opna sig um sig & sín vandamál af ótta við að fá ekki draumastarfið, missa vini, missa maka eða fleira af því að fólki finnist maður “klikkaður” andlegir sjúkdómar eru ekki tabú, vanlíðan er ekki tabú.

Ég þekki nokkra sem eru að kljást við andlega vanlíðan á hverjum degi, þau sýna það ekki, þau tala ekki endilega um það & þú myndir mögulega aldrei giska á það að manneskjan sem þú sérð líði illa. Hinsvegar ef sama manneskja væri handleggsbrotin þá færi það alls ekki framhjá þér, hún væri í tilheyrandi gifsi, tæki verkjalyf eftir læknisráði & myndi ekki reyna að fela það á neinn hátt, enda ekkert til að skammast sín fyrir, er það ekki? En það sem samfélagið á oft erfitt með að fatta er það að andleg vanlíðan er ekkert annað en sár eftir slys, alveg eins sár eins & beinbrot er nema í staðinn fyrir að vera utan á líkamanum er það á sálinni, sár á sálinni sem þarf oft hjálp við að laga.

Með þessari færslu langar mig að opna þessa umræðu, hvetja fólk til þess að opna sig & fá aðstoð því hún er í boði & hún getur bjargað mannslífum. Ég lenti í hræðilegri lífsreynslu þegar að ég eignaðist dásamlega drenginn minn sem ég hef vissulega komið inn á áður, en ég opnaði mig um minn kvíða & mína áfallastreituröskun á Snapchattinu mínu í gær & viðbrögðin voru ótrúleg.

Mig langaði þess vegna að taka þetta einu skrefi lengra & skrifa færslu hér á þennan flotta miðil & stökkpall sem TRENDNET er. Ég hvet ykkur öll til þess að leita hjálpar ef þið þurfið hana, þetta er ekki feimnismál, þetta er ekki tabú, það að leita sér hjálpar er ekki aumingjaskapur það er hugrekki.

Þið eruð rosalega mörg sem sendið mér fyrirspurnir á Snapchat sérstaklega eftir að ég birti mynd af maganum á mér & eruð að spyrja mig út í það hvað gerðist. Til að ég útskýri það án þess að fara í gegnum allt ferlið (það væri efni í svona 10 færslur) þá gerist það að barnið er ofboðslega stórt, snýr öfugt & eftir 19 tíma í brjáluðum hríðum er ég send í bráðakeisara þar sem að stór mistök gerast hjá læknunum, þarmarnir mínir eru gataðir & ég er svo saumuð aftur saman, í 5 daga flæðir loft út úr þörmunum mínum & inn í kviðarholið sem er lífshættulegt ásamt því að ég er send í hræðilegar & viðbjóðslegar taugaörvandi meðferðir til þess að reyna að leysa loftið sem þau héldu að væri fast í maganum (ekki stöðugt að flæða útaf götunum, þau vissu ekki af þeim) Eftir að ég missi svo meðvitund af sársauka á 6.degi er ég send í sneiðmyndatöku þar sem að götin sjást.

Ég er strax send í uppskurð & látin vita að ég muni mögulega vakna með stóma sé skemmdin það mikil. Ég vakna með þverskurð upp magan frá keisaraskurði og upp að rifbeinum & ligg inni á gjörgæslu í 2 vikur án þess að geta séð um nýfædda barnið mitt á nokkurn hátt. Þetta er hræðilegt, þetta skeði & þetta skeði fyrir mig. Núna sit ég eftir skemmd á sálinni & ég ÆTLA að sigrast á þessu. Lífið er dásamlegt & ég vil njóta þess. Nú er ég búin að leita mér hjálpar & vona að mér fari að líða betur. Einnig kem ég tvíefld til baka á bloggið, eins & opin bók. Ætla að einbeita mér að makeup-inu & leyfa ykkur að vera með í því partýi! <3


14793789_10155370317714745_3192885_n

Stokkbólgin & sárþjáð að reyna að ganga loftið úr mér samkvæmt læknisráði….

 

14794176_10155370317649745_1348302867_n

Ennþá bólgnari & þjáðari eftir aðgerð númer 2, að reyna að hvílast með tónlist í eyrunum. Þetta var eina leiðin fyrir mig að hafa nýfædda Sigga minn hjá mér því ég mátti ekki halda á honum…

10583891_10208395023421520_6714565567605936227_n

Þetta er myndin sem breytti öllu fyrir mig, hér sýni ég magann á mér eins & hann er í dag, hann er slitinn, með risastóru öri upp magan, öðru öri eftir keisara & því þriðja er gatið lengst til vinstri eftir magadren… Hér sýndi ég öllum það sem ég vildi ekki að neinn sæi…

 

13501970_10209511074962111_2875153474893212906_n

Hér ákvað ég að fara í bikiníi í SPA því að ég ætlaði ekki að fela hvernig ég liti út, ég grét alla leiðina í SPA-ið….

 


Takk fyrir að lesa mína sögu, takk fyrir skilaboðin, takk fyrir stuðninginn & takk fyrir að deila ykkar sögum með mér.

Þið finnið mig á Instagram & Snapchat undir:
steinunne
xx

Þeir eru mættir! Multimasking er hið nýja multitasking xx

FörðunLíkaminn

Ójá þeir eru mættir! Ég er búin að bíða eins & svo margir aðrir ótrúlega spennt eftir nýjustu viðbótina við L’Oreal fjölskylduna leirmöskunum. Þeir eru búnir að vera ótrúlega áberandi hjá förðunar & bjútíbloggurum á Instagram & Snapchat enda eru þeir ótrúlega skemmtilegir. Maskarnir sem eru eins & nafnið gefur til kynna byggðir upp af leir en leir hefur verið notaður öldum saman í fegrunarskyni, fyrst hjá konum í Egyptalandi. Leir hefur ótrúlega græðandi & hreinsanfi áhrif á húðina & því er upplagt að nota þá í maskaformi.

****Ég hef ákveðið í samstarfi við L’oreal að gefa einni heppinni ofurgellu ALLA ÞRJÁ maskana & bursta til þess að bera þá á! Það eina sem þið þurfið að gera er að screenshota myndina mína sem ég útskýri á Snapchat (snapchat: steinunne) & like-a þessa færslu! <3 Ég dreg út vinningshafa á föstudaginn!****

Línan samanstendur af þremur dásamlegum leirmöskum sem allir hafa mismunandi hlutverk, frábært er að nota þá með concealer brush burstanum frá Real Techniques til að ná á erfið svæði & til að halda hreinlætinu í hámarki….

Pure Clay Glow Mask:
Þessi hentar einstaklega vel fyrir þreytta & líflausa en þessi maski er oft kallaður DETOX maskinn. Hann er ríkur af svörtum kolum sem virka eins & segull þegar kemur að óhreinindum. Kremuð áferð þessa djúphreinsandi maska hreinsar yfirborð húðarinnar af öllum óhreinindum & fer djúpt inn í húðina & svitaholurnar & hreinsar þær. Húðin situr eftir hrein & glæsileg.
Aðferð: Setjið þétt lag af maskanum á andlitið & upplifið maskann, virkni hans & ilminn. Notið maskann einan & sér á þau svæði sem þið viljið eða með öðrum möskum.

Pure_Clay_Glow_Mask_Jpg150p Pure_Clay_Glow_Mask_Jpg150p(1)

Pure Clay Purify Mask:
Þessi hentar einstaklega vel fyrir olíumikla & óhreina húð. Purify maskinn er ríkur af Eucalyptus þykkni sem er þekkt fyrir sína djúphreinsandi eiginleika. Kremuð áferð þessa djúphreinsandi maska fer djúpt inní húðina, hverja svitaholu og þurrkar upp óhreinindi án þess þó að þurrka húðina sjálfa upp. Húðin situr eftir tandurhrein & mött án þess að vera þurr.
Aðferð: Setjið þétt lag af maskanum á andlitið & upplifið maskann, virkni hans & ilminn. Notið maskann einan & s
ér á þau svæði sem þið viljið eða með öðrum möskum.

Pure_Clay_Purify_Mask_Jpg150p Pure_Clay_Purify_Mask_Jpg150p(1)

Pure Clay Exfo Mask:
Þessi frábæri maski lokar húðholunum & nærir húðina vel. Exfo maskinn er ríkur af rauðum þörungum sem eru þekktir fyrir sérstaklega nærandi eiginleika sína. Fínlega mulin apríkósu fræ endurnæra húðina & fjarlægja dauðar húðfrumur & jafna þannig yfirborð húðarinnar svo hún fær yfir sig endurnærðan brag. Maskinn er með kremaðri áferð sem gefur húðinni fallegan ljóma & sérstaklega mikinn raka & um leið endurnýjar hann húðina.
Aðferð: Setjið þétt lag af maskanum á andlitið & upplifið maskann, virkni hans & ilminn. Notið maskann einan & sér á þau svæði sem þið viljið eða með öðrum möskum.

Pure_Clay_Exfo_Mask_Jpg150p Pure_Clay_Exfo_Mask_Jpg150p(1)

Maskana er hægt að nota í skemmtilega aðferð sem kallast multimasking þar sem möskunum er blandað saman á andlitið & þeir notaðir á þá staði sem hentar eftir því hvernig húðin ykkar er.

Maskarnir eru að lenda í verslunum í þessum töluðu orðum, en eru nú þegar mættir í Lyf & Heilsu Kringlunni, þeir eru á frábæru verði & hver öðrum dásamlegri svo að ég mæli svo innilega með því að þið skellið ykkur á þá & dekrið vel við húðina ykkar.

Þið finnið mig á Snapchat & Instagram undir:
steinunne
xx

 

RAKABOMBA Í EINU BRÉFI..

FörðunLíkaminn

Ég er ekki löt & ég hef aldrei verið löt, en ég er þreytt & ég hef lítinn tíma þessa dagana enda ekkert annað en krefjandi að vera með 11 mánaða fjörkálf á heimilinu. Ég elska því allt sem kallast einfalt, einfalt & áhrifaríkt. Ég ætla ekki að blaðra endalaust um innihaldsefni & fleira, ég ætla bara að láta ykkur vita af þessari ótrúlega góðu & EINFÖLDU vöru sem að ég var að prófa.

Maski í formi tissjúbréfs sem þú einfaldlega leggur á andlitið & hann vinnur alla vinnuna.

Garnier er svoleiðis búið að koma sér upp á nýjan himneskan stall enda upp á síkastið búnir að koma út með hverja dásemdarvöruna á fætur annari. Þeir eru í algjöru átaki & eru að hreinsa vörurnar sínar algjörlega & gera þær parabenfríar & náttúrulegar sem að er auðvitað bara algjör bónus útaf fyrir sig..

Varan sem að ég er að tala um er algjör nýjung hjá merkinu en fer þvílíkt á blússandi siglingu strax & frétti ég af því að maskinn væri gjörsamlega að rjúka út. Tax Free dagar byrjuðu í Hagkaupum í gær, en þar getið þið meðal annars nælt ykkur í vöruna, annars fást Garnier vörurnar líka í Krónunni & á fleiri sölustöðum.
En aðeins um maskann góða…

„Dásamlegur rakamaski sem endurnærir húðina, frískar upp á hana og fyllir hana af raka. Moisture Bomb Tissue Mask hentar einstaklega vel fyrir þurra húð en hentar þó vel fyrir allar húðtýpur. Í pakkanum er eitt maskabréf sem inniheldur granatepli, hyaluronic sýru og rakaserum. Maskann skal hafa á andlitinu í 15 mínútur fyrir fulla virkni. Sjáanlegur munur kemur fram eftir vikunotkun“ 

Ég er búin að prófa hann nokkrum sinnum & ég elska hann, einfalt að nota hann, tekur enga stund. Maður finnur eiginlega ekkert fyrir því svosem að maður sé með hann á mér, ég er til dæmis með hann á mér á meðan ég skrifa þessa færslu svo er enginn subbuskapur í kringum hann, ég elska það. Maður einfaldlega “flysjar” hann af andlitinu & hendir bréfinu í ruslið, algjör óþarfi að skola andlitið eða standa í einhverju stússi eftirá.

14256214_10210176313112649_1894774681_n 14281425_10210176313272653_1118456816_n 14287734_10210176313312654_540104685_n 14287761_10210176313152650_36227755_n

Þið finnið mig á Instagram & Snapchat undir:
steinunne
xx

Frábærar vörur sem að láta mér líða vel: Janssen Cosmetics

Líkaminn

Við könnumst flest við það að vera mögulega með einhver svæði sem að við kunnum síst við á líkamanum & oft eru þetta svæði sem eru slöpp, slitin eða byrjuð að mynda appelsínuhúð. Auðvitað er þetta alls ekki eitthvað sem að á við alla & því beini ég greininni eingöngu til þeirra sem vilja nýta þetta á einhvern hátt.  Þessi svæði eru oftast rass, læri, upphandleggir & magi. Ég hef sjálf oftast verið ósáttust með lærin & rassinn, en eftir að ég átti strákinn minn varð maginn minn mitt vandamálasvæði. Ég leitaði því ráða hjá vinkonu minni sem er snyrtifræðingur & á Snyrtistofuna Fegurð & hún leyfði mér að prófa eina tvennu sem að hún mælti svo mikið með, ég verð nú að viðurkenna að ég var skeptísk eins & alltaf með svona krem, en þetta er búið að hjálpa mér alveg rosalega.

14218014_10210099032780689_777496909_n

Ég sagði aðeins frá vörunum á Snapchat hjá mér, svo ef þið eruð ekki nú þegar að fylgjast með mér þar getið þið bætt mér við ef þið viljið fylgjast með í stuttu máli þegar ég prófa vörur & fleira.. (snapchat: steinunne)

Oxygenating Body Scrub:
Kornaskrúbbur í sturtuna sem sléttir & bætir yfirbragð húðarinnar. Örvar blóðrásakerfið & er fullkominn undirbúningur fyrir önnur líkamskrem & brúnkukrem. Inniheldur meðal annars Coco betaine sem er unnið úr kókoshnetu & grænan þara.

14182427_10210099032820690_738128254_n

Cellulite Contour Formula:
Sléttandi & lyftandi áhrif, örvar efnaskipti & stuðlar að niðurbroti fitufrumna. Einstaklega frískandi & smýgur fljótt inn í húðina. Inniheldur meðal annars Grænan ara (detox), Koffein (lipolysis), menthol (kælandi & örvandi)..

14159302_10210099032860691_241783991_n

Þetta eru dásamlegar vörur & ef þú ert með vandamálasvæði sem að þig langar að vinna á & stinna, slétta & losa við appelsínuhúð þá mæli ég svo endalaust mikið með þessum gæðavörum.

Þú getur fengið vörurnar tvær saman í pakka á mjög sanngjörnu verði á Snyrtistofunni Fegurð í Hafnarfirði, ég mæli líka eindregið með því að spjalla við stelpurnar á stofunni & fá ráðleggingar um hvað hentar þér & þinni húð, þær eru algjörir snillingar.

Þið finnið mig á Snaphat & Instagram undir:
steinunne
xx

Að tana með tárin í augunum: TAKK Eco by Sonya

Líkaminn

Aldrei hefði ég haldið að það að bera á mig brúnkukrem myndi bókstaflega koma mér til að gráta, af gleði auðvitað. Ég var svo heppin að fá að prófa brúnku frá ástralska merkinu Eco By Sonya sem er selt í Maí verslun, Garðatorgi. Ég er ekki mikill aðdáandi lífræna snyrtivara þar sem að mér finnst þær oft lykta illa & oft ekki virka eins & ég myndi vilja þar sem að auðvitað eru það oft aukaefnin sem hjálpa til við að halda farða osfrv. Ég var því kannski pínu hikandi þegar ég prófaði þetta fyrst, ég viðurkenni það alveg, lífrænt brúnkukrem kommon?

Leiðbeiningarnar voru svona: Fyrir andlitsbrúnkuna, Face Tan Water sem kemur í vatnsformi skaltu setja smá í bómul & strjúka yfir allt andlitið áður en þú ferð að sofa til dæmis, brúnkan fer á hreina húð & rakakrem eftir á. Brúnkuvatnið hjálpar húðinni að verða betri, hreinsar hana, minnkar bólur & fílapensla & kemur henni í betra jafnvægi. Ég hugsaði strax, þvílík vitleysa? hvernig á þetta að vera jafnt ef að ég set þetta bara í bómul? & þetta er glært, þetta getur ekki komið vel út. Það getur líka ekki verið að brúnkukrem sem að venjulega stíflar húðina lagi hana í alvöru? Fylgi þessu samt bara uppá gamanið að gera. Ég vakna & fæ næstum kast, ég var allt önnur manneskja. Ég var komin á það stig að ég var búin að prófa ALLT, ég var meira að segja byrjuð að nota lyf frá lækni en ekkert gekk. En þarna eftir að hafa notað brúnkuvatnið einu sinni vakna ég & húðin er búin að gjörbreytast.

Fyrir utan það að ég er með fallegan & náttúrulegan lit í andlitinu eru bólurnar búnar að minnka um meira en helming & áferðin falleg & stinn, ég var í sjokki. Ég notaði vatnið á hverju kvöldi í 3 daga (það þarf þó alls ekki) bara því að mig langaði að sjá hvaða áhrif þetta hefði áfram á bólurnar. Á þriðja degi fór ég bókstaflega að gráta, ég var svo glöð. Ég er förðunarbloggari en ég hef ekki verið að gera neinar farðanir & blogga um þær því ég var svo meðvituð um húðina mína, núna get ég spennt sagt ykkur að það er margt fínt á leiðinni. Ég blogga aldrei um hluti nema að ég sé virkilega ánægð með þá & vilji deila því með ykkur & vonandi hjálpa einhverjum í leiðinni. Ég er ekki keypt á neinn hátt, þó svo að auðvitað sé ég heppin að fá að prófa þetta. Ég verð að mæla með þessu ef að þið eruð í húðvandræðum ég er í alvörunni í áfalli.

14054826_10209952392114764_1030034649_n 14009864_10209952392154765_231299456_n 14054839_10209952392194766_1776685284_n 14054877_10209952392034762_1339230283_n

Ég fékk líka að prófa froðuna, Cacao Firming Mousse sem að er fyrir líkamann, ég var alveg jafn skeptísk enda átti þetta einnig að haf aáhrif á útlit húðarinnar burtséð frá litnum. Brúnkufroðan er vatnslosandi & stinnir húðina, minnkar appelsínuhúð & lætur mann almennt líta betur út. Ég prófaði þetta alveg jafn trúlaus… Ég einbeitti mér vel að svæðum eins & lærum & rassi & var spennt að sjá muninn, en það sem að ég fattaði ekki þegar ég setti þetta yfir allan líkamann var að auðvitað átti ég að fylgjast með aðal vandræðasvæðinu mínu, maganum. Sem er gjörsamlega slitinn, slappur & ómögulegur. Ég vakna daginn eftir & maginn er bókstaflega svona 10%betri en kvöldið áður, enn & aftur fékk ég sjokk. Fyrir utan það að froðan gefur fallegan lit enda liturinn kominn frá kakói & verður því alls ekki appelsínugulur, er hún virkilega að gera húðina stinnari & sléttari, hún litar ekki rúmfötin & er algjörlega lyktarlaus. Ég er ástfangin uppfyrir haus af þessari línu & upplifi þetta sem eitthvað sem að ég vildi að ég hefði uppgötvað fyrir LÖNGU. En ég varð bara að deila þessu með ykkur elsku lesendur því ég er virkilega að tala frá hjartanu þegar að ég segi að þessar vörur breyttu lífi mínu, ég er kannski yfirborðskennd að einhverju leyti fyrst að eitthvað svona kemur mér til að gráta, en sjálfstraust skiptir mig máli & þegar ég lít illa út er sjálfstraustið lélegt.

Síðast en ekki síst er það Winter Skin, litaða Body lotionið sem er gott að bera við & við samhliða brúnkunni til að viðhalda henni & gefa raka. Froðan er eins & áður segir vatnslosandi svo að það er gott að næra húðina með.

Ég blaðraði mikið um þetta á Snappinu mínu enda fann ég mig knúna til að deila þessu með öðrum, en viðbrögðin sem ég fékk voru svo ótrúleg að ég ákvað í samstarfi með Maí verslun að vera með afslátt fyrir Snapp-vini mína! Ég hvet ykkur þess vegna eindregið til að adda mér á Snapchat: steinunne & njóta góðs af…

Þið finnið mig á Snapchat & Instagram undir:
steinunne
xx